Idol

Idol

Fréttir og greinar tengdar Idol-þáttunum sem sýndir eru á Stöð 2.

Fréttamynd

Sungið fyrir 2 milljónir

Aðeins 2 dagar eru í að áheyrnarprufur fyrir Idol Stjörnuleit fara fram. Þær fara fram á laugardaginn og hefjast stundvíslega kl. 08:00 á Hótel Hilton Reykjavík Nordica.

Lífið
Fréttamynd

Aron Pálmi ætlar að vinna Idol

Um 1.600 manns hafa skráð sig í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2. Þetta mun vera metfjöldi í sögu íslenska Idolsins en þetta er í fjórða sinn sem keppnin er haldin. Meðal þessara 1.600 eru gamlar Idolstjörnur sem ekki hlutu náð fyrir augum dómnefndarinnar í síðustu keppnum og hyggjast reyna að klófesta titilinn og þær tvær milljónir sem honum fylgja.

Lífið
Fréttamynd

Skráningum í Idolið rignir inn

Fleiri en þúsund manns hafa skráð sig til þátttöku í áheyrnarprufum fyrir í Idol stjörnuleit á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá því skráningar hófust. Pálmi Guðmundsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 segir skráninguna aldrei hafa farið svona hratt af stað. „Fyrri Idol hafa farið í rúmar þúsund skráningar, en á margra vikna tímabili,“ segir Pálmi. „Það er útlit fyrir að þetta verði stærstu áheyrnarprufur til þessa.“

Lífið
Fréttamynd

Helgi Rafn gefur út Angelu

Helgi Rafn Ingvarsson, sem lenti í sjötta sæti í fyrstu Idol-keppninni árið 2004, sendir frá sér nýtt lag á mánudaginn. Nefnist það Angela og er að finna á fyrstu plötu hans sem er væntanleg í september.

Lífið
Fréttamynd

Idol styrkir Barnaspítala Hringsins

Í úrslitaþætti Idol Stjörnuleitar ákváðu Stöð 2, OgVodafone og Síminn að efna til aukakosningar um eftirminnilegasta keppanda Idol 3 og rann ágóðinn til Barnaspítala Hringsins.

Lífið
Fréttamynd

Met slegið í símakosningu í gærkvöld

Met var var slegið í símakosningu í Idol stjörnuleit sem fram fór í Smáralind í gærkvöldi. Rúmlega 67 þúsund skeyti bárust samkvæmt gögnum úr kerfi Og Vodafone sem annast framkvæmd kosningarinnar. Um er að ræða tæplega 20% aukningu frá keppninni í síðustu viku.

Lífið
Fréttamynd

Bríet Sunna datt út

Þau Ína Valgerður Pétursdóttir og Snorri Snorrason keppa til úrslita í Idol-Stjörnuleit næsta föstudagskvöld. 

Lífið
Fréttamynd

Þrír eftir - syngja topplög ársins 2005

Næst síðasti og um leið næst mikilvægasti úrslitaþátturinn í Idol-Stjörnuleit er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld föstudaginn, 31. mars. Einungis þrír keppendur eru eftir og í þættinum ræðst hvaða tveir munu ná alla leið í sjálfan lokaúrslitaþáttinn og keppa um það hver verður valin næsta íslenska Idol-Stjarnan.

Lífið
Fréttamynd

Sveiflan tekur völdin í Idol-Stjörnuleit

Klassísk sveiflulög verða í aðalhlutverki í sjöunda úrslitaþætti Idol-Stjörnuleitar - Big Band-þættinum - sem sýndur verður í beinni útsendingu frá Smáralind á Stöð 2 í kvöld, 10 mars.

Lífið
Fréttamynd

Fylgist með IDOL X-stream á Vísi

Vísir býður nú, í samstarfi við Subway, upp á aukaefni tengt IDOL stjörnuleitinni. Efnið er unnið sérstaklega fyrir Vísi og sýnir aðrar hliðar á keppendum. 

Lífið
Fréttamynd

Leitin að næstu Idol-stjörnu Íslands hafin

Leitin að næstu Idol-stjörnu Íslands er hafin en fyrst þáttur Idol Stjörnuleitar 3 var sýndur á Stöð 2 í kvöld. Viðtökur fóru langt fram úr björtustu vonum en yfir 1.400 manns skráðu sig til leiks.

Lífið
Fréttamynd

Stuð og stemming í Idolinu

Forval fyrir þriðju Idol keppnina hófst á Hótel Loftleiðum klukkan níu í morgun. Búist er við metþátttöku yfir landið eða 1400 keppendum og 600- 700 keppendum á hótelið í dag. 

Lífið
Fréttamynd

Útsendarar Idols á Vestjörðum

Útsendarar Idol - Stjörnuleitar hafa verið á ferð á Vestfjörðum um helgina í leit sinni að næstu Idol-stjörnu. Leitin hefur gengið vel og hafa fjölmargir sungið fyrir framan myndavélina í öllum bæjum og byggðarlögum á Vestfjörðum.

Lífið
Fréttamynd

Leita Idol-stjörnu á Vestfjörðum

Útsendarar Idol - Stjörnuleitar eru nú að ferðast um Vestfirði í leit að næstu Idol-stjörnu. Heimsóttir eru allir bæir á Vestfjörðum - Ísafjörður og Bolungarvík í dag en Hólmavík á morgun.

Lífið
Fréttamynd

Skráning hafin í Idol Stjörnuleit 3

Skráning keppenda í Idol-Stjörnuleit 3 er hafin á vefsíðunni www.idol.is Ný þáttaröð Stjörnuleitar hefst á Stöð 2 í september  Undirbúningsvinna er komin á fullt og að sögn skipuleggjenda bendir allt til þess að keppnin verði sú glæsilegasta hingað til.

Lífið
Fréttamynd

Gaman að breyta og bæta

Flestir þekkja Ylfu Lind Gylfadóttur úr Idol-keppninni síðustu en þar vakti hún athygli fyrir óvenjulega og flotta rödd. Fæstir vita þó að Ylfa er algjör kjólakona og ansi handlagin þegar hún tekur sig til.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Tapaði milljón á Idol-keppninni

"Ég var með góðar tekjur í Kárahnjúkum sem mér finnst sjálfsagt að fá eitthvað upp í hvernig sem ég fer að," segir Davíð Smári Harðarson Idol-keppandi sem hefur sótt um fjárstyrk úr sveitarsjóði Árborgar. Davíð vill fá bætt vinnutap upp á eina milljón króna sem hann segist hafa orðið fyrir með þátttökunni í Idol-Stjörnuleitinni.

Lífið
Fréttamynd

Hildur Vala verður Stuðmaður

Hildur Vala Einarsdóttir, nýkrýnd Idol-stjarna, mun fylla skarð Ragnhildar Gísladóttur og syngja með Stuðmönnum á nokkrum vel völdum tónleikum í vor og sumar. 

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta lagið kemur út á miðvikudag

Fyrsta lag Hildar Völu, nýrkrýndrar Idol-stjörnu Íslands, verður gefið út á miðvikudaginn kemur. Það er lagið Líf sem Hildur flutti eftirminnilega á úrslitakvöldinu.

Lífið
Fréttamynd

Erfitt að lýsa tilfinningunni

Hildur Vala Einarsdóttir, Idol-stjarna ársins 2005, segist ekki hafa verið sigurviss fyrir lokakvöldið. Hún á erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar tilkynnt var að hún væri orðin Idol-stjarna Íslands því hún hafi verið mjög skrítin. 

Lífið
Fréttamynd

Hildur Vala Idol-stjarna Íslands

Hildur Vala Einarsdóttir, 23 ára Reykvíkingur, var í kvöld valin IDOL stjarna Íslands. Hildur Vala atti kappi við Heiðu í úrslitum Idol-stjörnuleitarinnar sem fram fóru í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Smáralind.

Lífið
Fréttamynd

Margrét Lára úr leik

Margrét Lára Þórarinsdóttir féll í kvöld út úr úrslitakeppni Idol stjörnuleitarinnar. Þriðji þáttur úrslitanna var í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Vetrargarðinum í Smáralind í kvöld. Átta þátttakendur sungu lög með Sálinni hans Jóns míns og var Stefán Hilmarsson gestadómari.

Lífið
Fréttamynd

Síðustu sætin í úrslit Idol skipuð

Síðustu sætin í 10 manna úrslit Idol Stjörnuleitar í Smáralind voru skipuð í kvöld. Mjótt var á munum milli efstu keppenda þegar kom að atkvæðagreiðslu þjóðarinnar.

Lífið