Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Mínútu þögn á Anfield um helgina og 97. fórnarlambs Hillsborough minnst

Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa lagt hönd á plóg í aðdraganda minningarathafnar vegna nýlegs fráfalls Andrew Devine, stuðningsmanns Liverpool, sem varð sá 97. til að láta lífið vegna Hillsborough-slyssins árið 1989. Hans, auk hinna 96 sem létu lífið vegna slyssins, verður minnst fyrir fyrsta heimaleik Liverpool gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal að ganga frá kaupum á Ramsdale

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er við það að ganga frá kaupum á markverðinum Aaron Ramsdale frá Sheffield United. Kaupverðið er talið nema 24 milljónum punda sem geti hækkað í 30 milljónir.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert og félagar töpuðu í Glasgow

Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar eru í slæmri stöðu í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-0 tap fyrir Celtic í fyrri leik liðanna í Glasgow í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar Gunnlaugs sendi SMS í janúar sem skipti sköpum

Nikolaj Hansen, framherji Víkings, er í kapphlaupi við tímann fyrir stórleik liðsins við Val á sunnudaginn kemur. Hansen er markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar það sem af er leiktíð og vonast til að mæta sínum gömlu félögum í toppslagnum sem fram undan er.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

María út af í hálfleik í Meistaradeildartapi

María Catharina Ólafsdóttir Gros spilaði fyrri hálfleik fyrir Celtic sem tapaði 2-1 fyrir spænska liðinu Levante í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Celtic er því úr keppni en spilar um þriðja sæti í sínum undanriðli.

Fótbolti
Fréttamynd

Ødega­ard búinn að semja við Arsenal

Enska knattspyrnufélagið Arsenal er við það að festa kaup á norska sóknartengiliðnum Martin Ødegaard. Skrifar hann undir fimm ára samning við félagið. Sá norski mun kosta Arsenal tæplega 40 milljónir evra. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Leikmaður KR smitaðist

Leikmaður úr byrjunarliði KR sem mætti HK á mánudagskvöld, í Pepsi Max-deild karla í fótbolta, hefur greinst með kórónuveirusmit. Því gæti allur leikmannahópur KR þurft að fara í sóttkví.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blikakonur skutu færeysku meistarana á bólakaf

Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnar einu skrefi nær annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir 7-0 stórsigur í dag á færeysku meisturunum í KÍ frá Klaksvík í undanúrslitum riðils Blika sem fer fram í Litháen.

Fótbolti
Fréttamynd

Gugga um lífið eftir ferilinn : Stefndi á EM 2021, gat ekki neitað til­­­­­boði Eskil­s­tuna og vildi vera meira með tví­burunum

Guðbjörg Gunnarsdóttir lagði hanskana nokkuð óvænt á hilluna nýverið eftir farsælan feril hér heima, erlendis sem og með íslenska landsliðinu. Ólíkt öðru atvinnuíþróttafólki sem hættir keppni þá hefur Gugga nú þegar tekið næsta skref og er orðinn markmannsþjálfari Eskilstuna í Svíþjóð.

Fótbolti
Fréttamynd

Ødegaard nálgast Arsenal

Enska knattspyrnufélagið Arsenal er við það að ganga frá samningum við Real Madrid um kaup á Norðmanninum Martin Ødegaard. Ødegaard var á láni hjá Lundúnaliðinu á seinasta tímabili.

Enski boltinn