
Sigvaldi Björn um mögulegan landsliðsþjálfara Íslands: „Berge er geggjaður þjálfari“
„Við mættum allir vel tilbúnir til leiks og kláruðum þetta bara. Þetta var leikur sem þurfti að vinnast og við gerðum það,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, um sigur liðsins á Ísrael. Ísland mætir Eistlandi klukkan 16.00 í Laugardalshöll.