Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

KR í appelsínugult

KR kynnti í dag nýjan varabúning félagsins sem það mun nota í Landsbankadeildinni í sumar. Nýr varabúningur félagsins er framleiddur af Nike en hann er appelsínugulur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hans Mathiesen í Keflavík

Danski miðjumaðurinn Hans Mathiesen er genginn í raðir Keflvíkinga. Landsbankadeildin hefst næsta laugardag en Keflvíkingar taka þá á móti Íslandsmeisturum Vals.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Íslenska liðið komst ekki áfram

Íslenska U-19 ára landsliðið í knattspyrnu tapaði í dag 2-1 fyrir Búlgaríu í síðasta leik sínum í milliriðli fyrir EM og kemst þvi ekki upp úr riðlinum. Liðið vann sigur á Norðmönnum og Ísraelum en hreppir annað sætið í riðlinum eftir tapið í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísland lagði Ísrael

Íslenska U-19 ára landsliðið í knattspyrnu vann annan leik sinn í röð í milliriðlinum fyrir EM í Noregi í dag þegar það lagði Ísraelsmenn 1-0. Það var Gylfi Þór Sigurðsson sem skoraði mark íslenska liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Haraldur til skoðunar hjá ÍA

Haraldur Björnsson, markvörður hjá Hearts í Skotlandi, er nú í skoðun hjá ÍA sem er á höttunum eftir markverði til að leysa hinn meidda Pál Gísla Jónsson af hólmi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Góður sigur á Norðmönnum

Íslenska U-19 ára landsliðið byrjaði mjög vel í milliriðli EM í Noregi og lagði gestgjafana 3-2 í hörkuleik í dag. Íslenska liðið hafði yfir 2-1 í hálfleik. Reynir Gunnarsson skoraði tvívegis fyrir Ísland og Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrsta markið.

Fótbolti
Fréttamynd

KR vann Lengjubikarinn

KR-stúlkur tryggðu sér í kvöld sigur í Lengjubikarnum með 4-0 sigri á Val í úrslitaleik sem fram fór í Egilshöllinni. KR hafði yfir 1-0 í hálfleik en Valsstúlkur misstu mann af velli um miðjan síðari hálfleik og eftir það tók KR öll völd á vellinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valsmenn og Blikar í undanúrslitin

Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins í knattspyrnu þegar þeir báru sigurorð af Keflvíkingum 2-0 í Egilshöllinni. Pálmi Rafn Pálmason kom Val á bragðið eftir 20 mínútur og Dennis Bo Mortensen innsiglaði sigur þeirra rauðklæddu á 78. mínútu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR hefur yngst um sjö ár

Athyglisverð grein má finna á stuðningsmannasíðu KR, krreykjavik.is, þar sem fjallað er um meðalaldur KR-liðsins í fyrra og nú á undirbúningstímabilinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skiljo farinn heim

Ivica Skiljo hefur komist að samkomulagi um starfslok við knattspyrnudeild Keflavíkur og hefur hann haldið heim á leið til Svíþjóðar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar Kristinsson

Var valinn efnilegastur á Íslandsmótinu 1987 en fór ekki atvinnumennsku fyrr en 1994 eftir að hafa orðið bikarmeistari með KR. Átti langan og gæfusaman atvinnumannaferil þar sem hann lék í Svíþjóð, Noregi og Belgíu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR-ingar óhressir með Skagamenn

KR-ingar eru óánægðir með vinnubrögð Skagamanna sem vilja fá markvörðinn Kristján Finnbogason lánaðan í Landsbankadeildinni í sumar. Þetta kom fram í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Íslenski boltinn