Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Grótta skoraði átta gegn Aftur­eldingu

Grótta gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk er liðið vann 8-0 sigur á Aftureldingu í Lengjudeild karla í kvöld. Hvorugt lið hefur að neinu að keppa og ljóst að gestirnir úr Mosfellsbæ eru farnir í vetrarfrí.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rodrygo hetja Real

Real Madríd vann mikilvægan 1-0 útisigur á Ítalíumeisturum Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikið var í Mílanó.

Fótbolti
Fréttamynd

Markasúpa á Etihad er heimamenn skoruðu sex

Manchester City og RB Leipzig mættust í einhverjum ótrúlegasta leik síðari tíma í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur 6-3 heimamönnum í vil í leik sem vart er hægt að finna lýsingarorð yfir.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðni hættur með Stólana

Guðni Þór Einarsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls í fótbolta, eftir fyrsta tímabil liðsins í efstu deild í sögu félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Fékk sitt annað gula spjald áður en hann fékk það fyrsta

Denys Garmash, leikmaður Dynamo Kiev, virtist heldur hissa þegar að dómarinn Anthony Taylor sýndi honum gult og síðan rautt í leik liðsins gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu í gær. Ástæðan er líklega sú að þetta var fyrsta gula spjald Garmash í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus með stórsigur í Svíþjóð

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í dag með átta leikjum. Juventus vann öruggan 3-0 útisigur gegn sænska liðinu Malmö og Villareal og Atalanta gerðu 2-2 jafntefli svo eitthvað sé nefnt.

Fótbolti