Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Drogba bestur í Afríku

    Fílstrendingurinn Didier Drogba hjá Chelsea var í kvöld útnefndur knattspyrnumaður ársins í Afríku í fyrsta sinn á ferlinum. Drogba var tilnefndur ásamt félaga sínum Michael Essien hjá Chelsea, en sá hafnaði í þriðja sæti í kjörinu annað árið í röð. Samuel Eto´o hjá Barcelona varð annar í kjörinu, en hann hafði unnið þrjú síðustu ár.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Emre enn í sviðsljósinu vegna kynþáttaníðs

    Tyrkneski miðjumaðurinn Emre hjá Newcastle er enn í sviðsljósinu fyrir meintan kynþáttaníð sinn á knattspyrnuvellinum, en hann er nú sakaður um þetta í þriðja sinn á stuttum tíma. Bolton og Everton höfðu þegar gert athugasemdir við framkomu leikmannsins og nú hefur leikmaður Watford bæst í þennan hóp.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Eboue fær þriggja leikja bann

    Varnarmaðurinn Emmanuel Eboue hjá Arsenal hefur verið dæmdur í þriggja leikja keppnisbann af enska knattspyrnusambandinu fyrir að slá til Wayne Bridge í úrslitaleik deildarbikarsins um síðustu helgi. Knattspyrnusambandið notaðist við myndbandsupptökur af leiknum í dómi sínum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Wenger kallaður inn á teppi

    Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, verður kallaður inn á teppi hjá enska knattspyrnusambandinu eftir að hann kallaði aðstoðardómarann í úrslitaleiknum í deildarbikarnum lygara. Wenger segir aðstoðardómarann hafa sagt að Emmanuel Adebayor hafi kýlt Frank Lampard, en bæði knattspyrnusambandið og Frank Lampard sjálfur hafa neitað þessu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Blackburn í 8-liða úrslit - Arsenal úr leik

    Arsenal féll úr leik í annari bikarkeppninni á nokkrum dögum í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir Blackburn í 16-liða úrslitum enska bikarsins. Það var Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy sem tryggði Blackburn sigurinn með frábæru marki á 87. mínútu og mætir liðið Manchester City í næstu umferð. Hann segir Blackburn hafa slegið út besta liðið í úrvalsdeildinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Eiga ekki skilið að klæðast treyju West Ham

    Nokkrir af stuðningsmönnum West Ham í ensku úrvalsdeildinni hafa nú fengið sig fullsadda á ömurlegu gengi liðsins í deildinni í vetur. Í gær fór af stað undirskriftalisti meðal traustra stuðningsmanna félagsins þar sem lagt er til að kjörinu á leikmanni ársins hjá félaginu verði aflýst á þessu ári því enginn sé þess heiðurs verðugur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Arftakar Cafu og Carlos til United í sumar

    Manchester United gekk fyrir nokkru frá samningi við unga tvíbura frá liði Fluminese í Brasilíu, en þeir ganga í raðir liðsins í sumar þegar þeir verða 18 ára gamlir. Þeir heita Fabio og Rafael da Silva og eru vinstri og hægri bakverðir. Það er mál manna í Brasilíu að þeir bræður verði arftakar Roberto Carlos og Cafu hjá brasilíska landsliðinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Chelsea að kaupa Portúgala

    Sky sjónvarpsstöðin greinir frá því í dag að Chelsea hafi gengið frá kaupum á portúgalska varnarmanninum Manuel da Costa frá PSV Eindhoven í Hollandi. Costa þessi er sagður valda því að spila hvaða stöðu sem er í vörninni og hefði liðið vel geta notað mann með þá hæfileika í vetur. Costa er tvítugur og samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum gengur hann í raðir Chelsea í sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Roy Keane: Gráu hárunum fjölgar

    Harðjaxlinn Roy Keane segist nú vera farinn að njóta þess í fyrsta sinn að starfa sem knattspyrnustjóri. Keane tók við liði Sunderland í bullandi vandræðum í ensku 1. deildinni síðasta haust, en hefur náð að rífa liðið upp í fjórða sæti deildarinnar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Robben ósáttur

    Arjen Robben hefur nú viðurkennt opinberlega að hann sé orðinn þreyttur á því að halda ekki föstu sæti í liði Chelsea. Robben stóð sig vel í bikarúrslitaleiknum gegn Arsenal um síðustu helgi og lagði þar upp sigurmarkið fyrir Didier Drogba.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Blackburn - Arsenal í beinni í kvöld

    Leikur Blackburn og Arsenal í fimmtu umferð deildarbikarsins verður sýndur beint á Sýn klukkan 20 í kvöld. Hér er um að ræða aukaleik liðanna eftir að fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Arsenal verður án fjölda lykilmanna í kvöld eins og Thierry Henry, Tomas Rosicky og Kolo Toure.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Gerrard heimtar sigur á United

    Steven Gerrard fyrirliði Liverpool heimtar sigur og ekkert annað þegar lið hans tekur á móti toppliði Manchester United á laugardaginn. Hann segir sigur United fara langt með að tryggja liðinu titilinn og það vill hann ekki sjá gerast á Anfield.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tap á rekstri Man City

    Knattspyrnufélagið Manchester City hefur tilkynnt 7,1 milljón punda tap á rekstri félagsins á síðari helmingi fjárhagsársins 2006. Þetta eru mun lakari tölur en á sama tíma árið áður, en þá var hagnaðurinn nær 17 milljónir punda eftir söluna á Shaun Wright-Phillips til Chelsea.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ferguson: Eftirlaunin geta beðið

    Sir Alex Ferguson hjá Manchester United segist staðráðinn í að vinna í tvö ár í viðbót. "Ég ákvað að hætta árið 2002, en sá mikið eftir því og mér leið miklu betur eftir að ég skipti um skoðun ákvað að halda áfram. Eftirlaunin geta beðið," sagði Skotinn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Fowler í viðræðum við félag í MLS

    Steve Nicol, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi þjálfari New England Revolution í MLS deildinni í Bandaríkjunum, segist vera í viðræðum við fyrrum félaga sinn Robbie Fowler um að koma vestur um haf. Fowler er samningslaus hjá Liverpool í sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ferguson: Besta byrjun sem ég hef séð

    Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með sigurinn á Reading í enska bikarnum í kvöld og sagði byrjun sinna manna hafa verið þá bestu sem hann hefði séð í sinni stjórnartíð. Hann viðurkenndi þó að um hann hefði farið þegar heimamenn minnkuðu muninn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Reading úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu

    Manchester United er komið í 8-liða úrslit enska bikarsins eftir 3-2 sigur á Reading í kvöld. United komst í 3-0 eftir aðeins sex mínútur í leiknum en heimamenn minnkuðu muninn fyrir hlé og hleyptu svo spennu í leikinn í lokin með því að minnka muninn í eitt mark skömmu fyrir leikslok. Brynjar Björn Gunnarsson átti skot í slá í lokin, en United slapp með skrekkinn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ótrúleg byrjun á Madejski

    Það er sannarlega mikið fjör á Madejski leikvellinum í kvöld þar sem Reading tekur á móti Manchester United í enska bikarnum. United komst í 3-0 þegar innan við sex mínútur voru liðnar af leiknum, en Reading minnkaði muninn eftir 23 mínútur. Saha, Solskjær og Heinze skoruðu fyrir United, en Kitson mark Reading. Leikurinn er í beinni á Sýn og er staðan 3-1 í hálfleik.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Rúrik og Emil orðaðir við Viking

    Stavanger Aftenblad í Noregi heldur því fram að Uwe Rösler hjá Viking sé að reyna að fá Rúrik Gíslason frá Charlton til norska liðsins. Blaðið greinir einnig frá því að liðið hafi áhuga á að fá Emil Hallfreðsson frá Tottenham.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson: Allt í góðu hjá okkur Beckham

    Sir Alex Ferguson segir að hann og David Beckham séu ágætis vinir þó enn sé talað um að deilur þeirra hafi valdið því að Beckham fór frá Manchester United árið 2003. Þeir félagar munu hittast í sérstökum hátíðarleik á Old Trafford þann 13. mars næstkomandi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Reading - Man Utd í beinni í kvöld

    Síðari leikur Reading og Manchester United í 16-liða úrslitum enska bikarsins verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:50. Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson verða báðir í byrjunarliði Reading í kvöld, en það var einmitt glæsilegt mark Brynjars á Old Trafford sem tryggði Reading aukaleikinn í kvöld.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Hélt að Terry væri dauður

    Markvörðurinn Manuel Almunia hjá Arsenal segist hafa óttast að John Terry væri dauður þegar hann lá hreyfingarlaus á vellinum eftir að hafa fengið spark í höfuðið í bikarúrslitaleik Chelsea og Arsenal um helgina.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Áfrýjun Keane vísað frá

    Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að rauða spjaldið sem Robbie Keane fékk að líta í sigri liðsins á Bolton um helgina muni standa. Keane þótti hafa varið skot Bolton á marklínu með höndinni, en þrátt fyrir mótmæli og áfrýjun Keane þarf hann nú að taka út leikbann með liði sínu. Keane stal senunni í leiknum þar sem hann skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og lét reka sig af velli í fyrri hálfleik.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Chelsea og Arsenal ákærð

    Aganefnd enska knattspyrnsambandsins ákærði í dag Chelsea og Arsenal fyrir ólætin í úrslitaleik enska deildarbikarsins um helgina. Emmanuel Adebayor, Kolo Toure og John Obi Mikel voru þá reknir af leikvelli og þá hefur Emmanuel Eboue verið ákærður fyrir að slá til Wayne Bridge. Adebayor hefur svo verið ákærður sérstaklega fyrir glórulausa hegðun sína í kjölfar átakanna þar sem hann neitaði að fara af velli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Bentley framlengir við Blackburn

    Miðjumaðurinn David Bentley hjá Blackburn hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið til ársins 2011. Bentley er 22 ára gamall og hefur hann spilað mjög vel í vetur. Hann gekk í raðir Blackburn frá Arsenal í janúar í fyrra og hefur skorað sex mörk á leiktíðinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Fowler vill nýjan samning hjá Liverpool

    Enski framherjinn Robbie Fowler vonast til þess að fá samning sinn við Liverpool framlengdan þrátt fyrir að hann fái ekki mörg tækifæri hjá liðinu um þessar undir. Hinn 31 árs gamli Fowler skoraði um síðustu helgi sín fyrstu deildarmörk frá því í ágúst, en hann hefur engu að síður mikla trú á sjálfum sér.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Arsenal og Chelsea áfrýja gegn rauðum spjöldum

    Arsenal og Chelsea hafa ákveðið að áfrýja gegn rauðu spjöldunum sem leikmenn þeirra Emmanuel Adebayor og John Obi Mikel.fengu í bikarúrslitaleik liðanna í gær. Tvímenningarnir fengu reisupassann fyrir sinn þátt í uppákomunni sem átti sér stað undir lok leiksins ásamt Kolo Toure. Arsenal sættir sig hins vegar við spjaldið sem hann fékk.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Terry man ekkert eftir síðari hálfleik

    John Terry, fyrirliði Chelsea, man ekkert eftir höfuðhögginu sem hann varð fyrir í úrslitaleik deildabikarsins gegn Arsenal í gær. Það síðasta sem Terry man var þegar hann gekk út úr búningsklefanum í hálfleik en síðan vissi hann ekki af sér fyrr en hann kominn á sjúkrahús. Allur tími þar á milli, eða rúm klukkustund, er horfið úr minni Terry.

    Enski boltinn