Mínútu þögn á Anfield um helgina og 97. fórnarlambs Hillsborough minnst Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa lagt hönd á plóg í aðdraganda minningarathafnar vegna nýlegs fráfalls Andrew Devine, stuðningsmanns Liverpool, sem varð sá 97. til að láta lífið vegna Hillsborough-slyssins árið 1989. Hans, auk hinna 96 sem létu lífið vegna slyssins, verður minnst fyrir fyrsta heimaleik Liverpool gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Fótbolti 18. ágúst 2021 23:01
Arsenal að ganga frá kaupum á Ramsdale Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er við það að ganga frá kaupum á markverðinum Aaron Ramsdale frá Sheffield United. Kaupverðið er talið nema 24 milljónum punda sem geti hækkað í 30 milljónir. Fótbolti 18. ágúst 2021 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Selfoss 3-4 | Lovera með þrennu í markaveislu í Árbæ Selfoss vann 4-3 sigur á Fylki er liðin mættust á Würth-vellinum í Árbæ í 15. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. Selfoss fer upp að hlið Þróttar í þriðja sæti en Fylkir berst áfram fyrir lífi sínu í fallbaráttunni. Íslenski boltinn 18. ágúst 2021 22:15
Leik ÍA og KR frestað vegna smitsins Leik ÍA og KR í Pepsi Max-deild karla í fótbolta sem átti að fara fram á sunnudaginn kemur hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirusmits sem greindist í röðum KR-inga í dag. Íslenski boltinn 18. ágúst 2021 21:15
Albert og félagar töpuðu í Glasgow Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar eru í slæmri stöðu í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-0 tap fyrir Celtic í fyrri leik liðanna í Glasgow í kvöld. Fótbolti 18. ágúst 2021 20:45
Arnar Gunnlaugs sendi SMS í janúar sem skipti sköpum Nikolaj Hansen, framherji Víkings, er í kapphlaupi við tímann fyrir stórleik liðsins við Val á sunnudaginn kemur. Hansen er markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar það sem af er leiktíð og vonast til að mæta sínum gömlu félögum í toppslagnum sem fram undan er. Íslenski boltinn 18. ágúst 2021 19:01
Sævar Atli skoraði sitt fyrsta mark í enn einum sigri Lyngby Lyngby vann 4-2 sigur á Fremad Amager í dönsku B-deildinni í fótbolta. Freyr Alexandersson stýrir liðinu en hann á enn eftir að tapa stigi við stjórnvölin. Fótbolti 18. ágúst 2021 18:15
María út af í hálfleik í Meistaradeildartapi María Catharina Ólafsdóttir Gros spilaði fyrri hálfleik fyrir Celtic sem tapaði 2-1 fyrir spænska liðinu Levante í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Celtic er því úr keppni en spilar um þriðja sæti í sínum undanriðli. Fótbolti 18. ágúst 2021 18:00
Amanda lagði upp í stórsigri og Blikar mæta heimakonum Amanda Andradóttir lagði upp eitt af mörkum Vålerenga og Ingibjörg Sigurðardóttir stóð vaktina í vörn liðsins þegar það sló út Mitrovica í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í dag. Fótbolti 18. ágúst 2021 16:51
Ødegaard búinn að semja við Arsenal Enska knattspyrnufélagið Arsenal er við það að festa kaup á norska sóknartengiliðnum Martin Ødegaard. Skrifar hann undir fimm ára samning við félagið. Sá norski mun kosta Arsenal tæplega 40 milljónir evra. Enski boltinn 18. ágúst 2021 16:31
Sjáðu sigurmark Karenar Maríu, martröð Guðnýjar og hvernig Þróttur komst í þriðja sæti Sex mörk voru skoruð í gærkvöld í þremur leikjum í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Keflavík vann ÍBV 2-1 í Eyjum, Þór/KA vann Norðurlandsslaginn við Tindastól 1-0 og Þróttur vann 2-0 sigur gegn Stjörnunni. Íslenski boltinn 18. ágúst 2021 15:50
Fjórir lykilmenn fjarverandi í toppslag Víkings og Vals Næsta helgi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu hefur alla burði til að verða ein sú áhugaverðasta í langan tíma. Toppslagur deildarinnar fer fram á sunnudag er Íslandsmeistarar Vals mæta í Víkina. Bæði lið verða án tveggja byrjunarliðsmanna í leiknum. Íslenski boltinn 18. ágúst 2021 15:00
Kristianstad hafði betur í Íslendingaslagnum í Meistaradeildinni Íslendingalið Kristianstad tók á móti Bröndby í forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu í dag. Fór það svo að Kristianstad vann 1-0 og fer áfram í næstu umferð forkeppninnar á meðan Bröndby er úr leik. Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði liðanna í dag. Fótbolti 18. ágúst 2021 14:01
Þórólfur telur að fullir leikvangar muni koma í bakið á Bretum Fólki brá í brún þegar enska úrvalsdeildin fór af stað liðna helgi. Uppselt inn á hvern einasta leikvang þó svo að hlutfallslega hafi færri verið bólusettir þar heldur en hér á landi. Enski boltinn 18. ágúst 2021 13:00
Sjáðu sjö marka veislu Blikakvenna frá því í morgun Breiðablik komst örugglega inn í úrslitaleik um sæti í annarri umferð Meistaradeildar Evrópu eftir 7-0 stórsigur á færeysku meisturunum í KÍ frá Klaksvík í morgun. Fótbolti 18. ágúst 2021 11:41
Fékk bara gult spjald þrátt fyrir að slá til andstæðings í Pepsi Max deild kvenna Eyjakonan Liana Hinds hafði heldur betur heppnina með sér í gær þegar hún fékk að klára leik ÍBV og Keflavíkur í fjórtándu umferð Pepsi Max deildar kvenna í gær. Íslenski boltinn 18. ágúst 2021 11:20
Leikmaður KR smitaðist Leikmaður úr byrjunarliði KR sem mætti HK á mánudagskvöld, í Pepsi Max-deild karla í fótbolta, hefur greinst með kórónuveirusmit. Því gæti allur leikmannahópur KR þurft að fara í sóttkví. Íslenski boltinn 18. ágúst 2021 11:16
Blikakonur skutu færeysku meistarana á bólakaf Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnar einu skrefi nær annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir 7-0 stórsigur í dag á færeysku meisturunum í KÍ frá Klaksvík í undanúrslitum riðils Blika sem fer fram í Litháen. Fótbolti 18. ágúst 2021 10:53
Tekjur Íslendinga: Hafþór Júlíus mokaði inn milljónum Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson þénaði hátt í tíu milljónir króna á mánuði á síðasta ári og var langtekjuhæstur í hópi íþróttamanna og þjálfara á Íslandi, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Sport 18. ágúst 2021 10:44
Ólympíusilfurhafi kominn í samkeppni við Patrik Sigurð hjá Brentford Það bættist í gær í samkeppnina hjá Patriki Gunnarssyni hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford. Enski boltinn 18. ágúst 2021 10:31
Gugga um lífið eftir ferilinn : Stefndi á EM 2021, gat ekki neitað tilboði Eskilstuna og vildi vera meira með tvíburunum Guðbjörg Gunnarsdóttir lagði hanskana nokkuð óvænt á hilluna nýverið eftir farsælan feril hér heima, erlendis sem og með íslenska landsliðinu. Ólíkt öðru atvinnuíþróttafólki sem hættir keppni þá hefur Gugga nú þegar tekið næsta skref og er orðinn markmannsþjálfari Eskilstuna í Svíþjóð. Fótbolti 18. ágúst 2021 10:00
Segir Solskjær hafa sýnt veikleika með því að leyfa Phil Jones að vera með stæla Breski sjónvarpsmaðurinn Richard Keys, sem er þekktur fyrir störf sín í kringum enska boltann fyrir BBC, ITV og Sky, leyfði sér að gagnrýna knattspyrnustjóra Manchester United í bloggfærslu sinni þrátt fyrir að United hafi unnið 5-1 sigur um helgina. Enski boltinn 18. ágúst 2021 09:31
Fyrstu mánuðir Maríu hjá Man. United voru þeir erfiðustu á ferlinum Norsk-íslenska knattspyrnukonan María Þórisdóttir hefur gert upp fyrstu mánuði sína sem leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United. Enski boltinn 18. ágúst 2021 09:01
Koma mörgum á óvart með því hvaða leikmaður fær tíuna hjá Barcelona Það lítur út fyrir að það sé komin ný tía í lið Barcelona því spænska félagið hefur ákveðið að leyfa leikmanni að spila í treyjunni sem Lionel Messi hafði spilað svo lengi í. Fótbolti 18. ágúst 2021 08:30
Cristiano Ronaldo fékk nóg af slúðrinu og svaraði fyrir sig í gærkvöldi Cristiano Ronaldo er orðinn þreyttur á því að lesa um sögusagnir um sjálfan sig í erlendum blöðum og portúgalska goðsögnin sendi frá sér langan pistil á Instagram í gærkvöldi. Fótbolti 18. ágúst 2021 07:30
Ødegaard nálgast Arsenal Enska knattspyrnufélagið Arsenal er við það að ganga frá samningum við Real Madrid um kaup á Norðmanninum Martin Ødegaard. Ødegaard var á láni hjá Lundúnaliðinu á seinasta tímabili. Enski boltinn 18. ágúst 2021 07:01
Hólmfríður Magnúsdóttir leggur skóna á hilluna Hólmfríður Magnúsdóttir, ein reyndasta knattspyrnukona Íslandssögunnar, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir 20 ára feril. Íslenski boltinn 17. ágúst 2021 22:55
Tveimur leikjum ÍBV frestað vegna smita Næstu tveimur leikjum ÍBV í Lengjudeild karla hefur verið frestað vegna fjögurra kórónuveirusmita sem greindust innan liðsins fyrr í dag. Íslenski boltinn 17. ágúst 2021 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Stjarnan 2-0 | Þróttarar upp í þriðja sæti eftir sigur Þróttur er komið í 3.sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í kvöld. Íslenski boltinn 17. ágúst 2021 22:22
Kristján: Spilum leikinn án okkar markahæstu leikmanna Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunar, sagði í viðtali eftir 2-0 tapið gegn Þrótti að það hafi verið erfitt að spila án tveggja markahæstu leikmanna liðsins en þær Katrín Ástbjarnardóttir og Hildigunnur Ýr voru hvorugar með í kvöld. Íslenski boltinn 17. ágúst 2021 22:04