Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

KV upp í 1. deild | Myndir

KV komst í dag upp í 1. deild karla í knattspyrnu er liðið gerði 1-1 jafntefli við Gróttu í hreinum úrslitaleik um sætið.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvaða lið fara upp í dag?

Lokaumferð 1. deildar karla í fótbolta fer fram í dag og hefjast allir leikirnir klukkan 14.00. Það er gríðarlega mikil spenna í loftinu enda toppbaráttan eins jöfn og hún getur verið. Það munar bara einu stigi á liðunum í fyrsta (Fjölni) til fjórða sæti (Víkingi, Grindavík og Haukum). BÍ/Bolungarvík er síðan aðeins tveimur stigum á eftir og því eiga enn fimm félög möguleika á því að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni 2014.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jói Kalli er ekki til sölu

Skagamenn segjast ekki vera farnir að leggja línurnar fyrir næsta sumar í 1. deildinni. Menn þar á bæ eru slegnir eftir að hafa verið sendir niður um deild eftir 0-5 tap gegn Ólsurum. Skagamenn ætla ekki að selja fyrirliðann sinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hörpu vantar fimm mörk til að ná Helenu

Harpa Þorsteinsdóttir skoraði 28 mörk í Pepsi-deild kvenna í sumar og hefur skoraði 51 mark síðan að hún varð mamma í apríl 2011. Harpa bætti í sumar metið yfir flest mörk hjá mömmu á einu tímabili en á enn eftir að ná Helenu Ólafsdóttur yfir flest mörk sem móðir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Markahæsta mamman

Harpa Þorsteinsdóttir bætti mömmu-markamet Ástu B. Gunnlaugsdóttur um átta mörk í sumar en engin móðir hefur skorað jafnmikið á einu tímabili í efstu deild á Íslandi. Harpa skoraði 28 mörk í 18 leikjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skagamenn fallnir í fjórða sinn

Skagamenn féllu í kvöld úr Pepsi-deild karla í fótbolta og spila því í 1. deildinni sumarið 2014. Þetta er í fjórða sinn sem Skagaliðið fellur úr efstu deild. Skagamenn féllu einnig úr deildinni 1967, 1990 og 2008.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsi-mörkin: Ástandið á Hásteinsvellinum

Hörður Magnússon fór yfir málin í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi með sérfræðingunum Tómasi Inga Tómassyni og Reyni Leóssyni en til umræðu voru fjórir leikir í 20. umferð sem fóru fram í gær. Þeir félagar ræddu meðal annars ástandið á Hásteinsvellinum í gær þar sem að ÍBV vann 1-0 sigur á Stjörnunni með marki á þriðju mínútu í uppbótartíma.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ekki verra að kveðja Kötu með sigri

Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari kvennalandsliðsins, valdi Katrínu Jónsdóttur í fyrsta landsliðshópinn sinn sem var tilkynntur í dag en það bjuggust kannski flestir við því að Kata væri búin að spila sinn síðasta landsleik.

Íslenski boltinn