Emil fór aftur í hjartastopp: „Þakklátur að þetta hafi farið vel“ Fótboltamaðurinn Emil Pálsson fór aftur í hjartastopp í síðustu viku. Emil lenti í þeirri skelfilegu lífsreynslu að fara í hjartastopp er hann var að spila með Sogndal í Noregi. Nú lenti hann í því að hníga niður á æfingu hjá FH hér á landi. Fótbolti 16. maí 2022 19:52
Íslendingalið Rosengård og Häcken enn ósigruð á toppnum Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í meistaraliði Rosengård fara vel af stað í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Liðið vann enn einn sigurinn í kvöld og er sem stendur ósigrað á toppi deildarinnar. Häcken er einnig ósigrað en Íslendingarnir þar fengu ekki mikinn spiltíma í kvöld. Fótbolti 16. maí 2022 19:01
Leikmaður í ensku B-deildinni kom út úr skápnum | Fengið stuðning úr öllum áttum Jake Daniels hefur átt sannkallað draumatímabil. Braut sér lið inn í aðallið Blackpool, skrifaði undir atvinnumannasamning, raðaði inn mörkum fyrir unglingalið félagsins og naut sín í botn. Það var þó alltaf eitthvað sem lá þungt á honum, þangað til nú. Enski boltinn 16. maí 2022 18:16
Ten Hag vill halda Ronaldo hjá Man Utd Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Manchester United, vill halda portúgalska framherjanum Cristiano Ronaldo í röðum félagsins. Enski boltinn 16. maí 2022 17:16
Rúnar Már farinn frá rúmensku meisturunum Rúnar Már Sigurjónsson er án félags eftir að hafa rift samningi sínum við rúmenska meistaraliðið Cluj. Fótbolti 16. maí 2022 16:30
Leiknismenn nálgast óvinsælt hálfrar aldar met sem enginn hélt að myndi falla Leiknismenn hafa ekki ekki skorað sjálfir í Bestu deildinni í sumar því eina mark liðsins var sjálfsmark í boði Eyjamanna. Nú er svo komið að met sem flestir héldu að myndu lifa að eilífðu er í smá hættu. Íslenski boltinn 16. maí 2022 14:30
Lék í sjötíu mínútur með brotið rifbein: „Ég var að drepast“ „Planið hjá honum var eflaust ekki að reyna að rifbeinsbrjóta mig,“ segir Aron Jóhannsson um það þegar FH-ingurinn Steven Lennon braut á honum í leik FH og Vals á dögunum. Eitt rifbein brotnaði þó en Aron vonast til að geta spilað fljótt aftur. Íslenski boltinn 16. maí 2022 14:01
Luis Suarez og Paulo Dybala báðir á förum frá sínum félögum Luis Suarez og Paulo Dybala eru báðir að leita sér að nýjum félögum en þetta var staðfest eftir leiki liða þeirra í gær. Fótbolti 16. maí 2022 13:31
Fékk gefins bikar sem var næstum því eins stór og hann Stuðningsmenn Napoli fengu tækifæri til að kveðja mikla goðsögn á Stadio Maradona í gær og eftir leikinn fékk fyrirliði liðsins risabikar í kveðjugjöf. Fótbolti 16. maí 2022 13:00
Mo Salah mætti með landa sinn í hjólastól inn í klefa Liverpool eftir bikarúrslitaleikinn Það var mikill fögnuður í búningsklefa Liverpool eftir sigurinn á Chelsea í bikarúrslitaleiknum á Wembley um helgina en þar voru ekki bara leikmenn og starfsmenn nýkrýndu bikarmeistaranna. Enski boltinn 16. maí 2022 12:00
Kysst í bak og fyrir þegar hún kom inn á sem varamaður Óvenjuleg skipting fór fram í lokaleik spænsku meistaranna í Barcelona í kvennadeildinni á Spáni í gær en allir leikmennirnir tuttugu og tveir inn á vellinum stilltu þá sér upp við miðlínuna í miðjum leik. Fótbolti 16. maí 2022 11:00
Heilarannsóknateymi hjálpaði Liverpool að vinna báða bikarana Liverpool hefur unnið tvo titla á tímabilinu og þá báða eftir sigur í framlengdri vítakeppni á Wembley. Leikmenn Liverpool hafa verið sterkari á taugum í vítakeppnunum og það kemur ekki alveg af sjálfu sér. Enski boltinn 16. maí 2022 10:31
Sjáðu neglu Daníels og örvfættu reynsluboltana galdra fram sigurmark Stjarnan varð fyrsta liðið til að vinna Valsmenn í gær en eina mark leiksins kom ekki fyrr en í uppbótartíma. FH og KA unnu einnig góða sigra þegar sjötta umferð Bestu deildarinnar fór af stað en hér má ská öll mörkin frá því í gær. Íslenski boltinn 16. maí 2022 09:31
Fannst ömurlegt á körfuboltaæfingum og veit ekki hvaðan löngu innköstin komu Sveindís Jane Jónsdóttir, nýkrýndur Þýskalandsmeistari, veit ekki hvaðan hæfileiki hennar til að grýta boltanum langt inn í vítateig andstæðinganna kemur. Í yngri flokkunum stundaði hún það að kasta boltanum í mótherja og inn. Fótbolti 16. maí 2022 09:00
Fjölskyldur leikmanna urðu fyrir kynþáttahatri á Goodison Park í gær Gærdagurinn var erfiður fyrir Everton í síðasta heimaleik tímabilsins og það lítur út fyrir að stuðningsmenn félagsins hafi orðið sér og sínum til skammar í mótlætinu. Enski boltinn 16. maí 2022 08:31
Hrósaði endurkomunni og segir þetta enn vera í höndum Man City Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði leikmönnum sínum eftir endurkomu liðsins gegn West Ham United. Meistararnir lentu 0-2 undir en komu til baka og hefðu getað náð í stigin þrjú ef Riyad Mahrez hefði ekki brennt af vítaspyrnu. Enski boltinn 16. maí 2022 07:00
Ótrúlegt tímabil Barcelona heldur áfram: Enduðu með fullt hús stiga Hið ótrúlega lið Barcelona vann Atlético Madríd 2-1 í spænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Það þýðir að Barcelona endar tímabilið með fullt hús stiga, 30 sigrar í 30 leikjum. Fótbolti 15. maí 2022 22:30
Umfjöllun og viðtal: Stjarnan - Valur 1-0 | Fyrsta tap Vals Oliver Haurits tryggði Stjörnunni 1-0 sigur á Val með marki í uppbótartíma er liðin mættust á Samsung-vellingum í Garðabæ í Bestu deild karla í fótbolta. Um er að ræða fyrsta tap Vals í sumar. Íslenski boltinn 15. maí 2022 21:15
Inter frestar fagnaðarhöldum nágranna sinna Inter vann 3-1 útisigur á Cagliari í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sigurinn þýðir að það ræðst í síðustu umferð hver verður Ítalíumeistari en AC Milan er með tveggja stiga forystu á Inter fyrir lokaumferðina. Fótbolti 15. maí 2022 20:40
Slæmt gengi AGF heldur áfram Hvorki gengur né rekur hjá AGF. Liðið tapaði 1-0 fyrir Viborg og er enn í fallhættu þó markatala liðsins virðist ætla að halda því í efstu deild. Þá tapaði Álaborg fyrir Bröndby á heimavelli. Fótbolti 15. maí 2022 20:16
Komnir á toppinn en heldur löppunum á jörðinni Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var ánægður eftir 3-0 sigur hans manna á Skagamönnum í dag. Það var mikill vindur á Akranesi og völlurinn ekki upp á sitt besta. Íslenski boltinn 15. maí 2022 20:00
Ekkert fjögurra efstu liðanna vann | Börsungar öruggir með annað sætið Alls fóru níu leikir fram í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í kvöld. Ekkert af efstu fjórum liðum deildarinnar tókst að landa sigri sem þýðir að eftir hörmungar gengi Barcelona á leiktíðinni þá endar liðið samt sem áður í öðru sæti. Fótbolti 15. maí 2022 19:35
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - KA 0-3 | Akureyringar á toppinn eftir stórsigur KA sá til þess að ÍA tapaði þriðja leiknum í röð í Bestu deild karla en leik liðanna á Akranesi lauk með 3-0 sigri gestanna. Akureyringar fóru með sigrinum á topp deildarinnar en liðið hefur ekki enn tapað leik og þá hefur það aðeins fengið á sig tvö mörk í sex leikjum. Íslenski boltinn 15. maí 2022 19:15
Einum sigri frá fyrsta meistaratitlinum síðan 2011 AC Milan vann 2-0 sigur á Atalanta í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fari svo að nágrannar þeirra í Inter vinni ekki Cagliari í kvöld þá er AC Milan meistari í fyrsta sinn síðan 2011. Fótbolti 15. maí 2022 18:05
Falldraugurinn hvergi nærri horfinn eftir tvö rauð og tap Everton tapaði 2-3 gegn Brentford í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Liðið missti tvívegis niður forystu og nældi sér í tvö rauð spjöld. Enski boltinn 15. maí 2022 17:51
Umfjöllun og viðtöl: FH 2-0 ÍBV | FH-ingar aftur á sigurbraut FH vann 2-0 sigur á nýliðum ÍBV í 6. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. FH fer upp í sjö stig en Eyjamenn leita enn síns fyrsta sigurs. Íslenski boltinn 15. maí 2022 17:45
Svava Rós skoraði tvö er Brann fór á toppinn Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði tvívegis er Brann vann 10-0 stórsigur á Åvaldsnes í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í Svíþjóð voru íslenskir bakverðir í eldlínunni. Fótbolti 15. maí 2022 17:35
Guðlaugur kom inn af bekknum er Schalke tryggði sér deildarmeistaratitilinn Guðlaugur Victor Pálsson lék seinasta hálftíman er Schalke tryggði sér deildarmeistaratitilinn í þýsku B-deildinni í fótbolta með 2-1 sigri gegn Nurnberg í lokaumferð deildarinnar í dag. Fótbolti 15. maí 2022 17:00
Ólafur vildi lítið tjá sig um mál Eggerts sem æfði með FH á meðan leyfinu stóð Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var ánægður með innkomu Eggerts Gunnþórs Jónssonar inn í lið hans í dag er FH vann 2-0 sigur á ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta í Kaplakrika í Hafnarfirði. Að öðru leyti vildi hann lítið tjá sig um mál hans. Íslenski boltinn 15. maí 2022 16:55
Hákon Arnar kom FCK á bragðið og titillinn er í augsýn FC Kaupmannahöfn vann gríðarlega mikilvægan 2-0 útisigur á Randers í baráttunni um danska meistaratitilinn í fótbolta. Hákon Arnar Haraldsson kom FCK á bragðið en liðið er nú hársbreidd frá því að vinna dönsku úrvalsdeildina. Fótbolti 15. maí 2022 16:25