Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Fréttir tengdar sjö eldgosum á Reykjanesskaga. Það fyrsta varð í mars 2021 í Geldingadölum og það sjöunda norðan Grindavíkur í mars 2024.

Fréttamynd

Drónað í beinni

Björn Steinbekk og Vísir taka höndum saman um beina útsendingu frá gosinu í Geldingadölum.

Samstarf
Fréttamynd

Hraun rennur úr Geldingadölum í Meradali

Hraun rennur nú úr Geldingadölum, þar sem eldgosið á Fagradalsfjalli hófst þann 19. mars, til austurs inn í Meradali. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands.

Innlent
Fréttamynd

Viðbragðsaðilar gæta þess að fólk virði tilmæli um lokun

Gosstöðvarnar á Reykjanesskaga verða lokaðar almenningi í dag vegna afar óhagstæðrar veðurspár. Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir að viðbragðsaðilar muni vakta svæðið og gæta þess að fólk virði tilmæli um lokun ekki að vettugi. Sem stendur er mannlaust á gosslóðum.

Innlent
Fréttamynd

Vísbendingar um kvikufærslu til suðurs

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að verulega hafi dregið úr virkni í nyrsta gígnum á Reykjanesskaga en að sama skapi hafi virkni aukist í þeim syðstu. Kvikufærsla til suðurs gæti þýtt að um sé að ræða aðlögun að hæðarmismun í landinu því syðri gígarnir standi lægra.

Innlent
Fréttamynd

Virknin virðist hafa aukist með nýjum gígum

Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að virkni á gosstöðvunum á Reykjanesi, þar sem opnuðust fjórir nýir gígar í dag, virðist hafa aukist samhliða tilkomu þeirra. Jarðvísindamenn fylgdust með sprungunum opnast í dag.

Innlent
Fréttamynd

Varað við brennisteinsmengun í borginni

Líklegt er að brennisteinsdíoxíð frá eldgosinu á Reykjanesi berist til höfuðborgarinnar og að mengunar verður vart um tíma í dag og á morgun. Viðkvæmum einstaklingum, foreldrum barna og atvinnurekendum er ráðlagt að fylgjast með loftgæðamælingum.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir nýir gígar opnuðust: „Ósköp eðlileg þróun“

Fjórir nýir gígar opnuðust á gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun. Eldfjallafræðingur segir það ekki hafa komið á óvart en sýni mikilvægi þess að fólk haldi sig fyrir utan skilgreind hættusvæði. Búist er við talsverðri gasmengun á Vatnsleysuströnd í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hraunrennslið minnkar

Hraunrennsli úr eldstöðvunum á Reykjanesskaga hefur minnkað aftur, en það jókst í síðustu viku með opnun nýrra gíga. Flatarmál hrauns hefur þá vaxið hlutfallslega lítið síðustu sólarhringa.

Innlent
Fréttamynd

Ánægjuleg einokunarstaða hjá fyrstu gullgröfurunum

Þegar gengið er niður af Fagradalsfjalli að kvöldlagi er lítið um lýsingu að undanskildum höfuðljósum þeirra göngumanna sem hafa haft rænu á að muna eftir þeim mikilvæga búnaði. Um leið og afleggjarinn við Suðurstrandarveg er í augsýn sést þó loks glitta í eina almennilega upplýsta staðinn við fjallið.

Innlent