Bournemouth hafði betur gegn Leicester | Newcastle skoraði fimm gegn Brentford Bournemouth vann 2-1 endurkomu sigur gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni á sama tíma og Newcastle gjörsigraði Brentford, 5-1. Fótbolti 8. október 2022 17:00
„Við viljum fá samfélagið á bakvið okkur eins og við gerðum í fyrra og klára þetta dæmi“ Skagamenn unnu mikilvægan 3-2 sigur á Fram í neðri hluta Bestu deildarinnar á Akranesi í dag. Viktor Jónsson, framherji ÍA, var gríðarlega sáttur í leikslok. Sport 8. október 2022 16:38
Potter áfram ósigraður með Chelsea Chelsea vann öruggan 3-0 sigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag og er því áfram ósigrað frá því að Graham Potter tók við liðinu 8. september síðastliðinn. Enski boltinn 8. október 2022 16:30
Aftur skoraði Haaland er City sótti toppsætið Manchester City vann öruggan 4-0 sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Erling Haaland skoraði aftur, í sínum sjöunda leik í röð í deildinni. Enski boltinn 8. október 2022 16:15
Umfjöllun: KR 2-1 Valur | KR-ingar unnu Reykjavíkurslaginn KR vann 2-1 sigur á Val í úrslitakeppni efri hluta Bestu-deildarinnar í dag en Stefan Ljubicic skoraði sigurmark KR á 90 mínútu. Íslenski boltinn 8. október 2022 16:05
Umfjöllun og viðtöl: KA 1-2 Breiðablik | Níu fingur Blika Breiðablik er komið með níu fingur á Íslandsmeistarabikarnum eftir 1-2 sigur gegn KA í Bestu-deildinni í dag en Blikar þurfa nú aðeins tvö stig í viðbót í síðustu þrem leikjunum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Íslenski boltinn 8. október 2022 16:03
Dzeko tryggði Inter sigur á Sassuolo Edin Dzeko skoraði bæði mörk Inter í 1-2 útisigri á Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Inter er því aftur komið á sigurbraut tap í síðustu tveimur leikjum. Fótbolti 8. október 2022 15:01
Spænskt dagblað dæmt til að greiða Perez eina evru í miskabætur Dómstóll á Spáni hefur skipað dagblaðinu El Confidencial að greiða forseta Real Madrid, Florentino Perez, eina evru í skaðabætur fyrir umfjöllun blaðsins um Perez úr stolnum hljóðupptökum. Fótbolti 8. október 2022 13:46
Wilson: Við þurfum gullskó án Haaland Callum Wilson, framherji Newcastle United, grínaðist með að enska úrvalsdeildin yrði að innleiða silfurskó vegna þess að aðrir leikmenn deildarinnar eiga ekki möguleika að keppast við Erling Haaland um gullskóinn. Fótbolti 8. október 2022 12:30
Martinez um Hazard: Vil ekki sjá þetta aftur Eden Hazard, leikmaður Real Madrid og belgíska landsliðsins, sást á næturklúbbum í Belgíu tveimur dögum fyrir 0-1 tap liðsins gegn Hollandi í Þjóðadeildinni. Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, vil ekki sjá slíka hegðun frá Hazard endurtekna. Fótbolti 8. október 2022 11:30
Fær fyrsta landsleikinn 34 árum eftir andlát Jack Leslie, fyrrum leikmaður Plymouth Argyle, fær sína eigin styttu og sérstaka heiðurshúfu fyrir landsleik sem hann fékk ekki að leika fyrir nærri 100 árum síðan. Fótbolti 8. október 2022 10:45
Manchester City sektað um 260 þúsund pund Manchester City hefur verið sektað um 260 þúsund pund, rúmlega 36 milljónir króna, vegna óláta stuðningsmanna liðsins á síðasta leiktímabili. Fótbolti 8. október 2022 10:00
„Kemur fyrir að það bregður fyrir fordómum gagnvart því hvað maður er orðinn gamall“ Sigursælasti þjálfari landsins í fótboltanum, Guðjón Þórðarson, hefur ekki lagt árar í bát og hyggst halda áfram þrátt fyrir aldursfordóma. Fótbolti 8. október 2022 08:02
Mbappé efstur á blaði Forbes yfir tekjuhæstu knattspyrnumenn heims Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé trónir á toppi lista Forbes yfir tíu tekjuhæstu knattspyrnumenn heims. Þetta er í fyrsta skipti í níu ár sem hvorki Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi eru í toppsætinu. Fótbolti 8. október 2022 07:02
Einn látinn eftir að lögregla beitti táragasi á áhorfendur sem ruddust inn á völlinn Í það minnsta einn er látinn eftir að lögregla beitti táragasi á áhorfendur fyrir utan heimavöll Gimnasia í Argentínu á meðan leik liðsins gegn Boca Juniors stóð yfir. Fótbolti 7. október 2022 23:00
Evrópumeistararnir höfðu betur gegn heimsmeisturunum á troðfullum Wembley Evrópumeistarar Englands unnu 2-1 sigur er liðið tók á móti heimsmeisturum Bandaríkjanna í vináttulandsleik sem fram fór á troðfullum þjóðarleikvangi Englands, Wembley. Fótbolti 7. október 2022 20:55
Alberti og félögum mistókst að tylla sér á toppinn Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa þurftu að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Cagliari í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Sigur hefði lyft liðinu í það minnsta tímabundið í efsta sæti deildarinnar. Fótbolti 7. október 2022 20:26
Alfreð lagði upp í enn einu jafntefli Lyngby Alfreð Finnbogason lagði upp eina mark Lyngby er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Var þetta fimmta jafntefli liðsins í fyrstu tólf umferðum deildarinnar. Fótbolti 7. október 2022 18:57
Sonur David Beckham æfir hjá ensku félagi Romeo Beckham æfir þessa dagana með varaliði enska félagsins Brentford en þessi tvítugi strákur er elsti sonur goðsagnarinnar David Beckham og Kryddpíunnar Victoria Beckham. Enski boltinn 7. október 2022 17:01
Stuðningsmenn Real Betis lögðu eitt frægasta torgið í Róm í rúst Gærkvöldið var ekki gott kvöld fyrir ítalska félagið Roma sem tapaði þá 2-1 á móti spænska félaginu Real Betis í Evrópudeildinni. Það var þó ekki það eina sem pirraði Rómverja í kringum leikinn í gær. Fótbolti 7. október 2022 16:30
Enn og aftur brotist inn til Di María Innbrotsþjófar halda áfram að gera argentínska fótboltamanninum Ángel Di María lífið leitt. Fótbolti 7. október 2022 16:00
Grindvíkingar reyndu að fá Einar Guðna Grindavík, sem leikur í Lengjudeild karla í fótbolta, reyndi að fá Einar Guðnason sem næsta þjálfara liðsins en án árangurs. Íslenski boltinn 7. október 2022 15:00
Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. Íslenski boltinn 7. október 2022 14:32
Aðgerðir lögreglu sagðar hafa valdið mannskæðum troðningnum Táragas sem lögreglumenn létu rigna yfir áhorfendur á knattspyrnuleik í Malang í Indónesíu um helgina er talið kveikjan að miklum troðningi sem varð að minnsta kosti 130 manns að bana. Aðgerðir lögreglu eru sagðar hafa stangast á við innlendar og alþjóðlegar reglur. Erlent 7. október 2022 14:04
Enginn áhugi á Ronaldo sem verður um kyrrt hjá United Allt bendir til þess að Cristiano Ronaldo klári tímabilið með Manchester United því engin af stóru liðunum í Evrópu vilja fá hann. Enski boltinn 7. október 2022 13:30
Kvenkyns dómari, Juventus rankar við sér og Zlatan í ráðherrastól? Blað var brotið í knattspyrnusögu Ítalíu um helgina þegar Maria Sole Ferrieri Caputi dæmdi leik Sassuolo og Salernitana. Maria Sole var þar með fyrsta konan í 124 ára sögu knattspyrnunnar í landinu til að dæma leik í efstu deild karla. Frammistaða hennar var til fyrirmyndar rétt eins og frammistaða heimamanna í Sassuolo sem völtuðu yfir Salernitana 5-0. Fótbolti 7. október 2022 12:31
Bjarni kann engar skýringar á fyndnum fagnaðarlátum Óhætt er að segja að Siglfirðingurinn Bjarni Mark Antonsson hafi ekki ráðið sér fyrir kæti þegar lið hans Start skoraði dramatískt og afar mikilvægt sigurmark í norsku 1. deildinni í fótbolta. Fótbolti 7. október 2022 11:31
Spáir því að Arsenal fari létt með Liverpool á sunnudaginn Það eru erfiðir tímar hjá Liverpool þessa dagana á meðan Arsenal situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Einn sérfræðingur í ensku úrvalsdeildinni er á því að Liverpool liðið muni fara illa út úr leik liðanna um helgina. Enski boltinn 7. október 2022 10:30
Milljónir vildu losna við Haaland Yfir tvær milljónir manna tóku þátt í undirskriftasöfnun þar sem þess var krafist að Erling Haaland yrði vikið úr ensku úrvalsdeildinni „fyrir að vera vélmenni“. Enski boltinn 7. október 2022 10:01
Boðið upp á ferð á leik Portúgals og Íslands án þess að gista Stelpurnar okkar spila risaleik í undankeppni HM í næstu viku og nú er í boði pakkaferð á leikinn mikilvæga. Fótbolti 7. október 2022 09:30