Breiðablik og KR drógust saman Búið er að draga í undanúrslit VISA-bikarsins en það var gert í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu. Íslenski boltinn 25. júlí 2008 11:56
KR, Breiðablik, Fylkir og Fjölnir í undanúrslit KR, Breiðablik, Fylkir og Fjölnir tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum í Visa-bikar karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 24. júlí 2008 21:25
Haukar komnir á Laugardalsvöll Átta liða úrslit VISA-bikars karla fara fram í kvöld. Tvö lið úr 1. deild eiga möguleika á því að komast í undanúrslit keppninnar. Haukar taka á móti Fylki og þá heimsækir Víkingur Reykjavík lið Fjölnis. Íslenski boltinn 24. júlí 2008 16:37
Ræðst í dag hvort Bjarni fari í Val „Á einn eða annan hátt mun þetta skýrast í dag," sagði Bjarni Guðjónsson, leikmaður ÍA, þegar Vísir náði tali af honum fyrir skömmu. Bjarni er sterklega orðaður við Valsmenn sem vilja ólmir fá hann í sínar raðir. Íslenski boltinn 24. júlí 2008 15:07
Viðræður um Bjarna standa yfir Valsmenn ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að klófesta Bjarna Guðjónsson frá ÍA. Þetta sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals, í viðtali í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær. Íslenski boltinn 24. júlí 2008 14:07
Pálmi og Kári Steinn æfa með Skagamönnum Pálmi Haraldsson og Kári Steinn Reynisson eru farnir að æfa með Skagamönnum. Báðir höfðu þeir lagt skóna á hilluna en eru til í að hjálpa liðinu í þeirri erfiðu fallbaráttu sem liðið er í. Íslenski boltinn 24. júlí 2008 13:33
Auðun spáir óvæntum úrslitum að Ásvöllum í kvöld Átta liða úrslit VISA-bikars karla fara fram í kvöld. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15 en Vísir fékk Auðun Helgason, varnarmann Fram, til að spá í spilin fyrir leikina. Auðun spáir að heimavöllurinn muni vega þungt í kvöld. Íslenski boltinn 24. júlí 2008 12:30
Arnar og Bjarki fá að stýra Skagamönnum gegn FH Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir munu stýra liði Skagamanna gegn FH á sunnudagskvöld. Þeir fá hinsvegar ekki að leika í leiknum. Þetta kemur fram á vefsíðunni Fótbolti.net. Íslenski boltinn 24. júlí 2008 12:04
Fleiri mörk skoruð Það sem af er móti í Landsbankadeild karla hafa leikmenn reimað vel á sig skotskóna en að meðaltali hafa verið skoruð 3,06 mörk að meðaltali í leikjunum 72 í sumar. Íslenski boltinn 24. júlí 2008 11:09
Valsmenn úr leik í Evrópukeppninni Valur tapaði í kvöld 1-0 fyrir liði Bate frá Hvíta-Rússlandi í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og er því úr leik í keppninni. Valsmenn töpuðu fyrri leiknum ytra 2-0. Íslenski boltinn 23. júlí 2008 22:15
Valsmenn undir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í síðari viðureign Vals og BATE frá Hvíta-Rússlandi í forkeppni Meistaradeildarinnar. Útlitið er heldur slæmt hjá Íslandsmeisturunum, því þeir eru undir 1-0 eftir að hafa fengið á sig mark á fyrstu augnablikum hálfleiksins. Gestirnir leiða því samanlagt 3-0 eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum ytra. Íslenski boltinn 23. júlí 2008 20:03
Hermann Geir frá HK til Ólafsvíkinga Hermann Geir Þórsson hefur yfirgefið herbúðir HK. Hann er kominn aftur í Víking Ólafsvík sem leikur í 1. deildinni. Hermann Geir er uppalinn hjá Víkingum en hefur undanfarin þrjú ár leikið með HK. Íslenski boltinn 23. júlí 2008 14:06
Keflavík þarf ekki að greiða fyrir Jóhann Fram kemur í Gautaborgarpóstinum að Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður GAIS, muni fara frítt til Keflavíkur. Gengið verður frá félagaskiptum hans á næstu dögum. Íslenski boltinn 23. júlí 2008 13:31
Bjarnólfur aftur í ÍBV Miðjumaðurinn Bjarnólfur Lárusson er genginn í raðir ÍBV á ný. Bjarnólfur tók sér hvíld frá fótbolta eftir að hafa verið tilkynnt síðasta vetur af Loga Ólafssyni, þjálfara KR, að hann væri ekki í áætlunum félagsins. Íslenski boltinn 23. júlí 2008 11:13
Atli fylgir föður sínum frá ÍA Varnarmaðurinn Atli Guðjónsson óskaði eftir því í gær við stjórn knattspyrnufélags ÍA að verða leystur undan samningi við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍA. Íslenski boltinn 23. júlí 2008 10:19
Toppliðin unnu sína leiki Ellefta umferð í Landsbankadeild kvenna var leikin í kvöld. Valur hefur enn þriggja stiga forystu á KR en Valsstúlkur unnu 4-1 útisigur gegn HK/Víkingi í kvöld. Íslenski boltinn 22. júlí 2008 21:20
Hjörtur fékk tveggja leikja bann Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman í dag eins og alla þriðjudaga. Tveir leikmenn í Landsbankadeild karla voru dæmdir í leikbann. Íslenski boltinn 22. júlí 2008 19:58
Þorvaldur: Almarr er framtíðarmaður Almarr Ormarsson, tvítugur leikmaður að norðan, er genginn í raðir Fram í Landsbankadeildinni. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, þekkir Almarr vel enda er hann bróðursonur hans. Íslenski boltinn 22. júlí 2008 13:15
Þórarinn skoraði besta markið í elleftu umferð Vísir stendur ávallt fyrir kosningu þar sem kosið er á milli fimm marka um besta mark síðustu umferðar í Landsbankadeild karla. Íslenski boltinn 22. júlí 2008 12:42
Jafntefli hjá KA og Víkingi 13. umferð 1. deildar karla hófst í kvöld með leik KA og Víkings R. á Akureyrarvelli. Leikurinn endaði með jafntefli 1-1. Íslenski boltinn 21. júlí 2008 22:39
Fyrsti heimasigur Grindvíkinga kom gegn KR Grindavík náði í sinn fyrsta heimasigur í kvöld þegar liðið lagði KR að velli 2-1. Scott Ramsey skoraði sigurmarkið úr aukaspyrnu á 50. mínútu leiksins. Íslenski boltinn 21. júlí 2008 21:59
Þróttur vann Fjölni í sjö marka leik Þróttarar unnu góðan 4-3 útisigur á Fjölni í nýliðaslag í kvöld. Sigmundur Kristjánsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Íslenski boltinn 21. júlí 2008 21:48
Fram vann Fylki aftur 3-0 Framarar unnu Fylkismenn með þremur mörkum gegn engu í Landsbankadeild karla í kvöld. Joseph Tillen skoraði tvö af mörkunum en hitt gerði Hjálmar Þórarinsson. Íslenski boltinn 21. júlí 2008 21:42
Boltavaktin: Þrír leikir í kvöld Þrír leikir eru í Landsbankadeild karla í kvöld en að vanda er fylgst grannt með gangi mála á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Íslenski boltinn 21. júlí 2008 18:00
Arnar og Bjarki búnir að skrifa undir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru orðnir þjálfarar ÍA en þeir skrifuðu undir samninga þess efnis nú síðdegis. Þeir taka við af Guðjóni Þórðarsyni sem var rekinn eftir tap gegn Breiðabliki í gær. Íslenski boltinn 21. júlí 2008 17:19
Eiður heldur möguleikunum opnum Framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen er enn í óvissu. Hann hefur verið orðaður við mörg lið í sumar eftir að hafa gengið illa að vinna sér inn sæti í sterku liði Barcelona. Íslenski boltinn 21. júlí 2008 16:13
Félög hafa sýnt Bjarna áhuga Gísli Gíslason, formaður meistaraflokksráðs ÍA, staðfesti í samtali við Vísi að félög í Landsbankadeildinni hefðu sýnt áhuga á Bjarna Guðjónssyni. Hann vildi þó ekki gefa upp hvaða félög það væru. Íslenski boltinn 21. júlí 2008 14:45
Heimir Snær í viðræðum við Fjölni Miðjumaðurinn Heimir Snær Guðmundsson á í viðræðum við Fjölni og Víking Reykjavík. Þetta staðfesti Pétur Stephensen, framkvæmdastjóri FH, í samtali við Vísi. Íslenski boltinn 21. júlí 2008 14:01
Arnar og Bjarki ekki með ÍA í næsta leik Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru að taka við ÍA eins og fram hefur komið. Það er þó ljóst að þeir munu hvorki stýra né leika með liðinu í næsta leik sem er gegn FH, liðinu sem þeir eru að yfirgefa. Íslenski boltinn 21. júlí 2008 13:26
Guðjón: Kom mér ekki á óvart Guðjón Þórðarson sagði í viðtali í hádegisfréttum á Stöð 2 að sú ákvörðun stjórnar ÍA að rifta samningi hans hafi ekki komið honum á óvart. Íslenski boltinn 21. júlí 2008 12:17