Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Haukar komnir á Laugardalsvöll

Átta liða úrslit VISA-bikars karla fara fram í kvöld. Tvö lið úr 1. deild eiga möguleika á því að komast í undanúrslit keppninnar. Haukar taka á móti Fylki og þá heimsækir Víkingur Reykjavík lið Fjölnis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ræðst í dag hvort Bjarni fari í Val

„Á einn eða annan hátt mun þetta skýrast í dag," sagði Bjarni Guðjónsson, leikmaður ÍA, þegar Vísir náði tali af honum fyrir skömmu. Bjarni er sterklega orðaður við Valsmenn sem vilja ólmir fá hann í sínar raðir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Viðræður um Bjarna standa yfir

Valsmenn ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að klófesta Bjarna Guðjónsson frá ÍA. Þetta sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals, í viðtali í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fleiri mörk skoruð

Það sem af er móti í Landsbankadeild karla hafa leikmenn reimað vel á sig skotskóna en að meðaltali hafa verið skoruð 3,06 mörk að meðaltali í leikjunum 72 í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valsmenn úr leik í Evrópukeppninni

Valur tapaði í kvöld 1-0 fyrir liði Bate frá Hvíta-Rússlandi í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og er því úr leik í keppninni. Valsmenn töpuðu fyrri leiknum ytra 2-0.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valsmenn undir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í síðari viðureign Vals og BATE frá Hvíta-Rússlandi í forkeppni Meistaradeildarinnar. Útlitið er heldur slæmt hjá Íslandsmeisturunum, því þeir eru undir 1-0 eftir að hafa fengið á sig mark á fyrstu augnablikum hálfleiksins. Gestirnir leiða því samanlagt 3-0 eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum ytra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hermann Geir frá HK til Ólafsvíkinga

Hermann Geir Þórsson hefur yfirgefið herbúðir HK. Hann er kominn aftur í Víking Ólafsvík sem leikur í 1. deildinni. Hermann Geir er uppalinn hjá Víkingum en hefur undanfarin þrjú ár leikið með HK.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarnólfur aftur í ÍBV

Miðjumaðurinn Bjarnólfur Lárusson er genginn í raðir ÍBV á ný. Bjarnólfur tók sér hvíld frá fótbolta eftir að hafa verið tilkynnt síðasta vetur af Loga Ólafssyni, þjálfara KR, að hann væri ekki í áætlunum félagsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Toppliðin unnu sína leiki

Ellefta umferð í Landsbankadeild kvenna var leikin í kvöld. Valur hefur enn þriggja stiga forystu á KR en Valsstúlkur unnu 4-1 útisigur gegn HK/Víkingi í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fram vann Fylki aftur 3-0

Framarar unnu Fylkismenn með þremur mörkum gegn engu í Landsbankadeild karla í kvöld. Joseph Tillen skoraði tvö af mörkunum en hitt gerði Hjálmar Þórarinsson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnar og Bjarki búnir að skrifa undir

Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru orðnir þjálfarar ÍA en þeir skrifuðu undir samninga þess efnis nú síðdegis. Þeir taka við af Guðjóni Þórðarsyni sem var rekinn eftir tap gegn Breiðabliki í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Félög hafa sýnt Bjarna áhuga

Gísli Gíslason, formaður meistaraflokksráðs ÍA, staðfesti í samtali við Vísi að félög í Landsbankadeildinni hefðu sýnt áhuga á Bjarna Guðjónssyni. Hann vildi þó ekki gefa upp hvaða félög það væru.

Íslenski boltinn