
Þessi átta komust áfram í úrslitakeppni Idol
Í kvöld kom í ljós hvaða átta keppendur það eru sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Idol sem sýnd verður í beinni útsendingu.
Fréttir og greinar tengdar Idol sem hófst á Stöð 2 í nóvember 2022.
Í kvöld kom í ljós hvaða átta keppendur það eru sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Idol sem sýnd verður í beinni útsendingu.
Í síðasta þætti af Idol fylgdumst við með keppendum, sem höfðu komist áfram úr fyrstu dómaraprufum, spreyta sig á svokölluðu millistigi sem fram fór í Salnum í Kópavogi. Einn þeirra keppenda var hinn tuttugu og fjögurra ára gamli Guðjón Smári.
Í síðasta þætti af Idolinu var áfram sýnt frá fyrstu prufum keppanda en þetta var síðasti þátturinn úr dómaraprufunum.
Þriðji þátturinn af Idol á Stöð fór í loftið í gærkvöldi og er áfram fylgst með áheyrnarprufum. Meðal þátttakenda í gær var hinn sautján ára Jón Emil en hann er sonur Kalla Bjarna, sem vann keppnina árið 2004. Birgitta Haukdal sagðist skotin í Jóni, líkt og Páll Óskar sagði um Kalla Bjarna á sínum tíma.
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens var, eins og frægt er, einn af dómurunum þremur í fyrstu þáttaröðum Idol Stjörnuleitar. Bubbi var ekki þekktur fyrir það að fara mjúkum höndum um keppendur. Hann lét þá alltaf vita hvað honum fannst, sama hvort þeir voru góðir, lélegir eða „lala“, eins og hann orðaði það.
Annar þátturinn af Idol á Stöð 2 fór í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið og var haldið áfram að fylgjast með keppendum í fyrstu áheyrnaprufu.
Annar þátturinn af Idol var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi og áfram var fylgst með áheyrnarprufum. Á meðal keppenda var Þórður Alexander Úlfur Júlíusson, betur þekktur sem Úlfur og óhætt er að segja að frammistaða hans láti engan ósnortinn.
Það muna eflaust margir eftir hinni sautján ára gömlu Önnu Katrínu sem mætti í áheyrnarprufur fyrir Idol Stjörnuleit fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Anna Katrín vann hug og hjörtu þjóðarinnar og var meðal annars kölluð „sjarmatröll“ og „sviðsdýr“.
„Ég sagði bara fljótlega já, vegna þess að mig langaði bara að gera þetta. Mér fannst bara vera kominn tími til að gera eitthvað svona, eitthvað sem ég hafði aldrei gert áður. Svo þegar ég frétti hvaða fólk væri með mér í þessu þá var þetta bara engin spurning.“
Fyrsti þátturinn af Idol fór í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið og sáum áhorfendur þá fjölmargar frábærar fyrstu áheyrnaprufu hjá keppendum.
Fyrsti þátturinn af fimmtu seríunni í raunveruleikaþáttunum Idol hófst á Stöð 2 í gærkvöldi og má segja að fyrsti þátturinn hafi vakið mikla athygli. Í þættinum var fylgst með áheyrnarprufum keppanda en undir lok þáttarins mætti Anya Hrund, 20 ára nemi, sem er alin upp á Fáskrúðsfirði
Idol hefst í kvöld og af því tilefni mættu kynnarnir Aron Mola og Sigrún Ósk í sérstaka Idol spurningakeppni í Brennslunni í morgun. Að lokum voru úrslitin 7-2 og því nokkuð ljóst að annar kynnirinn gæti þurft að kynna sér málið örlítið betur.
Biðin er á enda því leitin að næstu Idolstjörnu Íslands hefst í kvöld. Þrettán ár eru liðin síðan Idol var haldið síðast á Íslandi. Það er því komin upp splunkuný kynslóð af hæfileikaríkum keppendum sem við fáum að kynnast í kvöld.
Idol Stjörnuleit var haldin í fyrsta sinn hér á landi árið 2003. Þá hafði þátturinn farið sigurför um heiminn og áhuginn hér á landi því gríðarlegur. Um 1400 mans skráðu sig í áheyrnarprufur og freistuðu þess að verða fyrsta Idolstjarna Íslands.
„Ég er ekki meðvirkur dómari. Ég reyni að vera eins hreinskilinn og ég get og láta iðrin og tilfinningarnar sjá um að dæma,“ segir tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst Haraldsson, einn af Idol dómurunum fjórum.
Rúm tuttugu ár eru frá því fyrsta þáttaröðin af íslenska Idolinu fór fram en sú fimmta er nú á leiðinni í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið.
„Ég get sagt það með mjög góðri samvisku að fólk á von á góðu. Efniviðurinn er frábær. Það er svo langt síðan þetta var síðast,“ segir Idol kynnirinn Sigrún Ósk sem var gestur í Bítinu í gær.
Það eru ekki allir sem vita að Emmsjé Gauti, einn allra vinsælasti rappari Íslands, reyndi fyrir sér í Idol Stjörnuleit þegar hann var aðeins sextán ára gamall.
Þau eru ansi stór fótsporin sem þau Aron Mola og Sigrún Ósk þurfa að feta í í nýrri þáttaröð Idol sem hefur göngu sína á föstudaginn. Kynnarnir Simmi og Jói settu mikinn svip á fyrri þáttaraðir, svo mikinn að þeir voru notaðir sem fordæmi fyrir Idol kynna í öðrum löndum.
Það muna allir eftir stúlknasveitinni Nylon en sveitin var eitt vinsælasta stúlknaband sem Ísland hefur getið af sér. Það sem færri vita þó er að tvær af meðlimum Nylon, þær Alma og Steinunn, höfðu reynt fyrir sér í Idol Stjörnuleit áður en Nylon var stofnuð.
Nú er aðeins ein vika í að fyrsti þáttur Idol verði sýndur á Stöð 2. Af því tilefni birtir Vísir plakat og fyrsta sýnishorn úr væntanlegri þáttaröð.
Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol.
Grínistinn Pétur Jóhann kom óvænt fram á úrslitakvöldi fjórðu þáttaraðar Idol árið 2009. Þar flutti hann aríuna Nessun dorma og er óhætt að segja að hann hafi lagt allt sitt í flutninginn.
Síðasta Idolstjarna okkar Íslendinga var krýnd árið 2009. Það var hin 21 árs gamla Hrafna Hanna Elísa frá Djúpavogi sem bar sigur úr býtum. Væntanlegur sigurvegari nýju þáttaraðarinnar í vetur mun því taka við keflinu af Hröfnu.
„Mér finnst það alveg hræðilegt en í leiðinni alveg geggjað. Að sitja og eiga eitthvað að dæma,“ segir Birgitta Haukdal söngkona, metsöluhöfundur og nú einn af dómurum í Idol þáttunum sem snúa nú aftur á Stöð 2.
Það var spennuþrungið andrúmsloft í Vetrargarðinum fyrir sextán árum síðan þegar þau Ína Valgerður og Snorri stóðu aðeins tvö eftir í úrslitaþætti Idol.
Dómararnir voru ekki alveg sammála eftir fyrstu áheyrnarprufur hins lífsglaða Benedikts Van Hoof á Hótel Loftleiðum fyrir sautján árum síðan.
„Þið tveir ættuð eiginlega bara að flétta hárið ykkar saman og labba eins og síamstvíburar í einni og sömu lopapeysunni í leiklistarskólann.“ Þetta hafði Idol dómarinn Páll Óskar að segja eftir áheyrnarprufu félaganna Arnars og Gunnars.
„Ég ætla að vinna Idol keppnina, af því ég held ég geti það,“ sagði hin 23 ára gamla Hildur Vala Einarsdóttir þegar hún mætti í sínar fyrstu prufur á Hótel Loftleiðum í ágúst árið 2004, ásamt um 1400 öðrum keppendum.
Idolstjarnan Kalli Bjarni hefur marga fjöruna sopið síðan hann stóð á sviði Vetrargarðsins fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Hann segist vera í góðu jafnvægi í dag, hyggst gefa út nýja tónlist á næstunni og er spenntur að sjá nýja kynslóð spreyta sig í Idolinu á Stöð 2 nú í vetur.