Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Jafntefli hjá Þór/KA og Stjörnunni á Akureyri

Þór/KA og Stjarnan mættust í sannkölluðum toppslag í Pepsi-deild kvenna á Akureyri í kvöld en niðurstaðan var 1-1 jafntefli. Rakel Hönnudóttir kom Þór/KA yfir snemma leiks en Inga Birna Friðjónsdóttir jafnaði fyrir Stjörnuna þegar um tíu mínútur lifðu leiks og þar við sat.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mikilvægur leikur á Akureyri

Í kvöld fer fram heil umferð í Pepsi-deild kvenna og ríkir hörkuspenna á toppi deildarinnar. Þrjú lið – Valur, Breiðablik og Stjarnan – eru efst og jöfn á toppnum og Þór/KA er ekki nema þremur stigum á eftir þeim.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Blikasigur gegn slökum Keflvíkingum

Breiðablik vann verðskuldaðan 3-0 sigur á Keflvíkingum suður með sjó í kvöld. Þeir þoka sér því aðeins lengra frá fallsætunum og hafa nú unnið tvo leiki í röð. Keflvíkingar töpuðu hins vegar sínum öðrum leik í röð og falla niður í 5.sætið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gillzenegger birtir yfirlýsingu frá Prince Rajcomar

Gillzenegger hefur birt opinbera yfirlýsingu frá knattspyrnumanninum Prince Rajcomar á heimasíðu sinni, gillz.is. Þar segir Prince Rajcomar frá háttum sínum um Verslunarmannahelgina þar sem hann var sagður hafa sést á Þjóðhátíð í Eyjum á sunnudeginum þegar hann átti að vera út í London á reynslu hjá enska félaginu MK Dons.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lifir FH-grýla KR-inga ennþá góðu lífi? - kemur í ljós í kvöld

KR-ingar heimsækja topplið FH-inga í stórleik 16. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. FH-ingar eru með þrettán stiga forskot á KR og geta nánast endanlega gert út um Íslandsmótið með sigri í leiknum í kvöld. Til að koma í veg fyrir það þurfa KR-ingar að gera það sem þeim hefur ekki tekist í sex ár - að vinna FH.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR-ingar undirbjuggu sig fyrir FH-leikinn út í Sviss

Það er nóg af leikjum hjá KR-ingum þessa daganna, þeir mættu Basel í Evrópudeildinni út í Sviss á fimmtudagskvöldið og mæta síðan toppliði FH í Pepsi-deildinni á morgun í Kaplakrika. Leikurinn á móti FH verður sextándi leikur KR-liðsins á átta vikum og til þess að létta á ferðaálaginu ákvaðu forráðamenn KR að undirbúa liðið fyrir Íslandsmeistarana út í Sviss.

Íslenski boltinn