Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Besta skotið mitt á ævinni“

Manchester United konan Ella Toone skoraði fyrsta mark enska landsliðsins í 3-1 sigri á Ástralíu í undanúrslitaleik HM kvenna í fótbolta í dag. Markið var glæsilegt og hún var líka ánægð með það í leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

Ensku stelpurnar komnar í úrslitaleikinn á HM

Enska kvennalandsliðið í fótbolta varð í fyrra fyrsta enska landsliðið í 56 ár til að vinna stóran titil og í dag urðu þær fyrsta enska landsliðið í 57 ár til að tryggja sér sæti í úrslitaleik heimsmeistaramóts.

Fótbolti
Fréttamynd

Níu mörk í sex leikjum og Messi og félagar á leið í bikarúrslit

Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, hefur heldur betur farið vel af stað hjá nýju félagi eftir að hann gekk í raðir Inter Miami frá PSG. Hann skoraði sitt níunda mark fyrir félagið er liðið mætti Philadelphia Union í undanúrslitum bikarsins í nótt.

Fótbolti
Fréttamynd

Neymar segist vilja endur­skrifa í­þrótta­söguna

Brasilíska stórstjarnan Neymar gekk í gær í raðir sádiarabíska liðsins Al-Hilal frá franska stórveldinu Paris Saint-Germain. Hann segist vilja prófa sig fyrir utan Evrópu og um leið eiga þátt í því að endurskrifa íþróttasöguna.

Fótbolti
Fréttamynd

„Muri­elle er besti fram­herjinn í deildinni“

Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, var að vonum ánægður með sigur síns liðs á Þrótti í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þróttur er að elta toppliðin tvö á meðan Tindastóll er að berjast fyrir sæti sínu í deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Fyrsta skipti sem við erum með á­tján manna hóp“

Valur vann 3-2 sigur á Þór/KA norður á Akureyri í dag í 16. umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn var opinn og skemmtilegur en Valsliðið var ívið betra í dag og vann sanngjarnan sigur.Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var nokkuð léttur að leik loknum og skemmti sér vel yfir leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Chelsea nær sam­komu­lagi um kaup á Lavia

Enska knattspyrnufélagið Chelsea heldur áfram að vera virkasta félagið á leikmannamarkaðnum en í kvöld var staðfest að samkomulag hefði náðst á milli liðsins og Southmapton um kaup á belgíska miðjumanninum Romeo Lavia.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Liðið var mjög meðvitað um hvað væri í húfi“

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var eðlilega kampakátur eftir 3-1 sigur liðsins gegn Selfyssingum í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að siurinn hafi í raun aldrei verið í hættu eftir að FH-ingar bættu öðru og þriðja markinu við eftir rúmlega hálftíma leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Ste­ven Lennon í Þrótt

Það er nóg um að vera í Laugardalnum í dag en rétt í þessu staðfesti Þróttur Reykjavík að skoski framherjinn Steven Lennon muni spila með liðinu á láni út tímabilið. Skömmu þar áður var tilkynnt að landsliðskonan Elín Metta Jensen hefði tekið skóna af hillunni og myndi spila með kvennaliði félagsins til 2024.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Elín Metta í Þrótt

Landsliðskonan fyrrverandi Elín Metta Jensen hefur ákveðið að taka takkaskóna af hillunni og er genginn í raðir Þróttar Reykjavíkur í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.

Íslenski boltinn