Aron: Ætla rétt að vona að við nýtum okkur þetta Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2024 07:30 Aron Pálmarsson er staðráðinn í að sækja sigur gegn Króatíu í dag. VÍSIR/VILHELM „Skrokkurinn er góður en almenn líðan er upp og ofan. Einn klukkutíma getur maður náð að gleyma en hinn fer allt á flug,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem treystir því að íslenska landsliðið standi sig gegn Króötum á EM í dag. Ísland á enn möguleika á að næla sér í sæti í undankeppni Ólympíuleikanna og þar hjálpar mikið að Austurríki skyldi með ótrúlegum hætti glutra niður forskotinu gegn Þýskalandi í fyrrakvöld, í leik sem Aron fylgdist væntanlega spenntur með, eða hvað? „Spenntur? Nei. Ég var frekar reiður þegar það voru svona tuttugu mínútur eftir. En svo, einhvern veginn, náðu Þjóðverjar að jafna þennan leik. Ólympíudraumurinn er því enn á lífi. Ég hef spilað á einum Ólympíuleikum og þetta er náttúrulega stærsta sviðið, og það skemmtilegasta sem þú gerir sem íþróttamaður. Ég ætla því rétt að vona það að við nýtum okkur úrslit annarra í þessu móti,“ segir Aron. „Ekki mikið talað um þetta í klefanum“ Til þess að komast mögulega í undankeppni Ólympíuleikanna þarf Ísland að vinna Króatíu í dag og Austurríki á miðvikudaginn, og treysta á að Austurríki tapi gegn Frakklandi í dag. Stöður í þessum anda koma ítrekað upp á stórmótum, en ræða leikmenn um þær sín á milli? „Það er ekki mikið talað um þetta í klefanum eða á fundum. En þetta markmið [um sæti í undankeppni ÓL] heyrist alveg og það er gott að hafa eina svona gulrót. En sérstaklega þegar spilamennskan er ekki nógu góð þá er frekar farið í að kryfja hvað er að í hverjum leik, og almennt, svo þá verður þetta ekki einhver meginfókus. Við þurfum að skila úrslitum til að ná þessum markmiðum. Við leggjum þetta því pínu til hliðar og reynum að gera allt sem við getum til að skila 1% hér og 2% þar til að geta spilað betur. Þetta liggur hjá hverjum og einum, og er það sem við horfum til í næstu tveimur leikjum,“ segir Aron. Klippa: Aron vill mikið betri leik í dag Viðtalið var tekið á hóteli landsliðsins, rétt fyrir hádegi í gær, og þá var Aron lítið farinn að spá í liði Króata: „En við þurfum augljóslega að spila mikið betur en við höfum verið að gera, bæði í vörn og sókn. Það þýðir ekki að eiga bara einn og einn góðan hálfleik hér og þar. Við þurfum að leggja allt til hliðar, gjörsamlega allt. Við erum á stórmóti og það á ekkert annað að trufla okkur. Ef við getum það ekki þá eigum við ekki skilið að labba af þessu móti með eitthvað. Ég trúi því að allt liðið leggist á eitt til að ná í þessa fjóra punkta sem enn eru í boði.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira
Ísland á enn möguleika á að næla sér í sæti í undankeppni Ólympíuleikanna og þar hjálpar mikið að Austurríki skyldi með ótrúlegum hætti glutra niður forskotinu gegn Þýskalandi í fyrrakvöld, í leik sem Aron fylgdist væntanlega spenntur með, eða hvað? „Spenntur? Nei. Ég var frekar reiður þegar það voru svona tuttugu mínútur eftir. En svo, einhvern veginn, náðu Þjóðverjar að jafna þennan leik. Ólympíudraumurinn er því enn á lífi. Ég hef spilað á einum Ólympíuleikum og þetta er náttúrulega stærsta sviðið, og það skemmtilegasta sem þú gerir sem íþróttamaður. Ég ætla því rétt að vona það að við nýtum okkur úrslit annarra í þessu móti,“ segir Aron. „Ekki mikið talað um þetta í klefanum“ Til þess að komast mögulega í undankeppni Ólympíuleikanna þarf Ísland að vinna Króatíu í dag og Austurríki á miðvikudaginn, og treysta á að Austurríki tapi gegn Frakklandi í dag. Stöður í þessum anda koma ítrekað upp á stórmótum, en ræða leikmenn um þær sín á milli? „Það er ekki mikið talað um þetta í klefanum eða á fundum. En þetta markmið [um sæti í undankeppni ÓL] heyrist alveg og það er gott að hafa eina svona gulrót. En sérstaklega þegar spilamennskan er ekki nógu góð þá er frekar farið í að kryfja hvað er að í hverjum leik, og almennt, svo þá verður þetta ekki einhver meginfókus. Við þurfum að skila úrslitum til að ná þessum markmiðum. Við leggjum þetta því pínu til hliðar og reynum að gera allt sem við getum til að skila 1% hér og 2% þar til að geta spilað betur. Þetta liggur hjá hverjum og einum, og er það sem við horfum til í næstu tveimur leikjum,“ segir Aron. Klippa: Aron vill mikið betri leik í dag Viðtalið var tekið á hóteli landsliðsins, rétt fyrir hádegi í gær, og þá var Aron lítið farinn að spá í liði Króata: „En við þurfum augljóslega að spila mikið betur en við höfum verið að gera, bæði í vörn og sókn. Það þýðir ekki að eiga bara einn og einn góðan hálfleik hér og þar. Við þurfum að leggja allt til hliðar, gjörsamlega allt. Við erum á stórmóti og það á ekkert annað að trufla okkur. Ef við getum það ekki þá eigum við ekki skilið að labba af þessu móti með eitthvað. Ég trúi því að allt liðið leggist á eitt til að ná í þessa fjóra punkta sem enn eru í boði.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira