Jafntefli hjá Þór/KA og Stjörnunni á Akureyri Þór/KA og Stjarnan mættust í sannkölluðum toppslag í Pepsi-deild kvenna á Akureyri í kvöld en niðurstaðan var 1-1 jafntefli. Rakel Hönnudóttir kom Þór/KA yfir snemma leiks en Inga Birna Friðjónsdóttir jafnaði fyrir Stjörnuna þegar um tíu mínútur lifðu leiks og þar við sat. Íslenski boltinn 11. ágúst 2009 20:30
Valsstúlkur halda toppsætinu þegar deildin fer í frí Íslandsmeistarar Vals unnu 2-0 sigur gegn Fylki í Pepsi-deildinni á Vodafonevellinum í kvöld en staðan í hálfleik var 2-0. Sigur Vals var í raun aldrei í hættu þó svo að liðið hafi ef til vill ekki verið að spila sinn besta leik í sumar. Íslenski boltinn 11. ágúst 2009 19:58
Mikilvægur leikur á Akureyri Í kvöld fer fram heil umferð í Pepsi-deild kvenna og ríkir hörkuspenna á toppi deildarinnar. Þrjú lið – Valur, Breiðablik og Stjarnan – eru efst og jöfn á toppnum og Þór/KA er ekki nema þremur stigum á eftir þeim. Íslenski boltinn 11. ágúst 2009 08:30
Ólafur hljóp hálfmaraþon eftir sigurinn í Keflavík Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, gerði sér lítið fyrir og hljóp heim í Kópavoginn eftir að hans menn unnu 3-0 sigur á Keflavík á útivelli í Pepsi-deildinni í gær. Íslenski boltinn 10. ágúst 2009 12:01
Sindri Snær: Ég gerði stór mistök og tek þetta á mig Sindri Snær Jensson, markvörður Þróttar, var hreinskilinn um sín mistök eftir 1-5 tap á móti Grindavík á Valbjarnavelli í gærkvöldi. Sindri Snær fékk á sig skrítið mark í upphafi leiks. Íslenski boltinn 10. ágúst 2009 08:00
Þorsteinn: Þriðja markið tók allan kraft úr okkur Þorsteinn Halldórsson þjálfari Þróttar var skiljanlega niðurlútur eftir 1-5 tap á móti Grindavík í kvöld. Íslenski boltinn 9. ágúst 2009 22:50
Umfjöllun: Baráttusigur Fylkis í slag spútnikliðanna Fylkir vann góðan 2-1 sigur gegn nýliðum Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í Árbænum í kvöld en staðan var 1-1 í hálfleik. Sigurmark Fylkis kom úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Íslenski boltinn 9. ágúst 2009 22:45
Orri Freyr: Erum með menn eins og Scott Ramsay sem geta klárað leikina Það var sigurreifur Orri Hjaltalín sem ræddi við við Vísi.is eftir 5-1 sigur á Þrótti á Valbjarnarvelli í kvöld en fyrirliði Grindavíkur viðurkenndi þó að leikurinn hefði ekki verið auðveldur. Íslenski boltinn 9. ágúst 2009 22:40
Lúkas Kostic: Ætluðum að liggja til baka og sækja hratt Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur var skiljanlega sáttur með sitt lið eftir 5-1 sigur á Þrótturum í kvöld. Íslenski boltinn 9. ágúst 2009 22:37
Heimir: Þetta setur okkur auðvitað í þægilega stöðu Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV var sáttur með stigin í leikslok eftir 3-1 sigur á Fjölni í Eyjum en hann var þó ekki ánægður með spilamennsku liðsins. Íslenski boltinn 9. ágúst 2009 22:31
Ásmundur: Búnir að gera okkur mjög erfitt fyrir Ásmundur Arnarson þjálfari Fjölnis var afar vonsvkinn í leikslok eftir 1-3 tap Fjölnismanna í Eyjum. Íslenski boltinn 9. ágúst 2009 22:26
Bjarni: Svona er fótboltinn stundum „Þetta datt þeirra megin og svona er fótboltinn stundum. Þeir fá vítaspyrnudóm sem við hefðum átt að fá stuttu áður en fengum ekki og það skilur á milli í kvöld. Íslenski boltinn 9. ágúst 2009 22:07
Grétar Sigfinnur: Allir eru með verkefnið á hreinu „Það eru fimmtán ár síðan við tókum þá síðast hérna svo þetta var kærkomið," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrirliði KR, eftir magnaðan 4-2 útisigur liðsins á FH í kvöld. Íslenski boltinn 9. ágúst 2009 22:06
Ólafur: Ekkert skemmtilegra en að spila fótbolta á blautu grasi „Þetta voru gríðarlega mikilvæg stig. Þetta var ekkert fallegasti fótboltaleikur sem maður hefur séð en þetta eru tvö lið sem eru í baráttunni í efri hlutanum og eru að leggja mikið á sig og það skein í gegn í þessum leik. Íslenski boltinn 9. ágúst 2009 22:04
Halldór Hermann: Stefnan alltaf verið á Evrópusæti Halldór Hermann Jónsson átti mjög góðan leik fyrir Fram gegn Val í kvöld og var hæstánægður með sigurinn. Íslenski boltinn 9. ágúst 2009 21:57
Atli Eðvaldsson: Stutt í fallbaráttuna Það var ekki upplitsdjarfur Atli Eðvaldsson sem gekk í átt til búningsherbergja áður en hann gaf Vísi viðtal eftir ósigurinn gegn Fram í kvöld. Íslenski boltinn 9. ágúst 2009 21:48
Tryggvi: Þeir voru ákveðnari í að ná sigri Íslandsmeistarar FH töpuðu sínum fyrsta heimaleik í Pepsi-deildinni á tímabilinu þegar þeir biðu lægri hlut fyrir KR-ingum í mögnuðum fótboltaleik í kvöld. Íslenski boltinn 9. ágúst 2009 21:48
Ólafur: Nú henda þeir mér út hjá Kúagerði og ég hleyp heim í Kópavog Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var mjög ánægður með stigin þrjú sem lærisveinar hans tóku með sér frá Keflavík í kvöld. Blikar eru því komnir í ágæta fjarlægð frá fallsætunum eftir tvo sigurleiki í röð. Íslenski boltinn 9. ágúst 2009 21:42
Kristján: Þegar eitthvað er bilað þarf að gera við Keflvíkingar töpuðu sínum öðrum leik í röð í Pepsi-deildinni þegar þeir biðu 3-0 ósigur gegn Breiðablik á heimavelli sínum í Keflavík. Keflvíkingar hafa þar með fengið á sig 8 mörk í tveimur leikjum og það án þess að skora. Íslenski boltinn 9. ágúst 2009 21:24
Umfjöllun: Skemmtanagildið í hámarki þegar KR vann FH KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu 4-2 útisigur á Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í kvöld. Þessi toppslagur deildarinnar var hreint mögnuð skemmtun frá upphafi til enda. Íslenski boltinn 9. ágúst 2009 18:15
Umfjöllun: Fram vann Reykjavíkurslaginn Fram lagði Val, 2-1, á útivelli í kvöld og lyfti sér þar með upp fyrir nágrana sína í höfuðborginni. Íslenski boltinn 9. ágúst 2009 18:15
Umfjöllun: Þriðji sigur Eyjamanna í röð í Pepsi-deildinni Vestmannaeyjar skörtuðu sínu fegursta þegar Eyjamenn tóku á móti Fjölni í afar mikilvægum botnslag í kvöld. Leikurinn var ekki ýkja fallegur en endaði 3-1 fyrir ÍBV. Íslenski boltinn 9. ágúst 2009 18:00
Umfjöllun: Blikasigur gegn slökum Keflvíkingum Breiðablik vann verðskuldaðan 3-0 sigur á Keflvíkingum suður með sjó í kvöld. Þeir þoka sér því aðeins lengra frá fallsætunum og hafa nú unnið tvo leiki í röð. Keflvíkingar töpuðu hins vegar sínum öðrum leik í röð og falla niður í 5.sætið. Íslenski boltinn 9. ágúst 2009 18:00
Umfjöllun: Grindvíkingar völtuðu yfir bitlausa Þróttara Grindvíkingar unnu 5-1 stórsigur á Þrótti á Valbjarnarvellinum í kvöld. Þetta er annar heimaleikurinn í röð sem tapast svona illa á heimavelli en alls hefur botnlið Pepsi-deildarinnar tapað þremur af síðustu fjórum leikjum með markatölunni 1-5. Íslenski boltinn 9. ágúst 2009 18:00
Gillzenegger birtir yfirlýsingu frá Prince Rajcomar Gillzenegger hefur birt opinbera yfirlýsingu frá knattspyrnumanninum Prince Rajcomar á heimasíðu sinni, gillz.is. Þar segir Prince Rajcomar frá háttum sínum um Verslunarmannahelgina þar sem hann var sagður hafa sést á Þjóðhátíð í Eyjum á sunnudeginum þegar hann átti að vera út í London á reynslu hjá enska félaginu MK Dons. Íslenski boltinn 9. ágúst 2009 17:29
Lifir FH-grýla KR-inga ennþá góðu lífi? - kemur í ljós í kvöld KR-ingar heimsækja topplið FH-inga í stórleik 16. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. FH-ingar eru með þrettán stiga forskot á KR og geta nánast endanlega gert út um Íslandsmótið með sigri í leiknum í kvöld. Til að koma í veg fyrir það þurfa KR-ingar að gera það sem þeim hefur ekki tekist í sex ár - að vinna FH. Íslenski boltinn 9. ágúst 2009 16:30
KR vann 6-0 sigur á FH í uppgjöri efstu liðanna í 2. flokki Tvö efstu lið Pepsi-deildar karla, FH og KR, mætast í kvöld á heimavelli FH-inga í Kaplakrika. 2. flokkar liðanna mættust á föstudagskvöldið og það er vonandi að leikur kvöldsins verði jafnari en sá leikur þar sem KR vann 6-0. Þetta kemur fram á heimasíðu KR-inga. Íslenski boltinn 9. ágúst 2009 14:00
Haukarnir aftur í 2. sætið og minnkuðu forskot Selfoss í fjögur stig Haukar endurheimtu annað sætið í 1. deild karla í fótbolta með 3-1 sigri á Ólafsvíkur-Víkingum á Ásvöllum í dag. Íslenski boltinn 8. ágúst 2009 16:45
KR-ingar undirbjuggu sig fyrir FH-leikinn út í Sviss Það er nóg af leikjum hjá KR-ingum þessa daganna, þeir mættu Basel í Evrópudeildinni út í Sviss á fimmtudagskvöldið og mæta síðan toppliði FH í Pepsi-deildinni á morgun í Kaplakrika. Leikurinn á móti FH verður sextándi leikur KR-liðsins á átta vikum og til þess að létta á ferðaálaginu ákvaðu forráðamenn KR að undirbúa liðið fyrir Íslandsmeistarana út í Sviss. Íslenski boltinn 8. ágúst 2009 12:45
Freyr: Pottþétt lélegasti fyrri hálfleikur okkar í sumar „Þessi leikur var mikil vonbrigði. Ég er mjög svekktur með hvernig stelpurnar mættu til leiks gegn góðu liði Þórs/KA og þetta var pottþétt lélegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð mitt lið spila í sumar. Íslenski boltinn 7. ágúst 2009 22:48