Úrslit: Leicester - Man. Utd 4-2 | Leicester sigur í stórskemmtilegum leik Leicester City vann frábæran 4-2 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var, eins og tölurnar gefa til kynna, frábær skemmtun. Enski boltinn 15. október 2021 16:00
Elísabet verður áfram í brúnni hjá Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir hefur framlengt samning sinn við sænska úrvalsdeildarfélagið Kristianstad og mun því stýra liðinu áfram á næstu leiktíð. Fótbolti 15. október 2021 15:24
Klopp skýtur á Sádana: „Kannski vilja þeir kaupa alla ensku úrvalsdeildina“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi nýjum eigendum Newcastle United pillu á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að þeir gætu eflaust keypt alla ensku úrvalsdeildina ef þeir hefðu áhuga á því. Enski boltinn 15. október 2021 15:00
Liggur í augum uppi að þeir eru sigurstranglegri Óttar Bjarni Guðmundsson er fyrirliði ÍA sem freistar þess að landa bikarmeistaratitli og sæti í Evrópukeppni með sigri gegn Víkingi á Laugardalsvelli á morgun. Fótbolti 15. október 2021 14:31
Sölvi Geir: Mjög erfitt að vinna tvöfalt en við erum í dauðafæri núna Víkingar geta á morgun orðið fyrsta félagið í tíu ár og aðeins það annað á öldinni til að vinna tvöfalt í karlafótboltanum þegar liðið mætir ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvellinum. Íslenski boltinn 15. október 2021 14:00
Steve Bruce fær að stýra liði Newcastle á móti Tottenham Tími nýrra eiganda enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United hefst undir stjórn knattspyrnustjórans Steve Bruce eftir allt saman. Enski boltinn 15. október 2021 13:31
„Ég hélt að þetta væri grín“ Mauricio Pochettino hélt að það væri verið að grínast í sér þegar honum var tjáð að hann myndi mögulega stýra Lionel Messi í liði PSG í vetur. Fótbolti 15. október 2021 13:00
Vestri heldur Jóni Þór og lykilmönnum Jón Þór Hauksson verður áfram við stjórnvölinn hjá Vestra á næstu leiktíð og tveir lykilmanna liðsins hafa framlengt samninga sína við félagið. Íslenski boltinn 15. október 2021 12:27
Birnir til Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar Víkings hafa keypt kantmanninn Birni Snæ Ingason frá HK. Íslenski boltinn 15. október 2021 12:14
Fjórar þjóðir vilja halda EM saman með stuðningi frá Íslandi og Færeyjum Knattspyrnusamband Íslands segir á heimasíðu sinni að fjórar af Norðurlandaþjóðunum ætli að senda inn sameiginlegt boð um að halda Evrópumót kvenna í knattspyrnu árið 2025 og íslenska sambandið mun koma að þessu líka. Fótbolti 15. október 2021 11:16
KR-ingar vonast eftir tugmilljóna rúsínu: „Á mjög erfitt með að halda með öðrum“ „Við getum sjálfum okkur um kennt um stöðuna en það gæti verið rúsína [í pylsuendanum],“ segir Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR. Mikið er í húfi fyrir KR-inga á morgun þegar Víkingur og ÍA mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta. Íslenski boltinn 15. október 2021 11:01
Enn ekki búið að taka ákvörðun í máli Gylfa Lögreglan í Manchester hefur enn ekki tekið ákvörðun hvort Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður, verði ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni, hvort hann verði áfram laus gegn tryggingu eða hvort mál hans verði látið niður falla. Fótbolti 15. október 2021 10:51
Slúður um að Klopp vilji fá Real Madrid goðsögn til Liverpool Liverpool er orðað við stjörnuleikmann í spænsku blöðunum í morgun og þar er á ferðinni einn besti miðjumaður heims í langan tíma. Enski boltinn 15. október 2021 10:30
Guðjohnsen fram úr Maldini í kapphlaupi konunglegu knattspyrnuættanna Ítalir eiga Maldini-fjölskylduna eins við Íslendingar eigum Guðjohnsen-fjölskylduna. Frammistaða Andra Lucasar og Sveins Arons í vikunni sýndi okkur að þeir standa sig vel í að fylgja í fótspor afa síns og pabba. Fótbolti 15. október 2021 10:01
Ágúst tekur við Stjörnunni Ágúst Gylfason hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Íslenski boltinn 15. október 2021 09:33
Hundrað knattspyrnumönnum komið í burtu frá Afganistan Um það bil 100 knattspyrnumenn, karlar og konur, voru fluttir ásamt fjölskyldum sínum frá Afganistan til Doha í Katar í gær. Í hópnum voru 20 landsliðsmenn, samkvæmt frétt BBC. Fótbolti 15. október 2021 08:30
Messi: Eins og dómarinn geri þetta vísvitandi Brasilíumenn geta farið að bóka flug á HM í Katar eftir enn einn sigurinn í undankeppninni í Suður-Ameríku í nótt. Lionel Messi skaut á brasilískan dómara eftir 1-0 sigur Argentínu á Perú. Fótbolti 15. október 2021 07:31
Sterling opinn fyrir því að yfirgefa City Enski sóknarmaðurinn Raheem Sterling segist vera opinn fyrir því að yfirgefa herbúðir Manchester City fái hann ekki meiri spiltíma. Enski boltinn 15. október 2021 07:00
Birnir Snær að ganga í raðir Íslandsmeistaranna Birnir Snær Ingason, sóknarmaður HK, er að ganga í raðir Íslandsmeistara Víkings frá Kópavogsliðinu. Íslenski boltinn 14. október 2021 23:31
Staflaði þrem boltum ofan á hvern annan og smellti þeim svo öllum í skeytin Norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland hefur verið duglegur við að skora mörk frá því að hann skaust fram á sjónarsviðið fyrir örfáum árum. Nú fer nýtt myndband með honum eins og eldur um sinu þar sem hann leikur listir sínar. Fótbolti 14. október 2021 23:00
Ofurtölva spáir Chelsea enska meistaratitlinum | United missir af Meistaradeildarsæti Eins og svo oft áður hefur ofurtölva fengið það verkefni að spá fyrir um úrslit ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Samkvæmt útreikningum tölvunnar verður Chelsea enskur meistari í vor, en Manchester United missir af Meistaradeildarsæti. Enski boltinn 14. október 2021 22:31
Arsenal og Lyon með stórsigra í Meistaradeildinni Öllum fjórum leikjum dagsins er nú lokið í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu. Í kvöldleikjunum unnu Arsenal 4-0 sigur gegn Hoffenheim í C-riðli, og Lyon 5-0 sigur gegn Benfica í D-riðli. Fótbolti 14. október 2021 21:21
Jóhannes Karl: „Við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil“ ÍA mætir nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings í úrslitaleik Mjólkurbikarsins næsta laugardag og Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, segir að liðið ætli sér að taka bikarinn með sér upp á Skaga. Fótbolti 14. október 2021 19:01
Öruggt hjá Bayern í Íslendingaslag Bayern München, lið Glódísar Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, tók á móti sænska liðinu Häcken sem Diljá Ýr Zomers leikur með, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Glódís Perla spilaði allan leikinn í hjarta varnar Bayern sem vann góðan 4-0 sigur. Fótbolti 14. október 2021 18:42
Níutíu af 92 handtökum á heimaleikjum enska landsliðsins voru á EM í sumar Nýjar tölur frá breska innanríkisráðuneytinu sýna að níutíu handtökur voru gerðar í kringum heimaleiki enska landsliðsins á Evrópumótinu í sumar. Enski boltinn 14. október 2021 17:01
Kostar einn milljarð evra að kaupa upp nýjan samning Pedri hjá Barcelona Spænski táningurinn Pedri hefur skrifað undir nýjan samning við Barcelona en félagið staðfesti samninginn í dag. Fótbolti 14. október 2021 16:01
EA Sports íhuga að slíta sambandinu við FIFA Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins EA Sports eru sagðir íhuga að slíta sambandi þeirra við FIFA-fótboltasambandið. Það fæli í sér að breyta nafni fótboltaleikjanna vinsælu. Meðal annars er það vegna þess að leiðtogar FIFA vilja meira ein milljarð dala á fjögurra ára fresti. Leikjavísir 14. október 2021 15:37
Segir að Stjarnan fái ekki Heimi Heimir Hallgrímsson verður ekki næsti þjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Þetta segir Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi Dr. Football. Íslenski boltinn 14. október 2021 15:32
Ákvörðun um framhaldið í máli Gylfa líklega tekin á morgun Lögreglan í Manchester á Bretlandi mun að öllum líkindum taka ákvörðun um það á morgun hvort Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður, verði ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn barni eða hvort farbann yfir honum verði framlengt. Fótbolti 14. október 2021 14:35
Himinlifandi Danir fá 1.600 milljóna innspýtingu sem Ísland missir eflaust af Danir eru í skýjunum eftir að hafa tryggt sér sæti á HM karla í fótbolta með ótrúlega sannfærandi hætti en þeir hafa ekki fengið á sig eitt einasta mark í undankeppninni, skorað 27 og unnið alla átta leiki sína. Árangurinn færir danska knattspyrnusambandinu háar fjárhæðir. Fótbolti 14. október 2021 14:01