

Heilsa
Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Segir mögulegt að virðast tíu árum yngri með andlitsæfingum
„Við förum í líkamsrækt til þess að byggja upp vöðvana og stinna húðina, líta betur út og líða betur. Þannig er hægt að gera með andlitið, við erum með yfir 40 vöðva í andlitinu,“ segir Ragnheiður Guðjohnsen andlitsþjálfari. Hún heldur námskeið þar sem hún kennir fólki að þjálfa andlitið til þess að gera útlitið unglegra.

Þyngdartap Kim vekur upp spurningar um heilsu hans
Nýlegar myndir benda til þess að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi grennst töluvert að undanförnu. Þær hafa vakið miklar vangaveltur um heilsufar leiðtogans.


Tilvik um skaða vegna óvarlegrar notkunar ilmkjarnaolíu á heimilum
Á síðustu árum hafa vinsældir ilmkjarnaolía aukist mikið en það er þó ýmislegt sem þarf að hafa í huga varðandi notkun þeirra.

Geislarnir sem valda ótímabærri öldrun hafa skaðleg áhrif á húðina
Það er mælt með því að nota sólarvörn allan ársins hring en það er sérstaklega mikilvægr yfir sumartímann. Við fengum Heiði Ósk og Ingunni Sig hjá HI beauty til þess að taka saman nokkur góð röð um sólarvarnir.

Tæpur fjórðungur á þunglyndis-og eða róandi lyfjum, kostnaður tvöfaldast
Tæplega fjórðungur fullorðinna Íslendinga fékk þunglyndis- og eða kvíðalyf á síðasta ári. Það er mun hærra hlutfall en í nágrannalöndum okkar. Konur eru tvöfalt líklegri en karlar til að fá slík lyf og eldri borgarar eru hlutfallslega fjölmennasti aldurshópurinn.

Fagnaði sigri á gigtinni á toppi Hvannadalshnjúks
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur gekk á topp Hvannadalshnjúks um helgina, hæsta tind Íslands. Dagur þjáist af gigt og þarf vikulega á lyfjagjöf að halda. Hann segir ólýsanlegt að hafa náð þessum áfanga eftir óvissuna vegna veikindanna síðustu ár.

„Ekki bara einhver djöfulskapur hjá ungmennum að vaka fram eftir“
Nýtt tilraunaverkefni mun fara af stað hjá Reykjavíkurborg í haust þar sem nokkrum grunnskólar munu seinka skóladeginum. Vonir eru um að verkefnið mun skila sér í bættri líðan, bættum námsárangri og aukinni einbeitingu hjá börnum og ungmennum.

Lúxushárvörur úr smiðju fullkomnunarsinna
Vísir mælir með lúxushárvörunum frá Antonio Axu.

Af hverju hætti ég ekki við að hætta?
Í desember 2019 fór ég á alþjóðlegt námskeið í Kaupmannahöfn þar sem viðfangsefnið var „happiness at work“ og fékk ég viðurkenningarskjal eftir námskeiðið að ég gæti kallað mig „Chief Happiness Officer“.

Blue Lagoon Challenge haldið í 25. skipti
Þann 12.júní næstkomandi klukkan16:00 verður blásið í lúðra og stórum hópi hjólreiðafólks hleypt af stað í eitt vinsælasta fjallahjólamót ársins, The Blue Lagoon Challenge en það er nú haldið í 25. sinn.

Bólusettir en Covidþreyttir samstarfsfélagar
Það neita því fæstir að heimsfaraldurinn hefur tekið á. Sóttvarnarreglur, boð og bönn, fjarvinna, lokun vinnustaða, hólfaskiptir vinnustaðir, öðruvísi matartímar, atvinnumissir, jólakúlur, páskakúlur, grímuskylda og spritt.

Betra að koma einu sinni of oft en að missa af einhverju hættulegu
„Það er mikilvægt að vera vakandi yfir öllum breytingum á fæðingarblettum og ef nýir blettir birtast allt í einu sem eru að breyta sér,“ segir Dr. Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðsjúdómalæknir hjá Húðlæknastöðinni.

Er þetta hármissir eða bara þunnt hár?
Harklinikken veitir meðferð við hárlosi og hárþynningu.

Vissir þú þetta um næringarfræði og næringarfræðinga?
Hippókrates (460 f.Kr. – um 377 f.Kr.) sem oft er nefndur faðir læknisfræðinnar sagði „notum mat sem lyf og lyf sem mat“. Læknisfræði nútímans er nú því miður mun meiri lyflæknisfræði en næringarlæknsifræði.

„Ég er ekki með neina eftirsjá“
„Til þess að njóta góðu stundanna verðum við að eiga erfiðar stundir,“ segir Ellen Helga Steingrímsdóttir. Ellen greindist með þriðja stigs brjóstakrabbamein í febrúar á þessu ári og er nú í krabbameinsmeðferð.

Eitrað andrúmsloft getur haft langtímaáhrif
Eitrað andrúmsloft á vinnustað á sér margar birtingarmyndir. Við höfum heyrt af málum eins og einelti, samskiptaörðugleikum á milli vinnufélaga, vinnustaðamenningu sem samþykkir almennt baktal um náungann, kynþáttfordómum og öðrum fordómum (til dæmis vegna aldurs, kynhneigðar eða fitufordómar) og fleira.

Algengast að vinnustaðir vilji auka ánægju starfsfólks og bæta þjónustu
„Það var ánægjulegt að sjá áherslu svarenda á ánægju starfsmanna, bæði sem helstu stefnumarkandi áskorun vinnustaða og helsta markmið hvað varðar starfsþróun,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi um niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal stjórnenda í mars síðastliðnum. Niðurstöðurnar sýna að mikil vitundavakning hefur orðið á vinnumarkaði um mikilvægi þess að bæta andlega líðan og heilsu starfsfólks og stuðla þannig að vaxandi árangri vinnustaða.

Vona að lyf úr ofskynjunarsveppum komist á markað: „Ein meðferð eins og tíu ára sálfræðimeðferð“
Sérfræðingar segja byltingu framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og fíknisjúkdómum með lyfi sem unnið er úr ofskynjunarsveppum. Þau muni jafnvel leysa af hólmi stóran hluta kvíða- og þunglyndislyfja sem 13% landsmanna nota. Formaður Geðlæknafélags Íslands vonar að lyfin komist á markað en það þurfi fleiri rannsóknir.

„Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“
Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið.

Safna fyrir rannsóknum á brjóstakrabbameini með göngu í Þórsmörk
Á laugardag verður haldinn styrktar- og gönguviðburðurinn Göngum saman og að þessu sinni fer hann fram í Þórsmörk. Markmið viðburðarins er að koma saman og ganga Þórsgötu og safna um leið fé til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.

Vinnualkar og helstu einkenni þeirra
Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu.

„Ég er spennt að takast á við nýjar áskoranir“
„Ég er náttúrulega frekar ný í þessum leik þannig margt er að koma á óvart. Það sem kemur alltaf hvað mest á óvart er hvað það leynast margir laumumeistarar út um allt,“ segir Birna Másdóttir um nýjustu þáttaröðina af GYM sem nú eru í sýningu.

Nánast með doktorspróf í þrautseigju og þolinmæði
„Zeto er í raun fjölskyldufyrirtæki, stofnað af mér, móður minni, Fjólu Sigurðardóttur og móðurbróður, Steindóri Rúniberg Haraldssyni árið 2016. Það er Steindór sem hefur þróað þaraþykknið sem við notum í vörurnar okkar,“ segir Eydís Mary Jónsdóttir, einn stofnandi Zeto. Fyrirtækið er þessa dagana að kynna nýtt vatnslaust sjampó.

Sífellt fleiri börn og ungmenni meta andlega heilsu sína slæma
Sviðsstjóri Lýðheilsusviðs Landlæknis segir sífellt fleiri börn og ungmenni meta andlega líðan sína slæma. Afar mikilvægt sé að bregðast við og samhæfa viðbrögð hjá þeim stofnunum sem koma að eða fylgjast með hópnum.

Væri til í að hafa eingöngu konur á Alþingi nokkur kjörtímabil
„Ég myndi vilja jafna þennan leikvöll og sjá breytingarnar sem verða í samfélaginu,“ segir hlauparinn Arnar Pétursson. Að hans mati þarf margt að breytast í dínamík kynjanna hér á landi og er hann með ýmsar uppástungur á því hvernig hægt væri að gera það.

Hlaupa til styrktar fólki á landsbyggðinni í krabbameinsmeðferð
Sveitafélag Hrunamannahrepps ætlar að setja á laggirnar nýtt hlaup fyrir íbúa sveitafélagsins. Hlaupið í ár verður í tileinkað nýstofnaðri landsbyggðardeild Ljóssins.

„Vonandi ekki langt í að hægt verði að nota þessi lyf hér á landi“
Sálfræðingur vonar að ekki þurfi að bíða lengi eftir að meðferð með lyfjum sem eru unnin úr ofskynjunarsveppum verði leyfð hér á landi. Þau hafi reynst afar vel við mörgum geðröskunum. Lyfin opni milli heilastöðva þannig að fólk virðist eiga auðveldara með að vinna úr ýmsum sálrænum vanda.

Kannski er yfirmaðurinn þinn á breytingaskeiðinu sínu (á líka við karlmenn)
Að tala um breytingaskeiðið fer oftast fram í frekar lokuðum hópum. Kannski hjá bestu vinkonum. Hjá hjónum. Hjá lækninum. Sjaldnast meðal karlmanna, en þó: Það kemur fyrir. Hjá báðum kynjum oft í gríni eða sem einhvers konar djók.

„Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“
Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi.