„Mjög gott að fá stórleik eftir svona vonbrigði“ Risaleikur Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld kemur strax í kjölfarið á Evrópuævintýrum liðanna. Þjálfarar liðanna fagna því. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 14:01
Búinn að eiga beinan þátt í tólf mörkum KA-liðsins í röð Nökkvi Þeyr Þórisson var maðurinn á bak við öll þrjú mörk KA-manna í sigrinum á Skagamönnum í Bestu deildinni í gær og nú eru liðnir fimm heilir leikir og fjórar vikur síðan að KA-menn skoruðu án þátttöku hans. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 13:30
„Háðugleg útreið“ Manchester United endaði með lögregluheimsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk um helgina tilkynningu um mann sem hafði misst stjórn á skapi sínu í heimahúsi er hann horfði á fótboltaleik. Lið hans var að tapa stórt en er lögregla kom á staðinn hafði hann náð að róa sig og sætt sig við tapið. Innlent 15. ágúst 2022 13:21
Stórleikur sem bæði lið verða að vinna Í kvöld mæta Íslands og bikarmeistarar Víkings á Kópavogsvöll og mæta þar toppliði Bestu deildar karla. Um er að ræða þau tvö lið sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og voru framan af tímabili talin líklegust til afreka í sumar. Nú er komið annað hljóð í landann og þurfa bæði lið á sigri að halda þar sem bæði KA og Valur virðast allt í einu ætla að blanda sér í toppbaráttuna. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 13:01
Keyptu Mané dýrum dómum en táningurinn stelur fyrirsögnunum Þegar Sadio Mané gekk í raðir Þýskalandsmeistara Bayern München í sumar var talið að hann yrði ein af stjörnum liðsins. Þó hann sé án efa með betri leikmönnum liðsins og í Þýskalandi yfir höfuð þá hefur annar leikmaður Bayern stolið fyrirsögnunum í upphafi móts, sá heitir Jamal Musiala og er aðeins 19 ára gamall. Fótbolti 15. ágúst 2022 12:31
Hugrakkur Evrópumeistari söng „Sweet Caroline“ hátt og skýrt Íslendingarnir í Bayern München þekkja vel vígsluathöfnina sem allir leikmenn liðsins þurfa að ganga í gegnum. Þær hafa þó sjaldan séð aðra eins kyndingu eins og hjá hinni ensku Georgiu Stanway á dögunum. Fótbolti 15. ágúst 2022 12:00
Unglingar gerðu aðsúg að Gísla eftir upptökuleikinn en Óli Jó grínaðist í honum Fjöldi þjóðþekktra knattspyrnumanna kemur við sögu í upptöku frá leik KR og FH frá árinu 1991, þar sem dómari leiksins var með hljóðnema. Börn og ungmenni gerðu aðsúg að dómara eftir leik og létu ljót orð falla. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 11:04
Utan vallar: Hugur manns er hjá þeim sem halda bæði með FH og Man. United Að vera bæði FH og Manchester United stuðningsmaður í dag er algjört kvalræði og þau hin sömu hljóta að þurfa á miklum og jákvæðum stuðningi að halda eftir enn eina martraðarhelgina. Fótbolti 15. ágúst 2022 10:01
Chelsea þarf að punga út rúmlega átta milljörðum fyrir ungstirnið úr Bítlaborginni Enskir fjölmiðlar greina frá því að Chelsea sé á höttunum á eftir Anthony Gordon, leikmanni Everton. Chelsea hefur boðið 40 milljónir punda en liðið frá Bítlaborginni sættir sig ekki við minna en 50 milljónir punda. Enski boltinn 15. ágúst 2022 09:01
Valsmenn í sjötta himni, Nökkvi Þeyr allt í öllu hjá KA og ÍBV sökkti FH Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í gær, sunnudag. Alls litu 15 mörk dagsins ljós í þremur stórsigrum en mörkin má öll sjá hér að neðan. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 08:00
Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. Enski boltinn 15. ágúst 2022 07:31
Úkraínskir krakkar lærðu fótbolta og eignuðust nýja vini hjá Þrótti Úkraínskir krakkar nutu velvildar Þróttara í liðinni viku þegar þeim var boðið að sækja fótboltanámskeið. Það voru Úkraínumennirnir Konstiantyn Iaroshenko og Konstiantyn Pikul, leikmenn Þróttar, sem leiðbeindu krökkunum sem sumir höfðu aldrei spilað fótbolta áður. Innlent 15. ágúst 2022 06:22
Tuchel vill ekki sjá Taylor dæma hjá Chelsea aftur Thomas Tuchel var ekki par hrifinn af frammistöðu Anthony Taylor, dómara, í leik Chelsea gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. Fótbolti 14. ágúst 2022 23:25
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur-Stjarnan 6-1 | Mörkunum rigndi á Hlíðarenda Valur vann sannfærandi 6-1 sigur þegar Stjarnan kom í heimsókn á Origo-völlinn að Hlíðarenda í 17. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 14. ágúst 2022 22:47
Real Madrid snéri taflinu sér í vil í seinni hálfleik Ríkjandi Spánarmeistarar, Real Madrid, höfðu betur, 2-1, þegar liðið mætti Almeria á útivelli í fyrstu umferð spænsku efstu deildarinnar í fótbolta karla í kvöld. Fótbolti 14. ágúst 2022 21:54
Tryggvi Hrafn: „Mér fannst ég skulda sjálfum mér, liðsfélögum og fólkinu frammistöðu“ Valsmenn unnu frábæran 6-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild Karla á Hlíðarenda í kvöld. Tryggvi Hrafn Haraldsson var ásamt öðrum sóknarmönnum Vals magnaður í leiknum. Sport 14. ágúst 2022 21:40
Albert lagði upp markið sem skipti sköpum Albert Guðmundsson lagði upp sigurmark Genoa þegar liðið bar 2-1 sigur úr býtum gegn Venezia í fyrstu umferð ítölsku B-deildarinnar í fótbolta karla í kvöld. Fótbolti 14. ágúst 2022 21:36
Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. Enski boltinn 14. ágúst 2022 21:30
Rómverjar byrja á naumum sigri Roma fór með 1-0 sigur af hólmi þegar liðið sótti Salernitana heim í fyrstu umferð ítölsku efstu deildarinnar í fótbolta karla í kvöld. Fótbolti 14. ágúst 2022 21:28
Þór stöðvaði sigurgöngu HK Þór Akureyri bar 2-0 sigur úr býtum þegar liðið fékk topplið Lengjudeildar karla í fótbolta, HK, í heimsókn í Þorpið í kvöld. Fótbolti 14. ágúst 2022 20:54
Jón Þór: Stór móment sem breyta þessum leik Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ánægður með andann í sínu liði þrátt fyrir 3-0 tap gegn KA í dag. Liðið situr í botnsæti deildarinnar og hefur nú tapað sjö leikjum í röð. Fótbolti 14. ágúst 2022 20:33
Afleitt gengi Víkingsbananna heima fyrir heldur áfram Slask Wroclaw bar sigurorð af Lech Poznan með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í pólsku efstu deildinni í fótbolta karla í kvöld. Fótbolti 14. ágúst 2022 20:20
Hallgrímur: Við erum bara í þessari toppbaráttu Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, var ánægður með 3-0 sigur sinna manna gegn ÍA á Greifavellinum á Akureyri í dag. Arnar Grétarsson, aðalþjálfari liðsins, tók út sinn annan leik af fimm leikja banni sem hann hefur verið dæmdur í. Fótbolti 14. ágúst 2022 20:05
Nökkvi: Þegar maður heyrir áhuga þá reikar hugurinn eitthvað KA vann 3-0 sigur gegn ÍA í Bestu deild karla á Greifavellinum í dag. Skagamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir 35. mínútna leik og heimamenn gengu á lagið með þremur góðum mörkum í seinni hálfleik. Hallgrímur Mar skoraði eitt mark og Nökkvi Þeyr Þórisson tvö. Nökkvi er þar með orðinn markahæstur í deildinni sem stendur með 13 mörk. Fótbolti 14. ágúst 2022 19:06
Þrjú íslensk mörk fyrir Sogndal Jónatan Ingi Jónsson skoraði tvö marka Sogndal í 4-0 sigri liðsins gegn Mjøndalen. Valdimar Þór Ingimundarson var einnig á meðal markaskorara hjá Sogndal. Fótbolti 14. ágúst 2022 18:36
Þægilegur sigur Bayern München Bayern München er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í þýsku efstu deildinni í fótbolta karla. Liðið vann Wolfsburg með tveimur mörkum gegn engu á Allianz Arena. Fótbolti 14. ágúst 2022 18:17
Umfjöllun: KA-ÍA 3-0 | Nökkvi Þeyr í stuði þegar KA vann ÍA Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði tvö mörk og Hallgrímur Mar Steingrímsson eitt þegar KA vann sannfærandi 3-0 sigur gegn ÍA í 17. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á KA-vellinum í dag. Íslenski boltinn 14. ágúst 2022 18:04
Arnór með sitt annað mark í endurkomunni Arnór Sigurðsson skoraði mark Norrköping þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Elfsborg í sænsku efstu deildinni í fótbolta karla í dag. Fótbolti 14. ágúst 2022 17:56
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-FH 4-1 | Stórsigur Eyjamanna á líflitlum Hafnfirðingum Bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda þegar ÍBV tók á móti FH í fallslag. Eyjamenn höfðu betur og unnu sannfærandi 4-1 sigur á slökum FH-ingum. Íslenski boltinn 14. ágúst 2022 17:54
Kane tryggði Tottenham stig á ögurstundu Chelsea og Tottenham Hotspur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í Lundúnaslag á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. Enski boltinn 14. ágúst 2022 17:36