Faraldurinn gæti haft áhrif á fótboltatímabil heimsins í tvö til þrjú ár Svíi í framkvæmdanefnd UEFA óttast það að það verði margra ára verkefni að koma fótboltadagatalinu aftur í eðlilegt form á ný. Fótbolti 30. apríl 2020 08:30
Hver standa fremst með Guðjóni? „Hélt að Margrét yrði best í heimi“ Guðjón Valur Sigurðsson leggur handboltaskóna á hilluna sem einn besti íþróttamaður sem Ísland hefur átt en hvaða annað íþróttafólk á heima á lista yfir það allra besta hér á landi frá upphafi? Sport 30. apríl 2020 08:00
Danir enn í vafa varðandi EM-leikina Danska knattspyrnusambandið hefur fengið átta daga frest til að svara UEFA varðandi það hvort að Kaupmannahöfn verði áfram einn af leikstöðum Evrópumóts karla í fótbolta eftir að mótinu var frestað um eitt ár. Fótbolti 30. apríl 2020 07:30
Rúnar Alex rólegur yfir ákvörðun Frakka og nýtur fæðingarorlofsins Ekki verður spilaður aftur fótbolti í Frakklandi fyrr en í fyrsta lagi í september, vegna kórónuveirufaraldursins, og tímabilinu er því lokið hjá Rúnari Alex Rúnarssyni, markverði Dijon. Fótbolti 30. apríl 2020 07:00
Dagskráin í dag: Óli Kristjáns rifjar upp Íslandsmeistaraár Blika, frábærir fótboltaleikir og Birkir Már í FIFA 20 Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Sport 30. apríl 2020 06:00
„Þetta gæti pirrað leikmenn“ Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. Íslenski boltinn 29. apríl 2020 23:00
Watford fær franskan miðjumann Enska úrvalsdeildarfélagið Watford hefur í miðju óvissuástandi vegna kórónuveirufaraldursins tryggt sér krafta franska miðjumannsins Pape Gueye. Enski boltinn 29. apríl 2020 21:00
Willum heldur áfram að spila og komst í bikarúrslit Hvít-Rússar hafa ekkert hlé gert á fótbolta vegna kórónuveirufaraldursins og Willum Þór Willumsson hefur því einn Íslendinga verið að spila alvöru fótbolta síðustu vikurnar. Hann komst í kvöld í bikarúrslit. Fótbolti 29. apríl 2020 20:31
Fá að standa á heimaleikjum Man. Utd Manchester United hefur fengið leyfi fyrir því að hafa svæði á Old Trafford þar sem 1.500 stuðningsmenn geta staðið á leikjum liðsins í stað þess að sitja. Enski boltinn 29. apríl 2020 20:01
Umfangsmikil rannsókn á líkamlegu atgervi ungs knattspyrnufólks: „Gríðarlega gott verkfæri fyrir iðkendur og þjálfara“ „Þetta er gríðarlega gott verkfæri fyrir iðkendur, þjálfara og KSÍ,“ segja knattspyrnukonurnar Lára Hafliðadóttir og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir sem í meistaranámi sínu í íþróttafræði við HR hafa kannað líkamlegt atgervi 15-16 ára knattspyrnufólks á Íslandi. Íslenski boltinn 29. apríl 2020 19:00
Þrjú hlé í leikjum og engin innköst Stjórn KSÍ hefur samþykkt breytingar á reglum um knattspyrnuleiki yngstu flokka, þar sem spilað er í 5, 7 og 8 manna liðum. Innspörk eða knattrak koma í stað innkasta og heimilt verður að rekja boltann úr markspyrnu. Íslenski boltinn 29. apríl 2020 18:00
Þjálfarinn lét hann velja á milli markametsins og Íslandsmeistaratitilsins Hvaða þjálfari setur nítján marka mann í nýja stöðu í lokaumferðinni? Jú það gerði Ásgeir heitinn Elíasson í lokaumferðinni sumarið 1986. Fótbolti 29. apríl 2020 17:00
Aron á leið á Hlíðarenda Aron Bjarnason er sagður vera á heimleið þar sem hann mun leika með Val. Íslenski boltinn 29. apríl 2020 16:10
Lippi kvartaði yfir grófum Íslendingum með hjálp túlks Einn frægasti þjálfari fótboltasögunnar lýsti yfir óánægju sinni með leikstíl Íslands eftir markalaust jafntefli við Ítalíu í vináttulandsleik fyrir fimmtán árum. Fótbolti 29. apríl 2020 15:00
Tottenham verðmætasta félagið í ensku úrvalsdeildinni Rannsókn sem var gerð hjá háskóla í Liverpool skilaði niðurstöðum sem gætu pirrað margan stuðningsmann Liverpool liðsins. Enski boltinn 29. apríl 2020 14:00
„Það var einn dagur sem var alveg skelfilegur“ Knattspyrnumaðurinn og tónlistamaðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson, betur þekktur sem Mummi, varð fyrir því óláni að smitast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Lífið 29. apríl 2020 13:29
Segir samherja Gylfa heimskan Fyrrverandi leikmaður Liverpool gagnrýndi ungstirni Everton harkalega og sagði að hann væri ekki vel gefinn. Enski boltinn 29. apríl 2020 11:15
Logi Ólafs: Á minni samvisku að feðgarnir spiluðu aldrei saman landsleik Logi Ólafsson ákvað að spara það að leyfa feðgunum Arnóri Guðjohnsen og Eiði Smára Guðjohnsen að spila saman í íslenska landsliðinu og síðan tóku örlögin í taumana. Fótbolti 29. apríl 2020 10:30
Juventus stjarnan jákvæð í fjórða sinn á sex vikum Það gengur illa hjá Juventus manninum Paulo Dybala að losna við COVID-19 sjúkdóminn en hann hefur enn einu sinni mælst jákvæður samkvæmt nýjustu fréttum. Fótbolti 29. apríl 2020 10:00
Franska tímabilið er dautt en ekki Meistaradeildardraumur PSG Heimaleikir Paris Saint Germain í Meistaradeildinni verða væntanlega spilaðir utan Frakklands. Fótbolti 29. apríl 2020 09:30
Stuðningsmenn Liverpool hluti af vandamálinu við að setja ensku deildina aftur af stað Sumir óttast það að æstir og sigurreifir stuðningsmenn Liverpool troðfylli götur Bítlaborgarinnar vinni Liverpool liðið enska titilinn í sumar og með því brotið niður allar smitvarnir. Sport 29. apríl 2020 09:00
„Þetta snýst ekki um peninga heldur um líf og dauða“ Yfirlæknir FIFA, Michel D’Hooghe, segir að fótboltinn ætti í fyrsta lagi að snúa aftur í lok ágúst eða í byrjun september vegna kórónuveirunnar. Hann segir ekkert vit í því að fara byrja spila bráðlega. Fótbolti 29. apríl 2020 08:00
Dagskráin í dag: KR og Fylkir mætast í CS, Freyr og Hjörvar í Sportinu í kvöld, sígildir fótboltaleikir og karfa Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Sport 29. apríl 2020 06:00
Fjársterkir einstaklingar lífæð knattspyrnudeilda Fjársterkir stuðningsmenn eru lífæð margra knattspyrnudeilda á Íslandi, sérstaklega á meðal bestu liðanna í Pepsi Max-deild karla. Íslenski boltinn 28. apríl 2020 23:00
Glódís spenntust fyrir toppliði á Englandi Glódís Perla Viggósdóttir yrði leikmaður Manchester United á næstu misserum ef að kærasti hennar fengi að ráða. Hún er spenntust fyrir því að fara í ensku úrvalsdeildina þegar tímanum í Svíþjóð lýkur. Fótbolti 28. apríl 2020 22:00
Spánverjar mega æfa á mánudag og keppni gæti hafist snemma í júní Spænsk stjórnvöld hafa tilkynnt að afreksíþróttafólk í landinu geti hafið einstaklingsæfingar 4. maí. Slakað verður á skilyrðum í nokkrum skrefum og standa vonir til að hægt verði að spila fótboltaleiki snemma í júní. Fótbolti 28. apríl 2020 21:00
Stakk upp á kerfi til að gera launaumhverfið heilbrigðara í íslenska boltanum Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. Íslenski boltinn 28. apríl 2020 20:02
„Ekki króna inn á okkar reikning sem ekki er búið að ráðstafa“ „Það er ekki að koma króna ný inn á okkar reikning sem ekki er búið að ráðstafa,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, varðandi styrki frá FIFA og UEFA. Styrkirnir berast sambandinu fyrr en ella vegna kórónuveirukrísunnar. Íslenski boltinn 28. apríl 2020 19:00
Segir að það sé erfiðast að verja frá Gylfa Enski landsliðsmarkvörðurinn segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé erfiðasti andstæðingurinn á æfingum hjá Everton. Enski boltinn 28. apríl 2020 17:00
Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. Íslenski boltinn 28. apríl 2020 16:15