Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni mallar áfram og enn er virkni í tveimur gígum. Gasmengun brennisteinsdíoxíðar mælist á suðvesturhorninu, ásamt gosmóðu. Innlent 21. júlí 2025 06:39
„Þetta er ekki eiturgas“ Dæmi er um að fólk loki sig af með loftræstitæki vegna gosmóðunnar sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu í dag. Sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun vill að farið sé varlega hvað varðar íþróttaæfingar barna. Innlent 20. júlí 2025 21:31
Móðan gæti orðið langvinn Gosmóðan frá Reykjanesskaga sem lagt hefur á Suðurland og Vesturland gæti varað í einhverja daga til viðbótar þar sem vindáttin er hæg. Hraun frá eldgosinu rennur austur og enn eru tveir gígar virkir. Innlent 20. júlí 2025 08:04
Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Skjálfti við Kleifarvatn fannst á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Innlent 20. júlí 2025 07:35
Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Virkni eldgossins á Reykjanesskaga er mjög stöðug og búin að vera það frá í gærmorgun. Gosmóðan liggur þétt yfir suðvesturhorninu um þessar mundir og kemur hún ofan í þegar hlýtt og rakt loft. Innlent 19. júlí 2025 23:43
Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur segir að körfuboltalið félagsins muni spila hluta af heimaleikjum sínum í Bónus deildinni í Grindavík á komandi tímabili. Körfubolti 19. júlí 2025 11:03
Gosmóðan heldur áfram Að minnsta kosti tveir gígar eru virkir í eldgosinu á Reykjanesskaga. Búist er við gosmóðu í dag. Innlent 19. júlí 2025 07:30
Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Grindavík ætla í skaðabótamál við ríkið. Eigandi gistihúss segir nýjustu lokanir í bænum þar sem gestum var meinaður aðgangur í tvo sólarhringa eftir eldgos hafa verið dropinn sem fyllti mælinn. Innlent 18. júlí 2025 22:32
Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir umferð almennings um Grindavík. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum og brýnir til fólks að nýjar gossprungur geti opnast með litlum fyrirvara og að skyndileg framhlaup geti orðið. Innlent 17. júlí 2025 20:44
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Atvinnurekendur í Grindavík eru margir verulega ósáttir með takmarkað aðgengi að bænum. Einn slíkur segir það vanvirðingu við heimamenn að hleypa „ferðamanninum“ Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í skoðunarferð um svæðið meðan rekstraraðilar fá margir ekki að starfa vegna eldgossins sem stendur yfir nálægt bænum. Innlent 17. júlí 2025 16:20
Gosið lifir enn og mengun norður í landi Eldgosið sem hófst í gærnótt á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en virknin hefur minnkað og er nú að mestu bundin við um tíu gíga. Hraun rennur áfram, einkum til austurs í átt að Fagradalsfjalli. Rennslið þykir þó að mestu innan fyrirsjáanlegra svæða. Innlent 17. júlí 2025 16:16
„Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur, segir kjöraðstæður á golfvelli bæjarins þar sem meistaramót hófst í dag, degi á eftir áætlun. Enn eitt eldgosið hafi engin áhrif enda völlurinn ekki lengur á hættusvæði. Kylfingar lentu ekki í neinum vandræðum þrátt fyrir að vegurinn að vellinum sé lokaður. Golf 17. júlí 2025 16:03
„Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Eldsumbrotin og náttúruhamfarirnar í nágrenni Grindavíkur hafa gjörbreytt öllu íþróttastarfi hjá Ungmennafélagi Grindavíkur. Stelpur sem spiluðu saman á Símamótinu í fyrra eru nú í þeirri stöðu að þurfa að spila á móti vinkonum sínum og fyrrum liðsfélögum. Faðir einnar stelpunnar segir það mjög erfitt fyrir þær. Fótbolti 17. júlí 2025 14:32
Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Heimaleikur Grindavíkur við Selfoss í Lengjudeild karla í fótbolta annað kvöld mun ekki fara fram í Grindavík vegna yfirstandandi eldgoss. Um er að ræða fyrsta heimaleik liðsins sem þarf að færa frá bænum í sumar. Íslenski boltinn 17. júlí 2025 13:46
Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Gistihúsaeigandi í Grindavík hefur efnt til mótmæla við lokunarpóstinn hjá Grindavík. Tilefni mótmælanna segir hún mismunun stjórnvalda á hendur ferðaþjónustunni í Grindavík. Innlent 17. júlí 2025 11:34
Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Hvernig getur það staðist að Bláa Lónið og Northern Light Inn séu opin en gestum er ekki leyft að koma til Grindavíkur? Það er leyfilegt að fara inn í bæinn ef þú ert íbúi eða vinnur þar, en gestir, ferðamenn og viðskiptavinir okkar fá ekki að koma. Þetta kemur sér gríðarlega illa fyrir okkur sem reiðum okkur á gestakomur og ferðamennsku, sérstaklega þegar svæðið er ekki lokað almenningi með formlegum hætti. Skoðun 17. júlí 2025 10:30
Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum „Það er svolítið erfitt að sjá heildarmyndina,“ segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, um þróun gossins á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert hafi verið flogið yfir gosið og þá setji leiðinlegt veður strik í reikninginn. Innlent 17. júlí 2025 06:59
Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Mengun frá eldgosinu sem stendur yfir á Reykjanesskaga hefur náð alla leið til Vestfjarða og hugsanlega líka í Skagafjörð. Myndir þaðan sýna hvernig dökkblátt mengunarský vofir yfir landslaginu. Innlent 16. júlí 2025 22:47
Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Grindvískir kylfingar eru að sögn orðnir öllu vanir þegar kemur að glímunni við náttúruöflin. Þeir urðu að vísu að játa sig sigraða í dag og fresta fyrirhuguðu meistaramóti en ætla ekki að láta deigan síga og hefja leik á morgun. Golf 16. júlí 2025 19:18
Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Tveir erlendir ferðamenn gengu upp að gosstöðvunum, til baka og síðan inn í Grindavík án þess að vera stöðvaðir af lögreglu. Fréttamaður á svæðinu hefur hitt fleiri ferðamenn í Grindavík í dag sem voru ekki stöðvaðir af lögreglu á leið inn í bæinn. Innlent 16. júlí 2025 14:41
Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Ég heiti Dagmar Valsdóttir og ég er eigandi að Grindavík Guesthouse, litlu fjölskyldureknu gistihúsi í hjarta Grindavíkur. Síðustu mánuðir (jafnvel ár) hafa verið erfiðir, en aldrei hefði ég trúað því hversu mikið álag og óvissa getur fylgt því að reka ferðaþjónustu í skugga náttúruváar. Skoðun 16. júlí 2025 13:32
Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Þrátt fyrir að rauðglóandi hraun renni við Stóra-Skógfell er margt um manninn á Grindavíkurhöfn og nóg að gera. Fréttamaður náði tali af framkvæmdastjóra löndunarþjónustunnar Klafa sem var í óðaönn við að landa. Innlent 16. júlí 2025 13:27
Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segir svekkjandi að þurfa að aflýsa fyrsta degi Meistaramóts klúbbsins sem átti að átti að hefjast í dag. Grindvíkingar séu þó allir vanir og stefni á að hefja leik á morgun. Golf 16. júlí 2025 13:25
Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn á ný gýs á Reykjanesi og það vekur alltaf mikla athygli utan landsteinanna. Flestar þjóðir heimsins eru ekki jafnvanar því og við að jörðin brotni, skjálfi og rjúki með tilheyrandi sjónarspili. Innlent 16. júlí 2025 11:43
Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að eldgosið í nótt hafi ekki komið á óvart þar sem mælingar á landrisi hafi sýnt að gos gæti hafist um þetta leyti. Hann spáir því að verulega muni draga úr eldgosinu á næstu klukkstundum og telur að það geti orðið það síðasta á Sundhnúkareininni. Innlent 16. júlí 2025 11:31
Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Til skoðunar er hvort eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni sem hófst í nótt hafi áhrif á Íslandsheimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hún kemur til landsins í kvöld. Innlent 16. júlí 2025 10:19
Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golfklúbbur Grindavíkur hefur sent frá sér stutt skilaboð vegna stórfrétta dagsins á Reykjanesinu. Golf 16. júlí 2025 08:34
Fallegt og ekkert smágos Sérfræðingur Veðurstofunnar sem flaug með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir gosið í morgun segir gosið ekki stórt en þó alls ekkert smágos. Það sé fallegt og á heppilegum stað. Innlent 16. júlí 2025 06:39
Önnur sprunga opnast Eldgos stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni. Áköf skjálftahrina hófst rétt fyrir miðnætti og kvikuhlaup skömmu síðar. Gosið hófst rétt fyrir klukkan fjögur. Tvær gossprungur eru virkar. Sú fyrri og stærri á upptök sín suðaustan við Litla-Skógfell. Sú nýrri og minni er vestar við Fagradalsfjall. Gosið er ekki talið ógna innviðum. Innlent 16. júlí 2025 01:22
Enn rís land í Svartsengi Landris og jarðskjálftavirkni í Svartsengi halda áfram og hafa verið stöðug síðustu vikur. Ef kvikusöfnun heldur áfram má gera ráð fyrir að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist þegar líða fer á haustið. Innlent 15. júlí 2025 15:47