Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Forseti PSG sagður eiga þátt í mannráni og pyntingum

Franska dagblaðið Libération greinir frá því í dag að hinn katarski Nasser Al-Khelaifi, forseti franska fótboltaliðsins Paris Saint-Germain, hafi átt þátt í mannráni franskalsírsks kaupsýslumanns. Sá á að hafa haft undir höndum gögn sem sýndu Al-Khelaifi ekki í góðu ljósi.

Fótbolti
Fréttamynd

Útlit fyrir að Ronaldo byrji gegn Man. City

Útlit er fyrir að Cristiano Ronaldo verði í byrjunarliði Manchester United, í fyrsta sinn í sjö vikur, þegar liðið mætir meisturum Manchester City í stórleik um helgina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Engillinn minn, ástin mín, Sean Dyche“

Sean Dyche, fyrrum stjóri Watford og Burnley, átti gott samband við tónlistargoðið Elton John þegar hann var hjá fyrrnefnda liðinu. Elton var eigandi Watford frá 1976 til 1990 og aftur frá 1997 til 2002 og er heiðursforseti félagsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Leikmaður Bayern leitaði til óperusöngvara

Þekkt er að fótboltamenn leiti til styrktarþjálfara, næringarfræðinga, sálfræðinga og jafnvel töfralækna til að hjálpa sér að ná hámarksárangri inni á vellinum. En þeir eru ekki margir sem hafa notið aðstoðar óperusöngvara.

Fótbolti
Fréttamynd

Gunnar um upp­ganginn Fær­eyja: „Margir að toppa á sama tíma“

Færeyska landsliðið í fótbolta vann frækinn sigur á Tyrklandi á sunnudag en um er að ræða stærsta sigur liðsins síðan gegn Grikklandi fyrir sjö árum síðan. Gunnar Nielsen, markvörður FH í Bestu deild karla, segir aðstæður gera það að verkum að stærð sigur sunnudagsins virðist ekki eins mikil.

Fótbolti
Fréttamynd

Grétar Rafn orðaður við PSV

Grétar Rafn Steinsson er orðaður við starf tæknilegs ráðgjafa hjá PSV sem leikur í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Grétar Rafn starfar í dag fyrir Tottenham Hotspur á Englandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Varði fimmta vítið í röð

Yann Sommer, markvörður Borussia Mönchengladbach og svissneska landsliðsins, hefur varið síðustu fimm vítaspyrnur sem hann hefur fengið á sig í leik með landsliðinu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Danir spila í mótmælatreyjum á HM

Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel segir að með hönnun á nýju HM-treyju danska landsliðsins í fótbolta sé ætlunin að mótmæla Katar og mannréttindabrotum þar í landi.

Fótbolti