Roma tryggði Evrópudeildarsætið með fyrsta sigrinum síðan 10. apríl Lokaumferð Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, hófst í kvöld með einum leik. Lærisveinar José Mourinho gulltryggðu Evrópudeildarsæti sitt á næstu leiktíð með 3-0 útisigri á Torino. Tvö markanna komu úr vítaspyrnu. Fótbolti 20. maí 2022 20:55
Stórskytta Arsenal áfram í Lundúnum: „Verðum að vinna titla“ Vivianne Miedema, ein albesta knattspyrnukona heims, hefur ákveðið að endursemja við Arsenal þrátt fyrir að vera orðið við lið á borð París Saint-Germain og Barcelona. Hún segir að Skytturnar verði að gera betur. Enski boltinn 20. maí 2022 20:15
Gæti leikið í ensku B-deildinni á næstu leiktíð Samningur Gareth Bale við Spánarmeistara Real Madríd rennur út í sumar. Samkvæmt fjölmiðlum ytra gæti hann tekið slaginn með Cardiff City í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Enski boltinn 20. maí 2022 19:31
Hörður Björgvin yfirgefur CSKA Moskvu í sumar Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon mun yfirgefa CSKA Moskvu í sumar. Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum rússneska félagsins. Fótbolti 20. maí 2022 18:30
Rosengård enn ósigrað Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård unnu 3-0 útisigur á Eskilstuna United í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fótbolti 20. maí 2022 18:01
Thomas Tuchel: Kraftaverk að hafa náð þriðja sætinu án Kante Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, er á því að það hafi verið mikið afrek hjá hans mönnum að ná þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni miðað við öll þau meiðslavandræði sem miðjumaðurinn N'Golo Kante glímdi á leiktíðinni. Enski boltinn 20. maí 2022 17:30
Tóku ekki undir gagnrýni Alexanders og sögðu sessunaut hans drepa alla von Dómgæslan á leik Aftureldingar og Stjörnunnar var til umræðu í Bestu mörkunum en þjálfari Aftureldingar var afar ósáttur með dómarann eftir 3-1 tap sinna kvenna. Íslenski boltinn 20. maí 2022 17:01
Richarlison gaf skít í Carragher í nótt Brasilíski knattspyrnumaðurinn Richarlison sá ástæðu til að hnýta í sparkspeking Sky, gamla Liverpool-manninn Jamie Carragher, í nótt. Enski boltinn 20. maí 2022 16:16
„Gefur þeim svakalega mikið“ að hafa kveðið Kópavogsgrýlu í kútinn Margrét Lára Viðarsdóttir segir sitt gamla lið ÍBV hafa sýnt mikið meiri stöðugleika í upphafi leiktíðar heldur en síðustu ár. Eyjakonur unnu frækinn 1-0 sigur gegn Breiðabliki í Kópavogi í gær eftir að hafa skíttapað þar 7-2, 8-0 og 9-2 síðustu þrjú ár. Íslenski boltinn 20. maí 2022 15:31
Sjáðu Selfoss-heimsókn Helenu: „Ættu allir að vilja hafa eina Sif í liðinu sínu“ Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, skellti sér á Selfoss á dögunum og afraksturinn var sýndur í þætti gærkvöldsins. Íslenski boltinn 20. maí 2022 14:00
Dagný framlengdi við West Ham: „Fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur“ Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir verður áfram í London næstu árin en hún hefur gengið frá nýjum samningi við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. Enski boltinn 20. maí 2022 13:30
Haaland gaf öllum liðsfélögunum milljóna Rolex úr Erling Braut Haaland kvaddi Borussia Dortmund á dögunum en hann er að ganga til liðs við Manchester City í sumar. Enski boltinn 20. maí 2022 11:31
Rose rekinn frá Dortmund Borussia Dortmund hefur sagt knattspyrnustjóranum Marco Rose upp störfum. Fótbolti 20. maí 2022 11:16
U-beygja hjá Mbappé? Svo virðist sem Kylian Mbappé hafi snúist hugur og verði áfram hjá Paris Saint-Germain í stað þess að fara til Real Madrid. Fótbolti 20. maí 2022 10:00
Ekki mikið varið í VAR-ið í enska: Enginn fær að starfa á HM í Katar Varsjáin eða VAR-ið eins og Bretinn kallar myndbandstuðningskerfi dómaranna í ensku úrvalsdeildinni er oft á milli tannanna á fólki enda eru ensku myndbandsdómararnir oft umdeildir. Enski boltinn 20. maí 2022 09:30
Elska að spila með fyrirmyndunum: „Hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta“ Tvær af ungu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins njóta þess að spila með eldri leikmönnum liðsins sem þær hafa litið lengi upp til. Fótbolti 20. maí 2022 09:01
Vieira sparkaði í stuðningsmann Everton eftir leikinn Patrick Vieira, knattspyrnustjóri Crystal Palace, var þekktur fyrir að láta finna fyrir sér sem leikmaður en í gær virðist hann því miður hafa rifjað upp góðu gömlu dagana. Enski boltinn 20. maí 2022 08:01
Konur dæma á HM karla í fyrsta skipti í sögunni Í fyrsta skipti í sögunni munu kvenkyns dómarar dæma leiki á Heimsmeistaramóti karla í fótbolta þegar mótið fer fram í Katar í nóvember og desember síðar á þessu ári. Fótbolti 20. maí 2022 07:00
Lampard: Ein besta stund fótboltaferilsins Frank Lampart, þjálfari Everton, var skiljanlega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar liðið vann 3-2 endurkomusigur gegn Crystal Palace í kvöld. Enski boltinn 19. maí 2022 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. Fótbolti 19. maí 2022 22:33
Arndís á von á barni og verður ekki meira með Keflavík í sumar Keflvíkingar verða án Arndísar Snjólaugar Ingvarsdóttur það sem eftir er af tímabili í Bestu-deild kvenna í fótbolta. Arndís á von á barni og leikur því ekki meira með liðinu á tímabilinu. Íslenski boltinn 19. maí 2022 22:31
„Alveg með ólíkindum að við skulum ekki fá víti“ Selfoss og Keflavík gerðu í kvöld markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur var ánægður með frammistöðu síns liðs, en hafði þó ýmislegt að segja um dómgæsluna. Fótbolti 19. maí 2022 21:52
Fylkir og Grótta í efstu sætin | Víkingur van öruggan sigur Fylkir og Grótta lyftu sér í efstu tvo sæti Lengjudeildar karla með sigrum í kvöld. Fylkir vann öruggan 5-2 sigur gegn Fjölni og Grótta vann 2-0 sigur gegn þjálfaralausum HK-ingum. Í Lengjudeild kvenna vann Víkingur öruggan 3-0 sigur gegn Grindavík. Fótbolti 19. maí 2022 21:45
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 0-1 | Óvæntur útisigur Eyjakvenna Eyjakonur gerðu góða ferð upp á land og unnu óvæntan 0-1 útisigur er liðið heimsótti Breiðablik í Bestu-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 19. maí 2022 21:08
Burnley með örlögin í eigin höndum eftir jafntefli gegn Aston Villa Burnley er í bílstjórasætinu í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni eftir 1-1 jafntefli gegn Aston Villa í kvöld. Enski boltinn 19. maí 2022 21:02
Chelsea svo gott sem tryggði þriðja sætið Chelsea fer ólíklega ofar eða neðar í töflunni úr þessu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Leicester í næstsíðasta leik liðanna á tímabilinu. Enski boltinn 19. maí 2022 20:53
Ótrúlegur viðsnúningur bjargaði Everton frá falli Everton tryggði áframhaldandi veru sína í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið vann ótrúlegan endurkomusigur gegn Crystal Palace í kvöld. Lokatölur 3-2, en gestirnir í Crystal Palave höfðu 2-0 forystu þegar flautað var til hálfleiks. Enski boltinn 19. maí 2022 20:44
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 9-1 | Valskonur burstuðu KR á Hlíðarenda Munurinn á Val og KR var sjáanlegur á löngum köflum í dag þegar fyrrnefnda liðið gjörsigraði gesti sína í 5. umferð Bestu deildar kvenna. Sóknarþunginn kom í bylgjum og 10 mörk litu dagsins ljós í heild sína en níu þeirra voru Valsmegin. Íslenski boltinn 19. maí 2022 20:08
Stórir íslenskir sigrar í norska bikarnum Fyrsta umferð norsku bikarkeppninnar fór fram í dag. Alls voru fimm Íslendingalið í eldlínunni og öll unnu þau stórsigra. Fótbolti 19. maí 2022 17:53
Þjálfari íslensku stelpnanna í Brann gæti orðið þjálfari íslensku stelpnanna í Bayern Alexander Straus hefur verið að gera góða hluti með kvennalið Brann í norska fótboltanum og nú er hann orðaður við starfið hjá kvennaliði Bayern München. Fótbolti 19. maí 2022 16:00