Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Hafþór Ægir: Tapa sjaldan fyrir KR

Hafþór Ægir Vilhjálmsson leikur í kvöld sinn fyrsta leik í búningi Þróttar þegar liðið tekur á móti KR í Pepsi-deildinni. Hafþór er lánaður frá Val út tímabilið og mætti hann á sína fyrstu æfingu hjá félaginu í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mæta sigurreifir á Þjóðhátíð í aðeins annað skiptið á níu árum

Leikmenn karlaliðs ÍBV munu örugglega mæta í stuði á Þjóðhátið í Eyjum þetta árið eftir tvo sigra liðsins í síðustu tveimur leikjum. ÍBV vann 1-0 sigur á Stjörnunni í gær og hafði unnið dramatískan 4-3 sigur á Blikum fjórum dögum fyrr. Það er langt frá því að gerast á hverju sumri að knattspyrnumenn í Eyjum vinni síðasta leik fyrir Verslunarmannahelgi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir Hallgríms: Framfarir á liðinu

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var sáttur við sína menn í leikslok. „Það hefur verið mikill stígandi í þessu hjá okkur, fimm leikir án þess að tapa, fyrsti leikurinn sem við fáum ekki á okkur mark og mér finnst sjáanlegar framfarir á liðinu.”

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni: Var grimm ákvörðun

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir leikinn í kvöld. „Þessi leikur fauk bara burt, það eina sem skilur þessi tvö lið að er þetta eina mark. Við hefðum nú alveg getað jafnað og kannski komist yfir í leiknum en stangirnar voru Eyjamönnum hliðhollar í kvöld.”

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Eyjamenn lönduðu sigri á Stjörnunni

Það var leiðindaveður í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tók á móti Stjörnunni í miklum baráttuleik sem endaði með 1-0 sigri Eyjamanna. Aðstæður voru afar leiðinlegar í kvöld en hávaðarok stóð á annað markið svo ekki var við neinum sambabolta að búast.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Halldór Orri: Væri fínt að spila við Þrótt í hverri viku

„Við vorum orðnir ansi æstir í að ná þremur stigum eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð gegn liðum í neðri helmingnum. Þetta var kærkominn sigur,“ segir Halldór Orri Björnsson sem átti frábæran leik fyrir Stjörnuna þegar liðið burstaði Þrótt 5-1 á fimmtudag. Hann er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Verður vítakeppni á Valsvellinum?

Undanúrslit VISA-bikars kvenna fara fram á morgun, Valur og Stjarnan spila á Vodafonevellinum og Breiðablik og Fylkir á Kópavogsvelli. Fréttablaðið fékk þjálfarana Dragan Stojanovic hjá Þór/KA og Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur hjá Aftureldingu/Fjölni til þess að spá í spilin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni Jóhannsson: Vorum grimmari

Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar leiðist væntanlega ekki að leika gegn Þrótti. 6-0 sigur fyrr á leiktíðinni og 5-1 í kvöld gefur til kynna að Þróttur henti Stjörnunni vel.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur Fannar: Það var ekki nógu mikill kraftur í okkur

„Við vildum að sjálfsögðu fá fleiri stig út úr þessum leik en við sýndum ekki að við ættum það skilið. Við vorum aðeins á hælunum í öllum leiknum fyrir utan síðustu tíu mínúturnar þegar við vorum komnir upp við vegg og gáfum allt í þetta," sagði Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis eftir 1-0 tap Árbæjarliðsins í Keflavík í kvöld.

Íslenski boltinn