Umfjöllun: Andleysi KR algjört er Selfoss vann frábæran sigur Það voru Selfyssingar sem fóru heim með öll stigin í Frostaskjólinu í kvöld eftir mjög óvæntan sigur á KR, 1-2. Það ljóst frá fyrstu mínútu hvort liðið vildi sigurinn meira og mikil ákveðni skein úr andlitum Selfyssinga. Íslenski boltinn 16. maí 2010 18:15
Umfjöllun: FH vann rislítinn Hafnarfjarðarslag FH vann sigur a Haukum, 0-1, er liðin mættust á Vodafonevellinum í 2. umferð Pepsi-deildar karla. Þetta var heimaleikur Hauka eins furðulega og það nú hljómar. Íslenski boltinn 16. maí 2010 16:32
Haukamenn "skjóta" aðeins á markaskorara sína á móti KR Haukar náðu 2-2 jafntefli á móti Íslandsmeistaraefnunum KR í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla þökk sé mörkum frá Úlfari Hrafni Pálssyni og Pétri Sæmundssyni. Þeir voru báðir að skora í sínum fyrsta leik í efstu deild. Þeir Úlfar og Pétur fá skemmtileg skot í viðtölum á heimasíðu Hauka fyrir stórleikinn á móti FH á Vodafonevellinum í kvöld. Íslenski boltinn 16. maí 2010 12:00
Eitt mark hefur ráðið úrslitum í 10 af fyrstu 12 leikjum 1. deildarinnar Það stefnir í jafnt og spennandi sumar í 1. deildinni þar sem tólf lið berjast um að komast í hóp þeirra tólf bestu í Pepsi-deild karla. Nánast allir leikir fyrstu tveggja umferða deildarinnar hafa verið æsispenandi og dramatískir sem sést vel á því að eitt mark hefur ráðið úrslitum í 10 af fyrstu 12 leikjum 1. deildarinnar. Íslenski boltinn 16. maí 2010 10:00
Gummi Ben kominn með leikheimild í tíma fyrir KR-leikinn Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga í Pepsi-deild karla, hefur gengið frá félagsskiptum sínum úr KR og yfir í Selfoss en félagsskiptaglugginn lokaði í gær. Íslenski boltinn 16. maí 2010 08:00
Eyjamenn flýja með liðið sitt frá Eyjum vegna öskufallsins Eyjamenn þurfa að flýja Vestmannaeyjar með Pepsi-deildarliðið sitt vegna þess að öskufallið frá Eyjafjallajökkli kemur í veg fyrir að liðið geti æft. Knattspyrnuráð ÍBV biðlað til atvinnurekenda í bænum um að leikmenn liðsins fái að fara til Reykjavíkur og æfa þar alla næstu viku. Íslenski boltinn 15. maí 2010 22:00
Skagamenn komust tvisvar yfir í Fjarðabyggðarhöllinni en töpuðu samt Skagamenn byrja ekki vel í 1. deildinni undir stjórn Þórðar Þórðarsonar en liðið er stigalaust með Njarðvík á botni deildarinnar eftir 2-3 tap fyrir Fjarðabyggð í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. Aron Már Smárason skoraði öll mörk heimamanna. Íslenski boltinn 15. maí 2010 15:00
Erna Björk getur spilað með Blikum í sumar - krossbandið ekki slitið Erna Björk Sigurðardóttir, varnarmaður Breiðabliks og íslenska landsliðsins, getur eftir allt saman spilað með Breiðabliki í sumar en Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Breiðabliks staðfesti í samtali við Fótbolta.net að Erna Björk sé ekki með slitið krossband eins og haldið var. Íslenski boltinn 15. maí 2010 14:00
Enginn leikur í Eyjum í dag - spilað á Hlíðarenda á mánudaginn Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að víxla heimaleikjum ÍBV og Vals í Pepsi-deild karla vegna öskufalls í Vestamannaeyjum. Íslenski boltinn 15. maí 2010 12:00
Tómas Ingi: Missum þrjú stig út af eigin aulaskap Tómas Ingi Tómasson, þjálfari HK, sá sína menn fara illa að ráði sínu í fyrsta heimaleiknum undir hans stjórn þegar HK tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Þrótti í 1. deild karla í kvöld. Tómas Ingi var í viðtali við Guðmund Marinó Ingvarsson á Sporttv eftir leikinn. Íslenski boltinn 14. maí 2010 22:34
Breiðholtsliðin Leiknir og ÍR með fullt hús á toppi 1. deildar karla Breiðholtsliðin ÍR og Leiknir, eru einu liðin með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í 1. deild karla í fótbolta, eftir sigra í sínum leikjum í kvöld. Víkingur, KA og HK unnu einnig sína leiki í fyrstu umferð en náðu ekki að fylgja þeim sigrum eftir í kvöld. Íslenski boltinn 14. maí 2010 21:41
Viðar Örn kominn heim á Selfoss - hlutfall heimamanna hækkar enn Viðar Örn Kjartansson hefur ákveðið að snúa heim á Selfoss og spila með liðinu í Pepsi-deild karla eftir að hafa verið hjá ÍBV síðasta sumar. Þetta kemur fram á netsíðu sunnlenska fréttablaðsins í kvöld. Hinn tvítugi Selfyssingur sleit krossbönd á síðasta tímabili eftir að hafa skorað 2 mörk í 17 leikjum með ÍBV í Pepsi-deildinni. Íslenski boltinn 14. maí 2010 21:00
Stefán Örn Arnarson í ÍA - er að vinna í löggunni upp á Skaga í sumar Framherjinn Stefán Örn Arnarson gekk í dag frá félagskiptum úr Keflavík yfir í ÍA en hann hefur skorað 11 mörk í 42 leikjum fyrir Víking (10/1) og Keflavík (32/10) í efstu deild. Stefán lék aðeins 5 leiki með Keflavík í Pepsi-deild karla síðasta sumar og skoraði eitt mark. Íslenski boltinn 14. maí 2010 20:30
Fyrsta stig Gróttu í næstefstu deild kom í hús fyrir norðan Magnús Bernhard Gíslason tryggði Gróttu sitt fyrsta stig frá upphafi í næstefstu deild þegar hann jafnaði metin á móti KA í leik liðanna á Þórsvellinum í kvöld. Þetta var fyrsti leikurinn í annarri umferð en fjórir aðrir leikir eru í gangi þessa stundina. Íslenski boltinn 14. maí 2010 20:20
Aftur frestað hjá Fjarðabyggð Aftur þurfti að fresta leik með Fjarðabyggð í 1. deild karla vegna röskunar á flugsamgöngum vegna öskudreifingar úr eldgosinu í Eyjafjallajökli. Íslenski boltinn 14. maí 2010 12:45
Neestrup og Bjarki komnir í FH Þeir Jacob Neestrup og Bjarki Bergmann Gunnlaugsson eru báðir gengnir til liðs við FH og eru komnir með leikheimild hjá félaginu. Íslenski boltinn 14. maí 2010 11:22
Úrslit dagsins í Pepsi-deild kvenna Fyrstu leikirnir i Pepsi-deild kvenna fóru fram í dag og lokaleikur umferðarinnar, Grindavík-Þór/KA, hófst klukkan 16.00. Íslenski boltinn 13. maí 2010 16:27
Pepsi-deild kvenna: Breiðablik lagði Fylki Breiðablik vann afar sanngjarnan sigur á Fylki, 3-1, er liðin mættust á Kópavogsvelli í dag. Leikurinn var í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna. Íslenski boltinn 13. maí 2010 15:42
Helmingur tippara lét freistast og tippaði á Haukasigur Helmingur þeirra sem ákváðu að tippa á leik KR og Hauka á Lengjunni í 1. umferð Pepsi-deild karla í gær lét freistast af hæsta stuðli sögunnar og tippuðu á útisigur nýliðanna. Aðeins tíu prósent tipparanna spáðu réttum úrslitum það er jafntefli. Íslenski boltinn 12. maí 2010 19:30
Skoskur varnarmaður til liðs við Val Valsmenn hafa fengið liðsstyrk fyrir átökin sumarsins í Pepsi-deild karla en skoski varnarmaðurinn Greg Ross hefur samið við Val um að leika með liðinu út leiktíðina. Íslenski boltinn 12. maí 2010 18:00
Matthías segist ekki hafa látið sig detta FH-ingurinn Matthías Vilhjálmsson tjáði sig við netsíðuna fotbolti.net um vítaspyrnuna sem hann fiskaði á móti Val á mánudagskvöldið en úr henni skoraði Gunnar Már Guðmundsson jöfnunarmark FH-inga. Íslenski boltinn 12. maí 2010 16:30
Biðu í 1980 mínútur eftir víti í fyrra en í aðeins 90 sekúndur í ár Stjörnumenn fögnuðu 4-0 sigri á Grindavík í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í gær en örlög leiksins réðust eiginlega eftir aðeins 90 sekúndur þegar Grindvíkingurinn Auðun Helgason felldi Steinþór Frey Þorsteinsson innan vítateigs og fékk dæmt á sig víti og rautt spjald. Íslenski boltinn 12. maí 2010 15:30
Haukarnir þegar búnir að bæta árangurinn sinn frá því 1979 Nýliðar Hauka náðu ótrúlegu jafntefli á móti meistaraefnunum í KR á KR-vellinum í Pepsi-deild karla í gær og það þrátt fyrir að hafa lent 2-0 undir eftir aðeins rúmlega hálftíma leik. Íslenski boltinn 12. maí 2010 13:30
Mun betri mæting á fyrstu umferðina en í fyrrasumar Það var fín aðsókn að leikjum 1. umferðar Pepsi-deildar karla sem lauk í gær með fimm leikjum. Alls komu 8259 manns á leikina sex sem er mun betri mæting en í fyrra þegar 6885 manns létu sjá sig á fyrstu umferðina. Íslenski boltinn 12. maí 2010 12:30
FH-ingar staðfesta það að Sverrir verði ekkert með í sumar Stuðningsmannasíða FH-inga, www.fhingar.net, staðfesti nú áðan að miðvörðurinn Sverrir Garðarsson verði ekkert með Íslandsmeisturum FH í sumar. Íslenski boltinn 12. maí 2010 12:00
Myndasyrpa úr 1. umferð Pepsi-deildar karla Fyrstu umferð tímabilsins í Pepsi-deild karla lauk í gærkvöldi með fimm leikjum. Alls voru nítján mörk skoruð í leikjunum sex í umferðinni allri. Íslenski boltinn 12. maí 2010 08:00
Einkunnir leikmanna á Boltavaktinni Fimm leikir fóru fram í 1. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld og er hægt að sjá einkunnir allra leikmanna sem voru í eldlínunni á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Íslenski boltinn 11. maí 2010 23:22
Paul McShane: Við verðum sterkari með hverjum leiknum Paul McShane átti mjög góðan leik með Keflavík í 1-0 sigri á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. McShane var allt í öllu á miðjunni og er sannkallaður prímusmótor fyrir liðið. Íslenski boltinn 11. maí 2010 23:06
Kári Ársælsson: Við þurfum að fara að sýna okkar rétta andlit Breiðablik var að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli á móti Keflavík í kvöld. Blikarnir náðu aldrei sínum takti í leiknum á móti skynsömum og skipulögðum Keflvíkingum. Íslenski boltinn 11. maí 2010 22:52
Þorvaldur: Það er alltaf gott að sigra Þorvaldur Örlyggson, þjálfari Fram, var ánægður með stigin þrjú gegn ÍBV í kvöld. „Það er alltaf gott að sigra en það er óþarfi að leggja of mikið á byrjunina og vonandi að við getum haldið þessu áfram í næsta leik," sagði Þorvaldur. Íslenski boltinn 11. maí 2010 22:50