Eto'o stefnir á að vinna Meistaradeildina með Inter Framherjinn Samuel Eto'o er stórhuga fyrir fyrirhuguð félagsskipti sín frá Barcelona til Inter en búist er við því að Kamerúnmaðurinn skrifi undir samning við Ítalíumeistarana á næsta sólarhring. Íslenski boltinn 27. júlí 2009 16:15
Hafþór Ægir: Tapa sjaldan fyrir KR Hafþór Ægir Vilhjálmsson leikur í kvöld sinn fyrsta leik í búningi Þróttar þegar liðið tekur á móti KR í Pepsi-deildinni. Hafþór er lánaður frá Val út tímabilið og mætti hann á sína fyrstu æfingu hjá félaginu í gær. Íslenski boltinn 27. júlí 2009 15:45
Mæta sigurreifir á Þjóðhátíð í aðeins annað skiptið á níu árum Leikmenn karlaliðs ÍBV munu örugglega mæta í stuði á Þjóðhátið í Eyjum þetta árið eftir tvo sigra liðsins í síðustu tveimur leikjum. ÍBV vann 1-0 sigur á Stjörnunni í gær og hafði unnið dramatískan 4-3 sigur á Blikum fjórum dögum fyrr. Það er langt frá því að gerast á hverju sumri að knattspyrnumenn í Eyjum vinni síðasta leik fyrir Verslunarmannahelgi. Íslenski boltinn 27. júlí 2009 15:15
Óli Stefán: Þeir munu láta mig finna fyrir því í kvöld Vísir truflaði Óla Stefán Flóventsson, leikmann Grindavíkur, meðan hann var að glamra á gítar yfir laginu Wish you where here með Pink Floyd. Það er stórleikur hjá Grindavík í kvöld þegar Fjölnir kemur í heimsókn í sannkölluðum sex stiga leik. Íslenski boltinn 27. júlí 2009 13:15
Soffía kemur inn í EM-hópinn fyrir Hörpu Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur gert eina breytingu á undirbúningshópi sínum fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í Finnlandi síðar í sumar. Íslenski boltinn 27. júlí 2009 11:30
Heimir Hallgríms: Framfarir á liðinu Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var sáttur við sína menn í leikslok. „Það hefur verið mikill stígandi í þessu hjá okkur, fimm leikir án þess að tapa, fyrsti leikurinn sem við fáum ekki á okkur mark og mér finnst sjáanlegar framfarir á liðinu.” Íslenski boltinn 26. júlí 2009 22:46
Bjarni: Var grimm ákvörðun Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir leikinn í kvöld. „Þessi leikur fauk bara burt, það eina sem skilur þessi tvö lið að er þetta eina mark. Við hefðum nú alveg getað jafnað og kannski komist yfir í leiknum en stangirnar voru Eyjamönnum hliðhollar í kvöld.” Íslenski boltinn 26. júlí 2009 22:43
Heimir Guðjónsson: Sýndum fádæma kæruleysi Heimir Guðjónsson þjálfari FH var jafn ósáttur við leik FH í lok fyrri hálfleiks og upphafi þessi síðari gegn Breiðablik í kvöld og hann var ánægður með fyrsta hálftímann og sigurinn í leiknum. Íslenski boltinn 26. júlí 2009 22:40
Ólafur Kristjánsson: Lítil uppskera Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks neitaði því ekki að fallbarátta blasi við Blikum fari liðið ekki að safna stigum hið snarasta. Íslenski boltinn 26. júlí 2009 22:28
Umfjöllun: Eyjamenn lönduðu sigri á Stjörnunni Það var leiðindaveður í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tók á móti Stjörnunni í miklum baráttuleik sem endaði með 1-0 sigri Eyjamanna. Aðstæður voru afar leiðinlegar í kvöld en hávaðarok stóð á annað markið svo ekki var við neinum sambabolta að búast. Íslenski boltinn 26. júlí 2009 22:05
Valur og Breiðablik í úrslitaleik VISA-bikars kvenna Valur og Breiðablik tryggðu sér í dag sæti í bikarúrslitaleik VISA-bikars kvenna eftir sigra á heimavelli í undanúrslitaleikjunum. Íslenski boltinn 26. júlí 2009 21:26
Umfjöllun: FH-ingar unnu sinn tólfta sigur í sumar - með 13 stiga forskot FH-ingar náðu þrettán stiga forskoti í Pepsi-deild karla eftir 2-1 sigur á Breiðabliki í kvöld. Tryggvi Guðmundsson tryggði FH sigurinn með hægri fæti. Íslenski boltinn 26. júlí 2009 19:00
Andri tryggði ÍBV sigur í síðasta leik fyrir Þjóðhátíð Andri Ólafsson, fyrirliði Eyjamanna, tryggði ÍBV sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið vann 1-0 sigur á Stjörnunni í uppgjöri nýliðanna á Hásteinsvellinum í Eyjum. Heimamenn mæta því brosandi á Þjóðhátíð í ár. Íslenski boltinn 26. júlí 2009 18:15
Hafþór Ægir lánaður í Þrótt Hafþór Ægir Vilhjálmsson er kominn til Þróttar á láni frá Val út tímabilið. Hafþór Ægir er uppalinn hjá ÍA en hann gekk í raðir Vals eftir tímabilið 2006. Íslenski boltinn 26. júlí 2009 15:05
Dennis Siim í hóp hjá FH í kvöld Tveir leikir eru í Pepsi-deild karla í kvöld. ÍBV og Stjarnan eigast við í nýliðaslag klukkan 19:15 og FH tekur á móti Breiðabliki klukkan 20 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 26. júlí 2009 09:00
Halldór Orri: Væri fínt að spila við Þrótt í hverri viku „Við vorum orðnir ansi æstir í að ná þremur stigum eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð gegn liðum í neðri helmingnum. Þetta var kærkominn sigur,“ segir Halldór Orri Björnsson sem átti frábæran leik fyrir Stjörnuna þegar liðið burstaði Þrótt 5-1 á fimmtudag. Hann er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu. Íslenski boltinn 25. júlí 2009 10:00
Verður vítakeppni á Valsvellinum? Undanúrslit VISA-bikars kvenna fara fram á morgun, Valur og Stjarnan spila á Vodafonevellinum og Breiðablik og Fylkir á Kópavogsvelli. Fréttablaðið fékk þjálfarana Dragan Stojanovic hjá Þór/KA og Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur hjá Aftureldingu/Fjölni til þess að spá í spilin. Íslenski boltinn 25. júlí 2009 09:00
Forskot Selfyssinga minnkaði bara um eitt stig Selfoss er með sex stiga forskot í 1. deild karla eftir að þrettándu umferðinni lauk í kvöld með þremur leikjum. Baráttan um annað sætið jafnaðist enn meira í kvöld. Íslenski boltinn 24. júlí 2009 22:00
KR-konur skoruðu sjö mörk í Keflavík í kvöld KR-konur fóru á kostum og skoruðu sjö mörk í Keflavík í síðasta leik 12. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. KR-liðið komst þar með upp í 7. sæti deildarinnar en Keflavík er áfram á botninum. Íslenski boltinn 24. júlí 2009 21:02
Garner skoraði þriðja mark ÍBV en ekki Gústi Eyjamenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Breiðabliki í Pepsi-deildinni í gær. Augustine Nsumba skoraði sigurmark ÍBV sem vann 4-3 útisigur. Flestir fjölmiðlar skráðu jöfnunarmark Eyjamanna einnig á Nsumba. Íslenski boltinn 24. júlí 2009 12:30
Hólmar Örn: Það er mjög þægilegt að koma aftur í þetta lið Keflvíkingar eru til alls líklegir í Pepsi-deildinni eftir 1-0 sigur á Fylki í Keflavík. Heimavöllur liðsins hefur þegar skilað 19 stigum í hús og í gær hélt liðið hreinu í fyrsta sinn í langan tíma. Íslenski boltinn 24. júlí 2009 08:00
Jónas Guðni: Yndislegt að skilja við KR með þessum hætti KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og nældu í 1-1 jafntefli gegn Larissa í Grikklandi í gær og unnu einvígið samanlagt 3-1. KR-ingar mæta Basel frá Sviss í næstu umferð Evrópudeildar UEFA. Íslenski boltinn 24. júlí 2009 07:30
Heimir: Þetta var svolítill tilfinningasveiflu leikur Þjálfarinn Heimir Hallgrímsson hjá ÍBV var eðlilega í skýjunum með dramatískan sigur sinna manna í sannkölluðum rússíbanaleik gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. Íslenski boltinn 23. júlí 2009 23:30
Bjarni Jóhannsson: Vorum grimmari Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar leiðist væntanlega ekki að leika gegn Þrótti. 6-0 sigur fyrr á leiktíðinni og 5-1 í kvöld gefur til kynna að Þróttur henti Stjörnunni vel. Íslenski boltinn 23. júlí 2009 22:23
Gunnar Oddsson: Henta okkur illa Gunnar Oddsson þjálfari Þróttar var að vonum sár og svekktur eftir aðra flengingu tímabilsins gegn Stjörnunni. Íslenski boltinn 23. júlí 2009 22:13
Alen Sutej: Mjög mikilvægt fyrir okkur að halda hreinu Alen Sutej átti fína leik í miðri Keflavíkurvörninni sem hélt hreinu í fyrsta sinn í langan tíma í 1-0 sigri á Fylki í Keflavík í Pepsi-deildinni í kvöld. Alen var líka sáttur í leikslok. Íslenski boltinn 23. júlí 2009 22:02
Guðmundur Steinarsson: Þessir 1-0 sigrar telja oft svo rosalega mikið Guðmundur Steinarsson lék sinn fyrsta leik með Keflavík á tímabilinu eftir að hafa verið í herbúðum Vaduz frá Liechtenstein í hálft ár. Guðmundur var mjög ógnandi í fyrri háfleik og lagði síðan upp sigurmarkið í seinni hálfleik í 1-0 heimasigri Keflavíkur á Fylki. Íslenski boltinn 23. júlí 2009 21:52
Valur Fannar: Það var ekki nógu mikill kraftur í okkur „Við vildum að sjálfsögðu fá fleiri stig út úr þessum leik en við sýndum ekki að við ættum það skilið. Við vorum aðeins á hælunum í öllum leiknum fyrir utan síðustu tíu mínúturnar þegar við vorum komnir upp við vegg og gáfum allt í þetta," sagði Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis eftir 1-0 tap Árbæjarliðsins í Keflavík í kvöld. Íslenski boltinn 23. júlí 2009 21:40
Þorvaldur: Við vorum líklega ekki að fara að vinna Evróputitil Þorvaldur Örlygsson þjálfari Framara var ekki ánægður eftir að lið hans féll úr Evrópudeildinni í kvöld, eftir tap gegn tékkneska liðinu SK Sigma. Íslenski boltinn 23. júlí 2009 21:39
Ásmundur: Líklega okkar besti leikur í sumar Ásmundur Arnarson segir að leikur sinna manna í Fjölni gegn Val í kvöld hafi verið frábær. Íslenski boltinn 23. júlí 2009 21:31