Evrópumeistararnir fara með tveggja marka forystu til Frakklands Evrópumeistarar Chelsea unnu 2-0 sigur gegn Frakklandsmeisturum Lille í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Fótbolti 22. febrúar 2022 21:53
Bandaríska kvennalandsliðið fær jafn mikið greitt og karlalandsliðið Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur náð samkomulagi við stjórn knattspyrnusambandsins þar í landi um að leikmenn liðsins fái jafn mikið greitt fyrir vinnu sína með landsliðinu og kollegar þeirra í karlalandsliðinu. Fótbolti 22. febrúar 2022 20:22
Hirti og félögum mistókst að endurheimta toppsætið Hjörtur Hermannsson og félagar hans í Pisa gerðu markalaust jafntefli er liðið tók á móti Parma í ítölsku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Fótbolti 22. febrúar 2022 19:25
„Þó hann sé einfættur þá verður hann að spila“ Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, sagði frá því í dag að Harry Kane geti tekið þátt í leik liðsins gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni á morgun og að hann myndi velja framhjerann í liðið þó að hann væri einfættur. Enski boltinn 22. febrúar 2022 18:01
Talið víst að úrslitaleikurinn verði færður frá Rússlandi Nær öruggt er að úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla verði færður frá Rússlandi eftir innrás Rússa í Úkraínu. Fótbolti 22. febrúar 2022 17:30
„Þeir eru að gera allt til að stoppa okkur“ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er mætt til Texas eftir góða dvöl í Kaliforníu, fyrir úrslitaleikinn gegn Bandaríkjunum í SheBelieves Cup aðfaranótt fimmtudags. Ferðin gekk þó ekki þrautalaust. Fótbolti 22. febrúar 2022 17:01
„Loksins skoraðirðu með stóra hausnum þínum“ Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, hefur greint frá því hvað hann sagði við samherja sinn, Harry Maguire, eftir að hann skoraði gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Enski boltinn 22. febrúar 2022 16:30
Valur fær varnarmann sem lék með danska landsliðinu Valsmenn halda áfram að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi knattspyrnusumar og er danski varnarmaðurinn Jesper Juelsgård næstur inn um dyrnar á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 22. febrúar 2022 15:56
Norðmenn nær því að endurheimta eina bestu knattspyrnukonu heims Ada Hegerberg er frábær knattspyrnukona enda ein sú besta í heimi. Þessi mikli markaskorari hefur samt ekki klætt sig í landsliðstreyjuna síðan árið 2017. Nú er von um að breyting verði á. Fótbolti 22. febrúar 2022 15:30
Lið Hallberu í Svíþjóð sækir leikmenn í KR og ÍBV Nýliðar Kalmar í sænsku kvennadeildinni styrkja liðið sitt með því að sækja leikmenn úr íslenska boltanum. Fótbolti 22. febrúar 2022 15:01
Annað áfall fyrir Breiðablik Knattspyrnumaðurinn Juan Camilo Pérez frá Venesúela mun væntanlega ekkert spila með Breiðabliki á þessu ári en miklar vonir voru bundnar við hann í vesturhluta Kópavogs. Íslenski boltinn 22. febrúar 2022 14:30
Meirihluti stuðningsmanna vill losna við Ronaldo Skoðanakönnun The Athletic á meðal stuðningsmanna Manchester United kemur ansi illa út fyrir Cristiano Ronaldo og sérstaklega Harry Maguire en Bruno Fernandes er greinilega aðalmaður liðsins í huga flestra. Enski boltinn 22. febrúar 2022 14:01
Sprengdi alla krúttmæla þegar hún fylgdist með pabba í sjónvarpinu Jesse Lingard var í byrjunarliði Manchester United í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þegar liðið vann 4-2 sigur á Leeds um helgina. Einn lítill aðdáandi var í skýjunum með niðurstöðuna. Enski boltinn 22. febrúar 2022 12:30
Zlatan gæti þurft að lækka launin sín um 65 prósent Zlatan Ibrahimovic er orðinn fertugur og það lítur út fyrir að hann þurfi að lækka sig mikið í launum ætli hann að spila áfram með ítalska félaginu AC Milan. Fótbolti 22. febrúar 2022 12:01
Tuchel: Ekki tíminn til að hlæja að Romelu Lukaku Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, þurfti að svara fyrir tölfræði Romelu Lukaku á blaðamannafundi í gær en hann var haldinn fyrir Meistaradeildarleik Chelsea á móti Lille sem er fram í kvöld. Enski boltinn 22. febrúar 2022 10:01
Ajax borgar fjölskyldu fyrrum leikmanns meira en milljarð Abdelhak Nouri fékk hjartaáfall í leik með Ajax og hlaut í framhaldinu heilaskaða. Nú hefur hollenska félagið samþykkt að greiða fjölskyldu hans bætur. Fótbolti 22. febrúar 2022 09:00
Aguero gæti verið með Argentínu á HM en í nýju hlutverki Argentínska knattspyrnugoðsögnin Sergio Aguero varð að leggja skóna á hilluna á dögunum vegna hjartavandamála en svo gæti farið að hann missi samt ekki að næsta heimsmeistaramótinu sem fer fram í Katar í nóvember og desember á þessu ári. Fótbolti 22. febrúar 2022 08:00
KSÍ í dauðafæri Vanda Sigurgeirsdóttir var kölluð til starfa hjá KSÍ þegar sambandið logaði stafnanna á milli. Hreyfingin búin að missa allan trúverðugleika, og stuðningsfólk og styrktaraðilar kröfðust aðgerða. Reynslumiklum leiðtogi með mikla þekkingu á stjórnun og áratuga alhliða reynslu úr fótboltaheiminum var skipt inná. Skoðun 22. febrúar 2022 07:31
Ísak Bergmann einfaldlega skilinn eftir utan hóps | Lék með varaliðinu í dag Það vakti mikla athygli er Ísak Bergmann Jóhannesson var ekki í leikmannahóp FC Kaupmannahafnar er danska úrvalsdeildin í knattspyrnu fór aftur af stað eftir vetrarfrí um helgina. Þjálfari liðsins sagði Ísak Bergmann einfaldlega hafa verið skilinn eftir utan hóps að þessu sinni. Fótbolti 21. febrúar 2022 23:01
Katrín gagnrýnir KSÍ: „Viss um að fólk vill gera vel en þetta eru skekkjur sem fólk er orðið blint fyrir“ Landsliðs- og atvinnukonan fyrrverandi Katrín Ómarsdóttir gagnrýndi KSÍ í nýjasta þætti Heimavallarins. Þar rifjaði hún upp karllægan talanda kennara á námskeiði sem hún sótti á vegum sambandsins. Íslenski boltinn 21. febrúar 2022 22:30
Útskýrði myndina undarlegu sem hann birti eftir sigurinn gegn Leeds Harry Maguire birti ansi skemmtilega mynd á Twitter-síðu sinni eftir sigur Manchester United á erkifjendum sínum Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Maguire hefur nú útskýrt af hverju myndin er eins og hún er. Enski boltinn 21. febrúar 2022 22:01
Hildigunnur Ýr æfði með Danmerkurmeisturum HB Köge Stjörnustúlkan Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir var við æfingar hjá Danmerkurmeisturum HB Köge í síðustu viku. Lék hún meðal annars tvo æfingaleiki með liðinu sem stefnir á að verja titil sinn. Íslenski boltinn 21. febrúar 2022 21:31
Enginn leikmaður hefur snert boltann jafnsjaldan og Lukaku um helgina Romelu Lukaku er ein stærsta stjarnan í Chelsea liðinu og ætti að vera mesti markaskorari liðsins. Hann setti hins vegar met í að sjá lítið af boltanum í leik liðsins um helgina. Enski boltinn 21. febrúar 2022 21:00
Skorað þrennu í fjórum af fimm bestu deildum Evrópu Pierre-Emerick Aubameyang skoraði þrennu í 4-1 sigri Barcelona á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Hann hefur nú skorað þrennu i fjórum af fimm bestu deildum Evrópu. Fótbolti 21. febrúar 2022 20:31
Napoli missteig sig í titilbaráttunni Napoli gerði 1-1 jafntefli við Cagliari á útivelli er liðin mættust í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Sigur og liðið hefði jafnað AC Milan að stigum á toppi deildarinnar. Fótbolti 21. febrúar 2022 20:05
Guðmundur á leiðinni til Álaborgar Íslenski landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson er lentur í Álaborg og mun skrifa undir samning við knattspyrnufélagið þar í bæ á næstu dögum. Frá þessu greindi fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason á Twitter-síðu sinni í dag. Fótbolti 21. febrúar 2022 18:30
Mourinho gæti fengið þriggja leikja bann fyrir símamerkið José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja leikja bann fyrir framkomu sína í leiknum gegn Verona í ítölsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Fótbolti 21. febrúar 2022 15:30
Wilshere ekki launahæstur hjá AGF Þrátt fyrir að vera langfrægasti leikmaður AGF er Jack Wilshere ekki launahæsti leikmaður félagsins. Fótbolti 21. febrúar 2022 15:01
Laun Guðna, Klöru og Vöndu námu samtals fjörutíu milljónum Launa- og bifreiðastyrkur vegna formanna Knattspyrnusambands Íslands á síðasta ári nam samtals 23 milljónum króna, samkvæmt ársreikningi sambandsins. Fótbolti 21. febrúar 2022 14:30
Sjáðu sjálfsmarksþrennu nýsjálensku stelpunnar Meikayla Moore skoraði þrjú mörk fyrir bandaríska landsliðið á SheBelieves Cup í gær þar af tvö þeirra með innan við tveggja mínútna millibili. Vandamálið var að hún var að spila með Nýja-Sjálandi en ekki því bandaríska. Fótbolti 21. febrúar 2022 13:00