Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka snýr aftur á PGA-mótaröðina strax í lok þessa mánaðar eftir að hann samþykkti að gera yfirbót fyrir brotthvarf sitt til LIV-mótaraðarinnar. Undanþága sem er sérsniðin að stærstu stjörnum LIV stendur þeim tímabundið til boða. Golf 13.1.2026 15:00
Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Bandaríkjaforseti hefur vopnvætt ásakanir um fjársvik til að refsa ríkjum þar sem Demókratar halda í valdtaumana, sem gjarnan eru kölluð blá ríki. Með því að halda því fram að fjárveitingar sem ætlaðar eru til styrkjamála séu misnotaðar hefur forsetinn fundið átyllu til að halda aftur af fjárveitingunum. Erlent 13.1.2026 10:39
Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Eftir tæplega tíu mánaða embættisferil sem einkenndist meðal annars af óheppilegum ummælum, umdeildum embættisfærslum og upplýsingastríði við Moggann hefur Guðmundur Ingi Kristinsson sagt af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir áramót og kveðst nú á batavegi. Innlent 9.1.2026 06:00
Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Íslensk stjórnvöld virðast hafa misskilið eigin skuldbindingar vegna Parísarsamningsins um árabil. Misskilningurinn er meðal annars sagður hafa orðið til þess að Alþingi fékk misvísandi upplýsingar um markmið Íslands. Innlent 12. nóvember 2025 07:01
Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli. Innlent 10. nóvember 2025 14:11
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum, sem gætu gert fyrirtækjunum erfitt að selja olíu til ríkja eins og Indlands og Ungverjalands. Trump hefur hótað aðgerðum sem þessum um langt skeið en aldrei tekið í gikkinn fyrr en nú en aðgerðirnar gætu komið mjög niður á tekjum rússneska ríkisins. Erlent 24. október 2025 08:01
Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Ráðamenn í Kína hafa varið fúlgum fjár og mikilli vinnu yfir marga áratugi í það að ná algerum yfirráðum á markaði svokallaðra sjaldgæfra málma. Nú er staðan sú að þeir svo gott sem stjórna heilum iðnaði sem er gífurlega mikilvægur birgðakeðjum ríkja um allan heim og nauðsynlegur til framleiðslu tækni nútímans og framtíðarinnar. Viðskipti erlent 21. október 2025 09:44
Leik lokið hjá Play Play varð þriðja íslenska lágfargjaldaflugfélagið sem hverfur af sviðinu á rúmum áratug. Líkt og þegar forveri þess Wow air fór í þrot fyrir sex árum eru fórnarlömbin hundruð starfsmanna sem missa vinnuna og þúsundir farþega sem eru standaglópar eða sitja eftir með sárt ennið. Viðskipti innlent 30. september 2025 08:27
Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Tilkynningum um rússneska dróna eða rússneskar herþotur inn í lofthelgi eða á loftvarnarsvæðum ríkja Atlantshafsbandalagsins hefur náð nýjum hæðum í þessum mánuði. Þetta hefur varpað ljósi á holur í vörnum NATO og í senn vakið spurningar um hvað ráðamönnum í Rússlandi standi til. Erlent 27. september 2025 16:01
Hver var Charlie Kirk? MAGA-hreyfing Donalds Trump Bandaríkjaforseta er í sárum eftir að Charlie Kirk, einn helsti baráttumaður hennar, var veginn úr launsátri í gær. Hratt ris Kirk til metorða á hægri vængnum endurspeglaði þá heiftarlegu skautun sem einkennir nú bandarísk stjórnmál og samfélag. Erlent 11. september 2025 10:56
Drekinn beraði vígtennurnar Kínverjar héldu í morgun stærðarinnar hersýningu í Peking þar sem nýjustu hergögn ríkisins voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Þar sýndu ráðamenn í Kína aukinn hernaðarmátt ríkisins. Erlent 3. september 2025 14:22
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. Erlent 28. ágúst 2025 06:15
Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni. Erlent 20. ágúst 2025 17:21
„Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað haldið því fram að hann eigi friðarverðlaun Nóbels skilið, enda hafi hann bundið enda á eða komið í veg fyrir sex stríð. Stundum sjö. Hvaða stríð það eru sem hann er að tala um er þó ekki öllum ljóst. Erlent 20. ágúst 2025 13:01
Segir ásakanir Evrópu barnalegar Ekki er hægt að koma á langvarandi friði milli Rússlands og Úkraínu án tillits til áhyggja Rússa hvað varðar öryggi og virðingu fyrir rússneskumælandi fólki í Úkraínu. Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en hann segir einnig að leysa þurfi „grunnástæður“ átakanna og þvertók fyrir að innrás Rússa í Úkraínu snerist um landvinninga. Erlent 19. ágúst 2025 14:03
Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Tilraun Repúblikana til að gjörbreyta kjördæmum Texas, að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til að styrkja stöðu flokksins í ríkinu gæti haft miklar afleiðingar. Víða í ríkjum Bandaríkjanna, hvort sem þeim er stjórnað af Repúblikönum eða Demókrötum, er til skoðunar að grípa til sambærilegra aðgerða. Erlent 6. ágúst 2025 15:32
Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Forsetatíð Höllu Tómasdóttur hefur nú varað í eitt ár. Hún hefur þurft að takast á við sprungna ríkisstjórn, boðað til Alþingiskosninga, og veitt stjórnarmyndunarumboð sem leiddi til myndun nýrrar stjórnar. Einnig hefur hún farið í heimsóknir víða, bæði innanlands, til nágrannalanda og langt út í heim. Þá hefur ýmislegt annað varðandi forsetatíð hennar vakið athygli. Innlent 1. ágúst 2025 08:00
Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Síðasta sunnudag brutust út blóðug átök í borginni Sweida í suðurhluta Sýrlands á milli vopnaðra hópa Drúsa og Bedúína. Nýviðtekin ríkisstjórn Sýrlands, undir forystu Ahmads al-Sharaa, sendi herlið í borgina undir því yfirskini að stilla til friðar en við það stigmögnuðust átökin. Erlent 23. júlí 2025 13:58
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Reglur sem stærsti lífeyrissjóður landsins hefur sjálfur sett sér banna honum að fjárfesta í nokkrum af stærstu vopnaframleiðendum Evrópu á sama tíma og meiriháttar uppbygging varna álfunnar stendur fyrir dyrum. Hindranir eru einnig í vegi þess að aðrir íslenskir sjóðir eigi hluti í varnarfyrirtækjum. Viðskipti innlent 9. júlí 2025 08:02
Aðdragandinn: Hótanir og árásir á hótanir og árásir ofan Átökin í Mið-Austurlöndum stigmögnuðust gríðarlega í gærkvöldi þegar Bandaríkjaher hóf loftárásir á Íran. Níu dagar eru síðan Ísraelar hófu að skjóta á Íran en átökin eiga sér lengri aðdraganda. Erlent 22. júní 2025 14:45
Módelið svínvirkar fyrir marga en þó ekki alla Almenn ánægja er meðal stjórnenda og starfsfólks leikskóla Kópavogs með innleiðingu Kópavogsmódelsins svonefnda en skoðanir eru mjög skiptar meðal foreldra. Leikskólum hefur nær aldrei verið lokað vegna manneklu eða veikinda frá því módelið var tekið upp fyrir tveimur árum. Verkalýðsfélög segja módelið aðför að jafnrétti kynjanna og sumir foreldrar eru afar gagnrýnir á háa greiðslubyrði og takmarkaða afslætti miðað við nágrannasveitarfélög. Innlent 16. júní 2025 07:00
Sigfús Aðalsteinsson: Trömpistinn sem vill bjarga Íslandi Sigfús Aðalsteinsson varð ungur forstöðumaður á leikskóla en hætti eftir að hafa dregið sér fé og keypti skemmtistað í miðbænum. Hann er í dag fasteignasali en leiðir einnig fjöldahreyfingu þjóðernissinna sem hafa fengið sig fullsadda af streymi hælisleitenda til Íslands. Innlent 14. júní 2025 09:02
Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár. Erlent 2. júní 2025 15:34
Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það. Innlent 19. maí 2025 07:00