
Páll Óskar og Einar í Idol 3
Breytingar verða á dómnefnd í þriðju þáttaröð Idol - Stjörnuleitar á Stöð 2 sem hefst í lok ágúst.
Fréttir og greinar tengdar Idol sem hófst á Stöð 2 í nóvember 2022.
Breytingar verða á dómnefnd í þriðju þáttaröð Idol - Stjörnuleitar á Stöð 2 sem hefst í lok ágúst.
Flestir þekkja Ylfu Lind Gylfadóttur úr Idol-keppninni síðustu en þar vakti hún athygli fyrir óvenjulega og flotta rödd. Fæstir vita þó að Ylfa er algjör kjólakona og ansi handlagin þegar hún tekur sig til.
"Ég var með góðar tekjur í Kárahnjúkum sem mér finnst sjálfsagt að fá eitthvað upp í hvernig sem ég fer að," segir Davíð Smári Harðarson Idol-keppandi sem hefur sótt um fjárstyrk úr sveitarsjóði Árborgar. Davíð vill fá bætt vinnutap upp á eina milljón króna sem hann segist hafa orðið fyrir með þátttökunni í Idol-Stjörnuleitinni.
Hildur Vala Einarsdóttir, nýkrýnd Idol-stjarna, mun fylla skarð Ragnhildar Gísladóttur og syngja með Stuðmönnum á nokkrum vel völdum tónleikum í vor og sumar.
Fyrsta lag Hildar Völu, nýrkrýndrar Idol-stjörnu Íslands, verður gefið út á miðvikudaginn kemur. Það er lagið Líf sem Hildur flutti eftirminnilega á úrslitakvöldinu.
Hildur Vala Einarsdóttir, Idol-stjarna ársins 2005, segist ekki hafa verið sigurviss fyrir lokakvöldið. Hún á erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar tilkynnt var að hún væri orðin Idol-stjarna Íslands því hún hafi verið mjög skrítin.
Hildur Vala Einarsdóttir, 23 ára Reykvíkingur, var í kvöld valin IDOL stjarna Íslands. Hildur Vala atti kappi við Heiðu í úrslitum Idol-stjörnuleitarinnar sem fram fóru í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Smáralind.
IDOL stjarnan 2005 verður krýnd í Smáralindinni í kvöld en Heiða og Hildur Vala keppa til úrslita um titilinn í beinni útsendingu Stöðvar 2 klukkan 20.30.
Margrét Lára Þórarinsdóttir féll í kvöld út úr úrslitakeppni Idol stjörnuleitarinnar. Þriðji þáttur úrslitanna var í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Vetrargarðinum í Smáralind í kvöld. Átta þátttakendur sungu lög með Sálinni hans Jóns míns og var Stefán Hilmarsson gestadómari.
Síðustu sætin í 10 manna úrslit Idol Stjörnuleitar í Smáralind voru skipuð í kvöld. Mjótt var á munum milli efstu keppenda þegar kom að atkvæðagreiðslu þjóðarinnar.
32 manna úrslit í IDOL stjörnuleit halda áfram annað kvöld. Þau hófust á Stöð 2 í síðustu viku og þá stigu átta söngvarar á svið. Annað kvöld stígur nýr átta manna hópur á svið og fara tveir úr hópnum áfram í lokaúrslit keppninnar sem hefjast í Smáralind eftir áramótin.
Stjörnuleit Idol heldur áfram af fullum krafti á Stöð 2 á föstudögum. í kvöld er röðin komin að Akureyringum og nærsveitarmönnum en þeir létu ekki sitt eftir liggja þegar útsendarar Stöðvar 2 heimsóttu höfuðstað Norðurlands í haust.
Ný og víðtækari Idol-Stjörnuleit í haust á Stöð 2. Skráning hefst 1. júlí á stod2.is Óhætt er að segja að Idol-Stjörnuleit hafi slegið í gegn síðasta vetur þegar þjóðin fylgdist spennt með fæðingu fyrstu Idol-stjörnunnar.