Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Það er fjósalykt af þessu

„Það dugar ekkert minna fyrir drottningarnar okkar. Það er bara við hæfi að þær fái heilan kastala út af fyrir sig,“ sagði Svava Kristín þegar hún heimsótti stelpurnar okkar í smábænum Crewe sem er u.þ.b. 40 km frá Manchester.

Fótbolti
Fréttamynd

Di Maria semur við Juventus og Pogba á leiðinni

Ítalska liðið Juventus tilkynnti í kvöld að hinn argentínski Angel Di Maria væri búinn að skrifa undir eins árs samning við félagið. Stuttu síðar lenti Paul Pogba lenti í Tórínó til að ganga frá sínum samningi við liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

EM í dag: Spurningakeppni og fyrirliðabandið

Svava Kristín Grétarsdóttir heldur áfram að fylgja á eftir íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Í þætti dagsins keppa Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir í spurningakeppni fyrir framan kastalann sem liðið gistir í.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka

Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu.

Fótbolti
Fréttamynd

Frá Man City til Real Madríd

Caroline Elspeth Lillias Weir hefur samið við Real Madríd. Hún lék síðast með Manchester City en þetta er í fyrsta sinn sem hin 27 ára gamla Weir fer út fyrir Bretlandsteyjar til að spila.

Fótbolti
Fréttamynd

Þungavigtin: Miloš varnarsinnaðri en Arnar betri þjálfari

Einar Guðnason, fyrrverandi aðstoðarmaður Arnars Gunnlaugssonar og Miloš Milojević var gestur í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í vikunni. Hann reyndi meðal annars að leggja mat á það hvor væri betri þjálfari, Arnar eða Miloš, og hver munurinn á leikstíl þessara tveggja þjálfara væri.

Fótbolti