Sækja aftur um atvinnuleyfi fyrir Manucho Sir Alex Ferguson er ákveðinn að landa framherjanum Manucho frá Angóla sem fyrst til Manchester United og ætlar að sækja aftur um atvinnuleyfi fyrir hann á Englandi. Enski boltinn 14. febrúar 2008 11:25
Kristján og Ólafur í byrjunarliðinu Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason eru á sínum stað í byrjunarliði Brann en liðið tekur á móti Everton í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar í kvöld. Enski boltinn 13. febrúar 2008 18:47
Real enn ríkast - United í öðru sæti Real Madrid er enn í toppsætinu yfir ríkustu knattspyrnufélög heims samkvæmt nýlegri úttekt endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte. Ensku félögin hafa heldur betur tekið stökk á listanum og verma nú þrjú af fimm efstu sætunum. Enski boltinn 13. febrúar 2008 16:18
Scudamore: Öll félögin styðja útrásina Richard Scudamore, yfirmaður ensku úrvalsdeildarinnar, fullyrðir í samtali við Sky að úrvalsdeildin njóti stuðnings allra 20 félaganna í deildinni þegar kemur að fyrirhugaðri útrás leiktíðina 2010/11. Þá stendur til að bæta við einum leik á hvert lið sem spilaður yrði á erlendri grundu. Enski boltinn 13. febrúar 2008 16:00
Sektaður um milljón fyrir að senda sms Fabio Capello landsliðsþjálfari Englendinga er ekki sá eini sem er farinn að taka hart á símanotkun leikmanna þegar þeir eru við æfingar. Sir Alex Ferguson er sagður hafa sektað Cristiano Ronaldo um milljón á dögunum þegar hann laumaðist til að senda sms á æfingu. Enski boltinn 13. febrúar 2008 15:11
Hann sagði að við værum feitir Tékkneski táningurinn Tomas Pekhart hefur nú gefið skýringu á því af hverju markvörðurinn Paul Robinson er kominn út í kuldann hjá Juande Ramos, stjóra Tottenham. Enski boltinn 13. febrúar 2008 15:00
Wenger í sigtinu hjá Barcelona? Spænskir fjölmiðlar segja að Arsene Wenger sé fyrsti kostur Barcelona til að taka við þjálfarastöðunni af Frank Rijkaard næsta sumar. Barcelona er nú átta stigum á eftir Real Madrid í töflunni og hefur oft leikið betur en í vetur. Enski boltinn 13. febrúar 2008 10:51
Carew er leikmaður 26. umferðar Norðmaðurinn John Carew stal senunni um helgina þegar hann skoraði þrennu í 4-1 útisigri Aston Villa á lánlausu liði Newcastle. Enski boltinn 13. febrúar 2008 10:11
Bent er ákveðinn í að fylla upp í verðmiðann Framherjinn Darren Bent hjá Tottenham lofar stuðningsmönnum liðsins að þeir eigi enn eftir að sjá hans bestu hliðar. Það er kannski eins gott því þessi dýra fjárfesting félagsins síðasta sumar hefur litlu skilað til þessa. Enski boltinn 13. febrúar 2008 09:56
Hamann framlengir um eitt ár við City Þýski miðjumaðurinn Dietmar Hamann hefur verið lykilmaður hjá Manchester City í vetur og hefur nú uppskorið laun erfiðisins með eins árs framlengingu á samningi sínum. Hamann verður því hjá City út næstu leiktíð en hann er 34 ára gamall. Hann samdi við City eftir að hann fór frá Liverpool árið 2006. Enski boltinn 13. febrúar 2008 09:52
Andy Cole með þrennu fyrir Burnley Andy Cole fór á kostum með Burnley í ensku 1. deildinni í kvöld. Hann skoraði þrennu fyrir liðið þegar það vann 4-2 sigur á QPR á útivelli. Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Burnley. Enski boltinn 12. febrúar 2008 23:02
Campo í viðræðum við Bolton Ivan Campo verður líklega lengur í búningi Bolton. Þessi 33 ára leikmaður er viðræðum við félagið um nýjan samning. Hann segist ánægður í enska boltanum og vilji spila þar áfram. Enski boltinn 12. febrúar 2008 21:30
McFadden sér ekki eftir neinu James McFadden, nýjasti liðsmaður Birmingham, sér ekki eftir því að hafa yfirgefið Everton til að berjast í fallbaráttu á St. Andrews. McFadden skoraði mark Birmingham í 1-1 jafntefli gegn West Ham um helgina. Enski boltinn 12. febrúar 2008 20:00
United til Suður-Afríku næsta sumar Manchester United mun taka þátt í þriggja liða æfingamóti í Suður-Afríku 19.-26. júlí. United mætir Kaizer Chiefs og Orlando Pirates í mótinu en bæði lið eru frá Suður-Afríku. Enski boltinn 12. febrúar 2008 19:00
John Carew er leikmaður 26. umferðar Sóknarmaðurinn John Carew hefur spilað stórt hlutverk í martröðum varnarmanna Newcastle síðan á laugardag. Carew skoraði þrennu fyrir Aston Villa um helgina en öll mörkin komu í seinni hálfleik. Enski boltinn 12. febrúar 2008 16:00
West Ham vann áfrýjunina Miðjumaðurinn Lee Bowyer hjá West Ham sleppur við leikbann þrátt fyrir að hafa fengið rauða spjaldið um síðustu helgi. Dómarinn Mark Clattenburg taldi Bowyer hafa átt hættulega tveggja fóta tæklingu og sendi hann í sturtu. Enski boltinn 12. febrúar 2008 14:57
Adebayor lítur upp til Henry Emmanuel Adebayor, sóknarmaður Arsenal, þakkar Thierry Henry að hluta fyrir markaskorun sína á tímabilinu. Adebayor hefur svo sannarlega náð að fylla skarðið sem Henry skildi eftir sig þegar hann fór til Barcelona. Enski boltinn 12. febrúar 2008 14:31
Ekki lengur íþrótt fyrir karlmenn Nigel Reo-Coker, leikmaður Aston Villa, er búinn að fá sig fullsaddan af leikaraskap í enska boltanum. Hann segir að fótboltinn í dag sé ekki lengur íþrótt fyrir karlmenn. Enski boltinn 12. febrúar 2008 13:53
Fáir hafa trú á Derby Ekki margir lesenda Vísis hafa trú á því að Derby bjargi sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni, eins og ef til vill eðlilegt er. Enski boltinn 12. febrúar 2008 12:37
Gerrard einbeitir sér að fjórða sætinu Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segist stefna á að ná fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar til að tryggja liðinu þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn 12. febrúar 2008 11:08
Liverpool vinnur ekki deildina undir stjórn Benitez Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður Liverpool, reiknar ekki með því að Liverpool verði nokkru sinni Englandsmeistari undir stjórn Rafael Benitez. Enski boltinn 12. febrúar 2008 09:45
Wenger ánægður með vörnina Arsene Wenger var ánægður eftir 2-0 sigur Arsenal á Blackburn í kvöld. „Við erum stoltir af því að vera á þeim stað sem við erum," sagði Wenger en Arsenal er komið með fimm stiga forskot í deildinni. Enski boltinn 11. febrúar 2008 23:07
Arsenal vann Blackburn Arsenal er komið með fimm stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 sigur á Blackburn í kvöld. Philippe Senderos og Emmanuel Adebayor skoruðu mörkin. Enski boltinn 11. febrúar 2008 20:09
United fylgist með Quagliarella Fabio Quagliarella, sóknarmaður Udinese á Ítalíu, segir að það yrði draumur að spila fyrir Manchester United. Englandsmeistararnir hafa sent njósnara sína á fjölda leikja í vetur til að fylgjast með Quagliarella. Enski boltinn 11. febrúar 2008 17:26
West Ham áfrýjar brottvísun Bowyer West Ham hefur ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu sem Lee Bowyer fékk um helgina. Mark Clattenburg rak Bowyer af velli fyrir tæklingu sem hann taldi hafa verið tveggja fóta. Enski boltinn 11. febrúar 2008 16:30
Coppell: Verðum að halda hreinu Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading, segir að liðið verði að fara að halda marki sínu hreinu ef það ætli sér ekki að lenda í vandræðum. Reading hefur ekki haldið hreinu síðan liðið vann Derby í byrjun október. Enski boltinn 11. febrúar 2008 16:00
Arsenal getur náð fimm stiga forystu í kvöld Arsenal getur komist í þægilega stöðu í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðið tekur þá á móti Blackburn og nær með sigri fimm stiga forskoti í deildinni. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður í beinni útsendingu á Sýn 2. Enski boltinn 11. febrúar 2008 13:30
Neville er ekki að fara að hætta Gary Neville hefur blásið á þær kjaftasögur að hann sé að íhuga að leggja skóna á hilluna. Neville hefur ekki leikið með aðalliði Manchester United síðan í mars á síðasta ári vegna meiðsla. Enski boltinn 11. febrúar 2008 13:28
Meirihluti mótfallin útrás ensku úrvalsdeildairnnar Meirihluti lesenda Vísis eru mótfallnir því að bætt verið við aukaumferð við ensku úrvalsdeildina sem leikin verði á erlendri grundu. Enski boltinn 11. febrúar 2008 12:47
Terry gæti náð úrslitaleiknum Avram Grant, stjóri Chelsea, útilokar ekki að John Terry gæti spilað með liðinu í úrslitum deildabikarkeppninnar þann 24. febrúar næstkomandi. Enski boltinn 11. febrúar 2008 11:19
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn