Barcelona alltaf farið með sigur af hólmi gegn Real Madríd Barcelona vann í gær frábæran 5-2 sigur á Real Madríd er félögin mættust í síðari leik átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Börsungar fóru einnig með sigur af hólmi í fyrri leiknum og hafa því unnið allar viðureignir liðanna. Fótbolti 31. mars 2022 08:31
Man United tilbúið að borga allt að 100 milljónir punda fyrir Tammy Enska knattspyrnufélagið Manchester United vill fá Englendinginn Tammy Abraham í sínar raðir. Er félagið tilbúið að borga allt að 100 milljónir punda fyrir þennan fyrrum leikmann Chelsea. Enski boltinn 31. mars 2022 08:00
Breskur karlmaður í fangelsi fyrir rasísk ummæli í garð Rashford Justin Lee Price, 19 ára karlmaður frá Worcester í Englandi, hefur verið dæmdur í sex vikna fangelsi fyrir rasísk ummæli um Marcus Rashford, framherja Manchester United, á samfélagsmiðilinum Twitter í kjölfar úrslitaleiks EM 2020. Fótbolti 30. mars 2022 23:31
Hetjuleg barátta Íslendingaliðs Bayern dugði ekki til Paris Saint-Germain vann Bayern München á heimavelli í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld eftir framlengdan leik, PSG vann samanlagt 4-3. Fótbolti 30. mars 2022 21:15
Áhorfendamet slegið er Barcelona fór áfram í undanúrslit 91.553 manns fylgdust með á Nou Camp þegar Barcelona vann stóran endurkomu sigur á Real Madrid, 5-2. Er þetta mesti fjöldi sem hefur nokkurntíman mætt á knattspyrnuleik kvenna. Fótbolti 30. mars 2022 18:45
Unglingur dæmdur í fangelsi fyrir að beita Rashford kynþáttaníði Nítján maður hefur verið dæmdur í sex vikna fangelsi fyrir að beita Marcus Rashford kynþáttaníði á Twitter eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu á Evrópumótinu í fótbolta í fyrra. Enski boltinn 30. mars 2022 15:30
Ancelotti með veiruna og gæti misst af endurkomunni á Brúnna Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, hefur greinst með kórónuveiruna. Hann gæti misst af endurkomu á sinn gamla heimavöll, Stamford Bridge, í næstu viku. Fótbolti 30. mars 2022 14:30
Karólína lokuð inni í viku vegna smits: „Þetta er hræðileg tímasetning“ Reglur í Þýskalandi og hjá Bayern München varðandi kórónuveirusmit koma í veg fyrir að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir geti spilað stórleikinn gegn PSG í París í kvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Fótbolti 30. mars 2022 11:31
Ung knattspyrnukona sakar Barcelona um illa meðferð Giovana Queiroz, 18 ára brasilísk landsliðskona í fótbolta, hefur sakað spænska félagið Barcelona um hrottafengna meðferð en hún er leikmaður félagsins. Fótbolti 30. mars 2022 11:00
Lögreglan beitti táragasi á reiða stuðningsmenn Nígeríu sem réðust inn á völlinn Stuðningsmenn nígeríska fótboltalandsliðsins tóku því heldur illa þegar þeirra mönnum mistókst að komast á HM í fyrsta sinn síðan 2006. Fótbolti 30. mars 2022 10:31
Grealish bað dómarann um að sleppa því að reka Aurier út af Jack Grealish bað dómarann í vináttulandsleik Englands og Fílabeinsstrandarinnar um að sleppa því að reka Serge Aurier af velli. Hann taldi að Englendingar myndu græða meira á því að spila gegn fullskipuðu liði Fílbeinsstrendinga. Fótbolti 30. mars 2022 10:00
Reiður eftir að Maguire mátti þola baul frá eigin stuðningsmönnum Stuðningsmenn enska landsliðsins í fótbolta bauluðu á Harry Maguire, miðvörð Manchester United, þegar hann var kynntur til leiks á Wembley í gærkvöld fyrir vináttulandsleikinn við Fílabeinsströndina. Enski boltinn 30. mars 2022 08:31
Baðaðir geislum í vítakeppninni, níddir og rúður í liðsrútu brotnar Liverpool-maðurinn Mohamed Salah var með græna leysigeisla í andlitinu þegar hann tók sitt víti fyrir Egyptaland í úrslitaleiknum gegn Senegal í gær, um laust sæti á HM í fótbolta. Rúður í rútu Egypta voru brotnar fyrir leik og þeir urðu fyrir ýmsu öðru áreiti. Fótbolti 30. mars 2022 07:30
„Að ganga út á þjóðarleikvanginn sem fyrirliði í fyrsta skipti var einstakt“ Fyrir 290 dögum fór Christian Eriksen í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á EM í fótbolta síðasta sumar. Í gær snéri hann aftur á sama völl með danska landsliðinu þegar hann bar fyrirliðabandið í 3-0 sigri gegn Serbíu. Fótbolti 30. mars 2022 07:01
Sjáðu endurkomu Eriksen á Parken og markið sem fullkomnaði hana Það var falleg stund er Christian Eriksen snéri aftur á Parken með danska landsliðinu í fótbolta í kvöld, 290 dögum eftir að leikmaðurinn fór í hjartastopp á sama velli á EM í fyrra. Fótbolti 29. mars 2022 23:00
Dramatík er Kamerún varð síðasta Afríkuþjóðin til að tryggja HM-sætið Kamerún varð í kvöld fimmta og síðasta Afríkuþjóðin til að tryggja sér farseðilinn á HM í Katar er liðið vann 2-1 sigur gegn Alsír í framlengdum leik. Fótbolti 29. mars 2022 22:20
Jón Daði Böðvarsson: Af og til kannski of mikil virðing Jón Daði Böðvarsson leiddi framlínu íslenska A-landsliðs karla í knattspyrnu í vondu 5-0 tapi gegn Spáni í Corona á Spáni í kvöld. Jón Daði sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik og sagði leikinn hafa verið virkilega erfiðan. Fótbolti 29. mars 2022 22:03
„Við mættum ofjörlum okkar í dag“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið hafi mætt ofjörlum sínum í dag er Ísland mátti þola 5-0 tap gegn Spánverjum í vináttulandsleik í fótbolta. Fótbolti 29. mars 2022 21:50
Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. Fótbolti 29. mars 2022 21:41
Marokkó og Túnis tryggðu sér sæti á HM Marokkó og Túnis tryggðu sér sæti á HM í Katar í kvöld. Marokkó vann 4-1 sigur gegn Kongó, en Túnis gerði markalaust jafntefli gegn Malí. Fótbolti 29. mars 2022 21:35
Öruggur sigur Englendinga gegn tíu leikmönnum Fílabeinsstrandarinnar Enska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 3-0 sigur gegn Fílabeinsströndinni er liðin mættust í vináttulandsleik í kvöld. Fótbolti 29. mars 2022 21:01
Pólverjar á leið á HM á kostnað Svía Pólverjar tryggðu sér sæti á HM í Katar með 2-0 sigri gegn Svíum í úrslitaleik umspils í kvöld. Fótbolti 29. mars 2022 20:48
Portúgal tryggði sér farseðilinn á HM Bruno Fernandes sá um markaskorun Portúgala er liðið vann 2-0 sigur gegn Norður-Makedóníu og tryggði liðinu um leið farseðilinn á HM í Katar. Fótbolti 29. mars 2022 20:43
Mané skaut Senegal á HM Sadio Mané reyndist hetja Senegal er hann tryggði liðinu farseðilinn á HM eftir 3-1 sigur gegn Egyptum í vítaspyrnukeppni. Liðsfélagi hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, og félagar hans í egypska landsliðinu sitja hins vegar eftir með sárt ennið. Fótbolti 29. mars 2022 19:58
Útivallarmark tryggði Ganverjum sæti á HM Gana tryggði sér í kvöld farseðilinn á HM í Katar sem fram fer í desember er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Nígeríu. Fótbolti 29. mars 2022 19:28
Eriksen skoraði í endurkomunni á Parken í öruggum sigri Dana Christian Eriksen skoraði þriðja mark danska landsliðsins er liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn Serbum í vináttulandsleik í Danmörku í dag. Þetta var fyrsti leikur Eriksen á Parken síðan hann fór í hjartastopp á sama velli á EM seinasta sumar. Fótbolti 29. mars 2022 17:53
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum: Ein breyting frá seinasta leik Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerir eina breytingu á liðinu frá jafntefli Íslands gegn Finnum á laugardaginn. Íslenska liðið mætir Spánverjum klukkan 18:45. Fótbolti 29. mars 2022 17:44
Fullyrðir að Börsungar séu búnir að ganga frá samningum við Christensen og Kessie Spænski fótboltablaðamaðurinn Guillem Balague fullyrðir að Andreas Christensen, varnamaður Chelsea, og Frank Kessie, miðjumaður AC Milan, muni ganga í raði Barcelona á frjálsri sölu í sumar. Fótbolti 29. mars 2022 17:27
Bjartsýnn á að gömlu góðu tímarnir komi aftur á nýja heimavellinum Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, kveðst ánægður með að hafa krækt í danska framherjann Jannik Pohl en segir að Frammarar þurfi að styrkja sig frekar fyrir átökin í Bestu deild karla. Þeir leika í fyrsta sinn í efstu deild í sumar eftir tæplega áratugar fjarveru. Íslenski boltinn 29. mars 2022 15:45
Kristian lífgaði aðeins upp á veika von Íslands með laglegu marki Kristian Nökkvi Hlynsson tryggði Íslandi stig gegn Kýpur á útivelli í dag, í undankeppni EM U21-landsliða í fótbolta, með laglegu marki á síðustu mínútu uppbótartíma. Fótbolti 29. mars 2022 15:08
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti