Ísland stendur í stað Ísland er áfram í 85. sæti á styrkleikalista FIFA og Coca Cola, sama sæti og liðið var í síðasta mánuði. Libía, Katar, Albanía og Óman eru í næstu sætum á undan Íslandi. Íslenski boltinn 4. júní 2008 10:43
Naumur sigur hjá Val Fjórir leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Íslandsmeistarar Vals unnu nauman 1-0 sigur á Aftureldingu á Vodafonevellinum, KR burstaði Fylkir 5-1 í Árbænum, Stjarnan og Keflavík skildu jöfn 2-2 og þá tapaði Breiðablik óvænt fyrir Þór/KA fyrir norðan 2-1. Íslenski boltinn 3. júní 2008 21:39
Aganefnd frestar úrskurði Aganefnd KSÍ frestaði nú síðdegis að kveða upp úrskurð í máli Guðjóns Þórðarsonar þjálfara Skagamanna fyrir meint óviðeigandi ummæli í þættinum Landsbankamörkunum á Stöð 2 Sport í síðustu viku. Íslenski boltinn 3. júní 2008 18:17
KSÍ gefur út bækling á fjórum tungumálum Í dag var kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ, Foreldrabæklingur KSÍ og er hann gefinn út á fjórum tungumálum, íslensku, ensku, pólsku og spænsku. Íslenski boltinn 3. júní 2008 15:38
Guðni Bergsson í 10 bestu í kvöld Í kvöld verður Guðni Bergsson til umfjöllunar í þættinum 10 bestu á Stöð 2 Sport 2. Guðni er annar leikmaðurinn sem kynntur er til sögunnar í þessari þáttaröð. Íslenski boltinn 3. júní 2008 11:32
Pétur: Rökréttur sigur Pétur Marteinsson átti skínandi góðan leik fyrir KR sem vann Fram, 2-0, á KR-vellinum í kvöld. Íslenski boltinn 2. júní 2008 21:36
KR vann Fram í Vesturbæ KR-ingar unnu 2-0 sigur á heimavelli sínum gegn Fram í kvöld. Björgólfur Takefusa kom KR yfir gegn Fram á 24. mínútu. Hann skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. Guðjón Baldvinsson bætti öðru marki við í upphafi seinni hálfleiks. Íslenski boltinn 2. júní 2008 21:12
Fyrsti sigur HK kom gegn Íslandsmeisturunum HK fékk sín fyrstu stig í sumar þegar liðið vann sigur á Íslandsmeisturum Vals í hreint mögnuðum leik 4-2 í kvöld. Þetta var þriðji tapleikur Vals á tímabilinu. Íslenski boltinn 2. júní 2008 19:15
Boltavaktin á leikjum kvöldsins Fimmtu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld þegar þrír leikir fara fram. Íþróttafréttamenn Vísis og Fréttablaðsins verða á öllum leikjunum og verða að vanda með beina lýsingu á Boltavaktinni. Íslenski boltinn 2. júní 2008 16:00
Ýmislegt getur gerst í svona veðri Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var að vonum svekktur með tap sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld. Íslenski boltinn 1. júní 2008 22:05
Fyrsti sigur Þróttar og fyrsta tap Keflavíkur Það voru ansi athyglisverð úrslit í Landsbankadeildinni í kvöld þegar Þróttur vann 3-2 sigur á Keflavík. Á sama tíma vann Breiðablik nýliða Fjölnis á útivelli. Íslenski boltinn 1. júní 2008 21:14
Þriðja markið beint úr horni Athyglisvert er að í fyrstu umferðum Landsbankadeildarinnar hafa þrjú mörk verið skoruð beint úr hornspyrnum. Peter Gravesen skoraði beint úr hornspyrnu gegn ÍA í kvöld en vindurinn hefur mikil áhrif á leikinn. Íslenski boltinn 1. júní 2008 20:34
Fylkir sótti þrjú stig á Akranes Fylkismenn unnu 3-2 sigur á ÍA á Akranesi í kvöld. ÍA er aðeins með fjögur stig úr fimm leikjum en Fylkismenn eru í fimmta sætinu. Íslenski boltinn 1. júní 2008 20:00
Boltavaktin á leikjum kvöldsins Þrír leikir fara fram í Landsbankadeild karla í kvöld og verður Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins með beinar lýsingar frá öllum leikjunum eins og venjan er. Íslenski boltinn 1. júní 2008 18:43
Hörður hættur hjá Víkingi Knattspyrnudeild Víkings sendi í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að Hörður Bjarnason sé hættur hjá félaginu. Íslenski boltinn 31. maí 2008 15:45
Skiptar skoðanir um Guðjón Lesendur Vísis skiptast í nánast tvo nákvæmlega stóra hópa í afstöðu sinni gagnvart því hvort að Guðjón Þórðarson eigi að verða dæmdur í leikbann fyrir ummæli sín eftir leik Keflavíkur og ÍA. Íslenski boltinn 29. maí 2008 14:50
Ólafur hefur valið fjórtán nýliða Síðan að Ólafur Jóhannesson tók við stöðu landsliðsþjálfara hefur hann valið fjórtán nýliða í íslenska landsliðshópinn. Íslenski boltinn 29. maí 2008 12:39
Ólafur hefur notað 45 leikmenn Þó svo að Ólafur Jóhannesson hafi aðeins verið í rúmt hálft ár í starfi landsliðsþjálfara hefur hann notað 45 leikmenn í þeim sjö leikjum sem hann hefur stýrt til þessa. Íslenski boltinn 29. maí 2008 11:53
Toshack: Íslensku leikmennirnir gáfust aldrei upp John Toshack, landsliðsþjálfari Wales, taldi að jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit á Laugardalsvellinum í kvöld. Íslenski boltinn 28. maí 2008 22:19
Pétur: Ósanngjarnt að tapa Pétur Pétursson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins sagði að sigur Wales hefði verið ósanngjarn. Íslenski boltinn 28. maí 2008 22:12
Arnór: Er enginn kjúklingur Arnór Smárason kom inn sem varamaður á 82. mínútu í kvöld en þetta var hans fyrsti A-landsleikur. Arnór er Skagamaður en samningsbundinn Heerenveen í Hollandi. Íslenski boltinn 28. maí 2008 22:09
Kristján: Við fengum fleiri færi Kristján Örn Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, segir ekki vafa um að Ísland var betra liðið á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenski boltinn 28. maí 2008 21:54
Ísland tapaði fyrir Wales Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tapaði 1-0 fyrir Wales í æfingaleik þjóðanna á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið lék á köflum ágætlega en fékk á sig blóðugt mark á lokamínútu fyrri hálfleiks og það réði úrslitum. Íslenski boltinn 28. maí 2008 21:27
Wales hefur yfir í hálfleik Wales hefur yfir 1-0 gegn Íslandi þegar flautað hefur verið til hálfleiks í vináttuleik liðanna á Laugardalsvelli. Íslenski boltinn 28. maí 2008 20:30
Öruggur sigur á Serbum Íslenska kvennalandsliðið vann í dag öruggan 4-0 sigur á Serbum ytra í undankeppni EM. Staðan í hálfleik var 1-0 íslenska liðinu í vil. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk í leiknum og þær Katrín Ómarsdóttir og Sara Gunnarsdóttir sitt markið hvor. Íslenski boltinn 28. maí 2008 17:25
Stefán í byrjunarliðinu - Grétar Rafn ekki með Ólafur Jóhannesson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Wales á Laugardalsvellinum í kvöld. Grétar Rafn Steinsson hefur þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Íslenski boltinn 28. maí 2008 11:23
Pétur Pétursson í 10 bestu í kvöld Í kvöld hefst umfjöllun um 10 bestu knattspyrnumenn Íslands í þættinum 10 bestu á Stöð 2 Sport 2. Fyrsti þátturinn var á dagskrá fyrir viku og þar var sérstök upphitun, en í kvöld verður fjallað um markaskorarann Pétur Pétursson. Íslenski boltinn 27. maí 2008 19:40
Birkir Már í landsliðshópinn Valsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var í dag kallaður inn í landsliðshóp Ólafs Jóhannessonar fyrir leik Íslands og Wales sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld. Íslenski boltinn 27. maí 2008 19:23
Þrír leikmenn í eins leiks bann Aganefnd KSÍ kom saman í kvöld og í kjölfar fundarins voru þrír leikmenn í Landsbankadeild karla dæmdir í eins leiks bann. Íslenski boltinn 27. maí 2008 19:13
Nokkur félög búin að hafa samband við Sinisa Kekic Sinisa Kekic er hættur hjá Víkingi en hyggst engu að síður halda áfram knattspyrnuiðkun. Hann sagði í samtali við Vísi að nokkur félög væru þegar búin að hafa samband við hann. Íslenski boltinn 27. maí 2008 15:53