Sigurður Höskuldsson hættir hjá Leikni eftir tímabilið Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, mun segja skilið við liðið eftir yfirstandandi leiktímabil. Þetta fullyrðir Guðmundur Benediktsson á Twitter. Fótbolti 5. október 2022 19:31
Leipzig fór auðveldlega í gegnum Celtic | Salzburg á topp E-riðils Red Bull liðin Leipzig og Salzburg unnu bæði sigra í sínum leikjum í fyrstu viðureignum Meistaradeildar Evrópi í dag. Fótbolti 5. október 2022 18:45
Umfjöllun: ÍBV 2-1 FH | FH-ingar áfram í fallsæti eftir tap í Eyjum ÍBV vann öflugan 2-1 sigur á FH í Vestmannaeyjum í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri helmings Bestu-deildarinnar. Með sigrinum er ÍBV nú fjórum stigum fyrir ofan FH með 23 stig á meðan Hafnfirðingar eru enn þá í næst neðsta sæti með 19 stig. Fótbolti 5. október 2022 17:30
Frá Fagralundi til Kalkútta Þórhallur Siggeirsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari East Bengal sem leikur í indversku úrvalsdeildinni. Fótbolti 5. október 2022 17:00
Núñez: „Ég skil ekki orð af því sem Klopp segir“ Darwin Núñez, framherji Liverpool, segist lítið skilja í Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra liðsins. Enskukunnátta leikmannsins er ekki upp á sitt besta en hann kveðst vera á réttri leið eftir erfiða byrjun í Bítlaborginni. Enski boltinn 5. október 2022 16:31
Xabi Alonso að taka við Leverkusen Xabi Alonso, fyrrverandi leikmaður Liverpool, Real Madrid og fleiri liða, mun að öllum líkindum verða næsti knattspyrnustjóri Bayer Leverkusen. Fótbolti 5. október 2022 15:30
Lærisveinninn tók við af Guðjóni: „Fengið frábæran skóla undanfarin ár“ Víkingur Ólafsvík hefur fundið arftaka Guðjóns Þórðarsonar og leitaði ekki langt yfir skammt því nýr þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta er heimamaðurinn Brynjar Kristmundsson. Fótbolti 5. október 2022 15:01
Rosenborg kynnir Ísak Snæ til leiks Norska liðið Rosenborg hefur gengið frá kaupum á Ísaki Snæ Þorvaldssyni frá Breiðabliki. Ísak klárar tímabilið hér heima og fer til Rosenborgar um áramótin. Íslenski boltinn 5. október 2022 14:33
Gaf mark og fékk svo glórulaust rautt spjald: „Þetta er hræðilegt“ Antonio Adán, markvörður Sporting frá Lissabon, hefur átt betri daga en í gær. Hann gaf Marseille mark og fékk svo beint rautt spjald fyrir að handleika knöttinn utan teigs í 4-1 tapi Sporting í Frakklandi í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 5. október 2022 13:30
Eigandi City sakaður um að aðstoða rússneska óligarka við að komast undan refsiaðgerðum Sheikh Mansour bin Zayed Al Nahyan, eigandi enska knattspyrnuliðsins Manchester City og staðgengill forsætisráðherra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, gæti sætt rannsókn breskra yfirvalda vegna ásakana um að aðstoða rússneska óligarka við að komast undan refsiaðgerðum breskra yfirvalda. Enski boltinn 5. október 2022 12:30
Mættar til Algarve en vita ekki hvert þær fara svo Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú komið saman í Algarve í Portúgal þar sem það mun æfa næstu daga fyrir leikinn sem sker úr um það hvort þær komist í lokakeppni HM í fyrsta sinn. Fótbolti 5. október 2022 12:00
Finnst bjór vondur en hefur framleiðslu á „Bale Ale“ Fótboltamaðurinn Gareth Bale hefur sjósett bjórvörumerki í samstarfi við velska bruggverksmiðju. Sölu á bjórnum er ætlað að styrkja grasrótarstarfsemi í velskum fótbolta. Fótbolti 5. október 2022 11:00
Myndir af Zlatan með Berlusconi vekja spurningar Sænska knattspyrnugoðið Zlatan Ibrahimovic birti í gær af sér mynd á Instagram með ítalska stjórnmálamanninum Silvio Berlusconi sem vakið hefur upp spurningar. Fótbolti 5. október 2022 09:30
Öll mörkin úr Meistaradeildinni: Sjáðu perlumark Liverpool Barcelona er komið í slæm mál eftir tap gegn Inter í dauðariðlinum og Napoli heldur áfram að slá í gegn og er fyrir ofan Liverpool, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Átta leikir voru spilaðir í gær og nú má sjá mörkin úr þeim öllum hér á Vísi. Enski boltinn 5. október 2022 09:01
„Ég er hneykslaður“ Þjálfara Barcelona, Xavi, var heitt í hamsi eftir 1-0 tapið gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og taldi óréttláta dómgæslu hafa orðið sínu liði að falli. Fótbolti 5. október 2022 07:31
„Gott að maður hafi náð að sokka allavega einhverja“ Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Breiðabliks, hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar. Þeir voru ekki margir sem höfðu trú á honum þegar hann gekk til liðs við Breiðablik frá Mjøndalen í Noregi fyrir tímabilið, en hann hefur heldur betur sannað sig. Fótbolti 5. október 2022 07:02
„Það eina sem skiptir máli er að vinna og hjálpa liðinu“ Trent Alexander-Arnold, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, gat leyft sér að brosa eftir 2-0 sigur liðsins gegn Rangers í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 4. október 2022 22:00
Vardy þarf að greiða Rooney tæpar 250 milljónir í málskostnað Rebekah Vardy, eiginkona knattspyrnumannsins Jamie Vardy, mun þurfa að borga Coleen Rooney, eiginkonu fyrrverandi knattspyrnumannsins Wayne Rooney, um 1,5 milljón punda eftir að hafa tapað meiðyrðamáli gegn hinni síðarnefndu á dögunum. Fótbolti 4. október 2022 21:30
Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid. Fótbolti 4. október 2022 21:19
Inter hafði betur í stórleik dauðariðilsins Inter vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Barcelona í þriðju umferð C-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 4. október 2022 20:59
Öruggur sigur Liverpool gegn Rangers Liverpool vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Rangers í A-riðli Meistaraeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn þýðir að Liverpool heldur í við topplið Napoli sem valtaði yfir Ajax á sama tíma. Fótbolti 4. október 2022 20:52
Bayern valtaði yfir Viktoria Plzen og Marseille sýndi tíu mönnum Sporting enga miskunn Tveimur leikjum í þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er nú lokið þar sem Þýskalandsmeistara Bayern München unnu öruggan 5-0 sigur gegn Viktoria Plzen í C-riðli og í D-riðli vann Marseille 4-1 sigur gegn Sporting. Fótbolti 4. október 2022 19:05
Franskar stórborgir sniðganga HM í Katar Borgaryfirvöld í París, höfuðborg Frakklands, tilkynntu í gærkvöld að borgin muni sniðganga heimsmeistaramót karla í fótbolta í Katar í vetur. Engir risaskjáir verða settir upp í borginni líkt og hefð er fyrir. Fótbolti 4. október 2022 17:15
Margrét skorar á Eyjamenn: „Þær munu bara sitja eftir“ Margrét Lára Viðarsdóttir flutta eldræðu um aðstöðuna sem knattspyrnulið ÍBV hafa yfir vetrartímann, í lokaþætti Bestu markanna á Stöð 2 Sport, og Mist Rúnarsdóttir sagðist vonast til þess að bæjarstjórnin í Vestmannaeyjum fengi ræðuna senda. Íslenski boltinn 4. október 2022 16:30
Þegar Eyjafjallajökull og Mourinho stöðvuðu draumalið Guardiolas Inter og Barcelona eigast við í stórleik dagsins í Meistaradeild Evrópu. Inter hefur aðeins einu sinni unnið Barcelona í tíu leikjum í Meistaradeildinni og sá sigur var eftirminnilegur. Fótbolti 4. október 2022 15:30
Íslensku stelpurnar jöfnuðu gegn Ítölum á tveimur mínútum Íslenska U17-landsliðið í knattspyrnu kvenna náði að knýja fram 3-3 jafntefli gegn heimakonum á Ítalíu í dag í undankeppni EM. Fótbolti 4. október 2022 15:01
Ísak Snær mættur til Þrándheims Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, er mættur til Þrándheims í Noregi og mun líklega ganga frá skiptum til Rosenborgar. Hann mun þá ganga til liðs við félagið þegar félagsskiptaglugginn opnar á ný um áramótin. Íslenski boltinn 4. október 2022 14:30
Vilja fá Úkraínu með sér að halda HM 2030 Úkraína er sagt ætla að sækjast eftir því að halda heimsmeistaramót karla í fótbolta ásamt Spáni og Portúgal árið 2030. Fótbolti 4. október 2022 14:01
Vildu ekki starfa saman og voru báðir látnir fara Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, sem í fyrra voru ráðnir til þriggja ára sem þjálfarar knattspyrnuliðs Þórs/KA, hafa báðir látið af störfum. Jón Stefán segir stjórn Þórs/KA hafa tekið þá ákvörðun þar sem þeir vildu ekki starfa saman. Íslenski boltinn 4. október 2022 13:30
Starfið undir í stórleiknum í kvöld? Stórleikur er á dagskrá í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Inter tekur á móti Barcelona á Giuseppe Meazza leikvanginum í Mílanó en leikurinn gæti haft mikið að segja um hvort liðanna fari í 16-liða úrslit og einnig um framtíð Simone Inzaghi hjá ítalska liðinu. Fótbolti 4. október 2022 13:01