„Mamma og pabbi reikna þetta út“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2024 10:00 Viktor Gísli Hallgrímsson hefur staðið sig vel á EM en vill meiri árangur. VÍSIR/VILHELM Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir að mótherjar dagsins á EM, Króatar, spili svipaðan handbolta og liðin sem Ísland mætti í fyrstu leikjunum á mótinu. Ísland er án stiga í sínum milliriðli en á enn möguleika á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna, eins og markmiðið var fyrir mótið. Viktor kveðst lítið spá í þeirri stöðu. „Flott að þetta sé ennþá í gangi en við þurfum að fókusa mest á sjálfa okkur,“ segir Viktor en er enginn í liðinu uppteknari en annar af því að rýna í flóknar stöður sem geta komið upp á stórmóti? „Ég fæ nú bara mest að heyra þetta frá fjölskyldunni minni. Mamma og pabbi reikna þetta út en ég reyni bara að fókusa á einn dag í einu. Hver dagur þarf að vera góður til að næsti leikur verði góður.“ Klippa: Viktor býst við meiri Balkan-handbolta Burtséð frá öðru er ljóst að Ísland verður að vinna Króatíu í dag til að ÓL-draumurinn lifi, og það er hægara sagt en gert. „Þetta verður erfiður leikur, meiri svona „Balkan-handbolti“ eins og við vorum að spila í riðlinum til að byrja með á þessu móti. Þeir eru með helvíti marga góða leikmenn og við erum tilbúnir í hörkuleik. Þeir misstu [Ivan] Martinoivc, aðal hægri skyttuna sína, sem var búinn að vera helvíti góður, og [Domagoj] Duvnjak er eitthvað veikur. En þeir eru með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila á háu stigi, svo þetta er alls ekki veikt lið. Þetta verður hörkuleikur,“ segir Viktor en viðtalið við hann var tekið á hóteli landsliðsins í Köln í gær. Viktor kveðst ósáttur með eigin frammistöðu og varnarleikinn í tapinu gegn Frökkum í fyrradag. „Fyrir leikinn við Frakka var þetta búið að vera ágætt [hjá mér]. Það var enginn hörmulegur leikur fyrr en þá. Vörnin er búin að hjálpa mér mikið, nema í [fyrradag]. Þá klikkaði vörn og markvarsla í fyrsta skipti. En mér er alveg sama um einhverja einstaklingsframmistöðu. Það sem skiptir máli er hvernig liðinu gengur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Sjá meira
Ísland er án stiga í sínum milliriðli en á enn möguleika á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna, eins og markmiðið var fyrir mótið. Viktor kveðst lítið spá í þeirri stöðu. „Flott að þetta sé ennþá í gangi en við þurfum að fókusa mest á sjálfa okkur,“ segir Viktor en er enginn í liðinu uppteknari en annar af því að rýna í flóknar stöður sem geta komið upp á stórmóti? „Ég fæ nú bara mest að heyra þetta frá fjölskyldunni minni. Mamma og pabbi reikna þetta út en ég reyni bara að fókusa á einn dag í einu. Hver dagur þarf að vera góður til að næsti leikur verði góður.“ Klippa: Viktor býst við meiri Balkan-handbolta Burtséð frá öðru er ljóst að Ísland verður að vinna Króatíu í dag til að ÓL-draumurinn lifi, og það er hægara sagt en gert. „Þetta verður erfiður leikur, meiri svona „Balkan-handbolti“ eins og við vorum að spila í riðlinum til að byrja með á þessu móti. Þeir eru með helvíti marga góða leikmenn og við erum tilbúnir í hörkuleik. Þeir misstu [Ivan] Martinoivc, aðal hægri skyttuna sína, sem var búinn að vera helvíti góður, og [Domagoj] Duvnjak er eitthvað veikur. En þeir eru með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila á háu stigi, svo þetta er alls ekki veikt lið. Þetta verður hörkuleikur,“ segir Viktor en viðtalið við hann var tekið á hóteli landsliðsins í Köln í gær. Viktor kveðst ósáttur með eigin frammistöðu og varnarleikinn í tapinu gegn Frökkum í fyrradag. „Fyrir leikinn við Frakka var þetta búið að vera ágætt [hjá mér]. Það var enginn hörmulegur leikur fyrr en þá. Vörnin er búin að hjálpa mér mikið, nema í [fyrradag]. Þá klikkaði vörn og markvarsla í fyrsta skipti. En mér er alveg sama um einhverja einstaklingsframmistöðu. Það sem skiptir máli er hvernig liðinu gengur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Sjá meira