„Þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 17:01 Snorri Steinn Guðjónsson fagnar á hliðarlínunni í dag en hann hafði næga ástæðu til að fagna í þessum leik. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var sáttur eftir frábæran sigur á Króötum á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Íslenska liðið lenti í miklu mótlæti í leiknum en kom til baka og átti frábæran seinni hálfleik. „Menn stigu upp. Það voru fullt af strákum sem stigu upp. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu og stoltur af því að þeir hafi staðist þetta. Það var fullt af mótlæti en það hefur svo sem ekki vantað í mótinu hingað til,“ sagði Snorri Steinn í viðtali við Sindra Sverrisson eftir leikinn. „Ég efaðist ekkert um karakter þessara gaura en þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og spiluðu frábærlega,“ sagði Snorri Steinn. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Króatíu á stórmóti. „Er það? Það var mjög gott að hann kom í dag. Frábært að hann kom í dag,“ sagði Snorri Steinn brosandi. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir sigur á Króatíu „Ég átti von á hröðum leik og mikið af mörkum en við vorum ekki alveg að finna taktinn í vörn og markvörslu. Þeir voru líka að keyra og voru að fá þessi mörk sem við vorum búnir að tala um. Á meðan við vorum að skora og fá færin þá líður þér alltaf aðeins betur,“ sagði Snorri Steinn. „Auðvitað glitti aðeins í það sem hefur verið að, dauðafæri og tæknifeilar. Mér fannst við ekki missa móðinn og þegar Bjöggi kemur inn og þetta tikkar aðeins þá fer okkur að líða aðeins betur. Þá uxu menn bara,“ sagði Snorri Steinn. „Svo var þetta klárlega okkar langheilsteyptasti leikur til þess að mótinu. Eitthvað sem hefur vantað en flestir þættir gengu upp hjá okkur í dag,“ sagði Snorri Steinn. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæra innkomu í íslenska liðið í dag. „Hann var bara frábær. Ég veit alveg hvar ég hef Bjögga og hef ekkert efast um hann eða Viktor saman sem markmenn. Hann hefur bara átt góðar innkomur á þessu móti og einhverjar mínútur þar sem hann hefur ekki náð sér á strik eins og aðrir í mótinu. Þeir sem eru hérna eiga það skilið að mínu mati,“ sagði Snorri Steinn. Ísland á enn smá möguleika á sæti í umspili um sæti á Ólympíuleikum. „Við þurfum aðeins að bíða og sjá. Það var bara mikilvægt fyrir okkur að fá frammistöðu og sýna úr hverju þeir eru gerðir. Drengirnir gerður það svo sannarlega. Að því sögðu þá eru þetta bara tvö stig,“ sagði Snorri Steinn. „Við þurfum að halda áfram. Við getum ekki hugsað sem svo að eitthvað sé komið. Það er langur vegur frá. Nú horfum við á næstu leiki og undirbúum okkur vel fyrir þann næsta,“ sagði Snorri Steinn. Gísli Kristjánsson meiddist snemma í leiknum og lék ekkert meira. „Ég held bara að hann sé á leiðinni í myndatöku. Þetta var eitthvað með ristina á hoonum en annað veit ég ekki,“ sagði Snorri Steinn. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Íslenska liðið lenti í miklu mótlæti í leiknum en kom til baka og átti frábæran seinni hálfleik. „Menn stigu upp. Það voru fullt af strákum sem stigu upp. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu og stoltur af því að þeir hafi staðist þetta. Það var fullt af mótlæti en það hefur svo sem ekki vantað í mótinu hingað til,“ sagði Snorri Steinn í viðtali við Sindra Sverrisson eftir leikinn. „Ég efaðist ekkert um karakter þessara gaura en þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og spiluðu frábærlega,“ sagði Snorri Steinn. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Króatíu á stórmóti. „Er það? Það var mjög gott að hann kom í dag. Frábært að hann kom í dag,“ sagði Snorri Steinn brosandi. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir sigur á Króatíu „Ég átti von á hröðum leik og mikið af mörkum en við vorum ekki alveg að finna taktinn í vörn og markvörslu. Þeir voru líka að keyra og voru að fá þessi mörk sem við vorum búnir að tala um. Á meðan við vorum að skora og fá færin þá líður þér alltaf aðeins betur,“ sagði Snorri Steinn. „Auðvitað glitti aðeins í það sem hefur verið að, dauðafæri og tæknifeilar. Mér fannst við ekki missa móðinn og þegar Bjöggi kemur inn og þetta tikkar aðeins þá fer okkur að líða aðeins betur. Þá uxu menn bara,“ sagði Snorri Steinn. „Svo var þetta klárlega okkar langheilsteyptasti leikur til þess að mótinu. Eitthvað sem hefur vantað en flestir þættir gengu upp hjá okkur í dag,“ sagði Snorri Steinn. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæra innkomu í íslenska liðið í dag. „Hann var bara frábær. Ég veit alveg hvar ég hef Bjögga og hef ekkert efast um hann eða Viktor saman sem markmenn. Hann hefur bara átt góðar innkomur á þessu móti og einhverjar mínútur þar sem hann hefur ekki náð sér á strik eins og aðrir í mótinu. Þeir sem eru hérna eiga það skilið að mínu mati,“ sagði Snorri Steinn. Ísland á enn smá möguleika á sæti í umspili um sæti á Ólympíuleikum. „Við þurfum aðeins að bíða og sjá. Það var bara mikilvægt fyrir okkur að fá frammistöðu og sýna úr hverju þeir eru gerðir. Drengirnir gerður það svo sannarlega. Að því sögðu þá eru þetta bara tvö stig,“ sagði Snorri Steinn. „Við þurfum að halda áfram. Við getum ekki hugsað sem svo að eitthvað sé komið. Það er langur vegur frá. Nú horfum við á næstu leiki og undirbúum okkur vel fyrir þann næsta,“ sagði Snorri Steinn. Gísli Kristjánsson meiddist snemma í leiknum og lék ekkert meira. „Ég held bara að hann sé á leiðinni í myndatöku. Þetta var eitthvað með ristina á hoonum en annað veit ég ekki,“ sagði Snorri Steinn.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira