Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Flensa frestar endurkomu Kieron Dyer

    Meiðslakálfurinn Kieron Dyer mun ekki fullkomna endurkomu sína með West Ham eins snemma og ætlað var. Kappinn lagðist í flensu eftir að hafa spilað 45 mínútur í æfingaleik á dögunum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ferguson heillaðist af Gamba

    Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hrósaði liði Gamba Osaka eftir að United vann liðið 5-3 í undanúrslitum á HM félagsliða. Hann hrósaði einnig japönskum fótbolta í heild.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ómannlegar tæklingar

    Robinho, sóknarmaður Manchester City, segir að það sé of mikið um hættulegar tæklingar í ensku úrvalsdeildinni. Hann furðar sig á hve margir leikmenn sleppa með háskaleik.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    United neitar sögum um Ronaldo

    Manchester United þarf reglulega að neita fréttum varðandi Cristiano Ronaldo. Nú hefur félagið neitað þeim sögusögnum að félagið hafi samið við Real Madrid um að leikmaðurinn fari til Spánar næsta sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Hræringar í eignarhaldi Arsenal

    Tveir stórir hluthafar hættu skyndilega í stjórn eignarhaldsfélags Arsenal. Peter Hill-Wood segist ætla að gera sitt besta til að halda eignarhaldinu á félaginu en það gæti þó skipt um hendur

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Alex ítrekar að hann vill komast burt

    Varnarmaðurinn Alex hefur ítrekað það að vilji hans sé að yfirgefa Chelsea í janúar. Sá brasilíski segist vilja finna nýtt lið en honum hefur ekki tekist að festa sig í sessi á Stamford Bridge.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Evra reiður vegna bannsins

    Patrice Evra, leikmaður Manchester United, segist vera reiður vegna fjögurra leikja bannsins sem aganefnd enska knattspyrnusambandsins dæmdi hann í á dögunum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Keane fer hvergi

    Liverpool hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er harðneitað að Robbie Keane sé á leið frá félaginu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Diarra dreymir um Real Madrid

    Lassana Diarra viðurkennir að það væri draumi líkast að ganga til liðs við félag eins og Real Madrid en hann hefur sterklega verið orðaður við félagið í vikunni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Eduardo lék 45 mínútur

    Eduardo hjá Arsenal lék í kvöld sinn fyrsta fótboltaleik í tíu mánuði þegar hann kom inn sem varamaður í varaliðsleik Arsenal og Portsmouth. Þessi 25 ára króatíski landsliðsmaður lék fyrri hálfleikinn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Hafa mikla trú á Hughes

    Garry Cook, stjórnarmaður Manchester City, sagði í viðtali við Sky að félagið stæði við bakið á knattspyrnustjóranum Mark Hughes. Hann segir að eigendur félagsins trúi því að hann sé rétti maðurinn til að stýra liðinu.

    Enski boltinn