Fleiri fréttir Töluverð uppsveifla á Asíumörkuðum Töluverð uppsveifla varð á mörkuðunum í Asíu í nótt, þriðja daginn í röð í þessari viku. 10.12.2008 07:35 Lækkun í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag. Hlutabréf í Bandaríski póstþjónusturisinn FedEx Corp. féll um 10,8 prósent og versnar staða fyrirtækisins með degi hverjum. 9.12.2008 21:21 Illinois ríki í stríð við Bank of America Fjölskyldufyrirtækið Republic Windows & Doors í Chicago tilkynnti með þriggja daga fyrirvara að fyrirtækinu yrði lokað vegna þess að Bank of America hefði lokað lánalínum. 9.12.2008 18:15 Líbanon, landið sem lenti ekki í fjármálakreppunni Íbúar Beirut í Líbanon hlægja nú alla leiðina í banka sína. Landið er nær það eina í heiminum sem ekki hefur lent í fjármálakreppunni. Það geta Líbanonbúar þakkað útsjónarsömum og framsýnum seðlabankastjóra sínum, Riad Salameh að nafni. 9.12.2008 14:58 FME, SÍ og bankarnir rúnir trausti meðal almennings Fjármálaeftirlitið (FME), bankakerfið og Seðlabankinn (SÍ) eru þær stofnanir sem flestir segjast bera lítið traust til. Þannig eru 80% sem setjast bera lítið traust til Fjármálaeftirlitsins og bankakerfisins en 74% segjast bera lítið traust til Seðlabankans. 9.12.2008 13:43 Gengi krónunnar aftur að veikjast Viðsnúningur hefur orðið á gengi krónunnar nú í hádeginu og er gengið byrjað að veikjast aftur. Gengisvísitalan hefur hækkað um 0,8% frá hádegi eftir að hafa styrkst um rúmt prósent við opnun markaðarins í morgun. 9.12.2008 13:30 Christie Hefner hættir sem forstjóri Playboy Christie Hefner hefur ákveðið að hætta sem forstjóri og stjórnarformaður Playboy-veldisins en þessum störfum hefur hún gengt undanfarin 20 ár. 9.12.2008 11:07 Nóbelsjóðurinn hefur tapað 10 milljörðum króna Nóbelsjóðurinn, sem stendur á bakvið Nóbelsverðlaunin, hefur tapað 650 milljónum norskra kr, eða um 10 milljörðum kr. á þessu ári. Þetta kemur fram´í Finansavisen sem reiknaði út tapið miðað við hluta- og verðbréfaeign sjóðsins í upphafi ársins. 9.12.2008 10:36 Trichet segir Ísland verða að ganga í ESB til að taka upp evruna Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri Evrópubankans segir að Ísland verði að ganga í Evrópusambandið ef þjóðin ætlar að taka upp evruna. Þetta kom fram í máli Trichet á fundi með efnahagsnefnd ESB í gærdag. 9.12.2008 10:00 Fjárfestingasjóður kaupir Wyndeham prentsmiðjuna Afskiptum Íslendinga af Wyndeham prentsmiðjunni er endanlega lokið en fjárfestingasjóðurinn Walstead Investments hefur fest kaup á prentsmiðjunni að mestu með yfirtöku á skuldum. 9.12.2008 09:25 Bakkavör í samningum við 17 banka með aðstoð Rothschild Bakkavör á nú í samningum um sambankalán hjá 17 bönkum og nýtur til þess ráðgjafar frá Rothschild fjárfestingarbankanum. Að sögn Financial Times eru samningar þessir tilkomnir vegna þess að innistæða Bakkavarar upp á 150 milljón pund, eða um 26 milljarða kr., brann inni í gamla Kaupþingi er bankinn hrundi. 9.12.2008 08:44 Lán til bílaframleiðenda í sjónmáli Ekki er útilokað að bílaframleiðendurnir General Motors og Chrysler fái 15 milljarða dollara neyðarlán um miðjan mánuðinn til framdráttar í efnahagslægðinni. 9.12.2008 08:17 Efnahagsáætlanir Obama hækka heimsvísitöluna Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun og telja greiningaraðilar að það megi þakka áætlunum nokkurra ríkisstjórna allt frá Bandaríkjunum til Indlands um örvun efnahagslífsins með ýmsum hætti. 9.12.2008 08:10 Vilja setja 1700 milljarða króna í bílaiðnaðinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings vilja verja 15 milljörðum bandaríkjadala, eða 1700 milljarða íslenskra króna, til að styðja við bílaframleiðendur í Bandaríkjunum. Heimildarmenn AFP fréttastofunnar segja óvíst að Bush forseti samþykki hugmyndina. 8.12.2008 00:01 Obama kætir bandaríska fjárfesta Bandarísk hlutabréf hækkuðu almennt í verði í dag en fjárfestar þykja afar bjartsýnir á að átak Baracks Obama, verðandi forseta landsins, til endurreisnar á bandarísku efnahagslífi muni ganga eftir. 8.12.2008 21:13 New York Times tekur risalán Bandaríska dagblaðið New York Times ætlar að taka að láni allt að 225 milljónum dollara til þess að létta lausafjárstöðu sína. 8.12.2008 17:43 Harvard háskólinn tapar miklum fjárhæðum í kreppunni Hinn þekkti Harvard háskóli í Bandaríkjunum fer ekki varhluta af fjármálakreppunni. Fjárfestingarsjóður skólans hefur tapað nær 900 milljörðum kr. á síðustu fjórum mánuðum. 8.12.2008 13:54 Söluferli Kaupþings í Lúxemborg í biðstöðu Söluferli Kaupþings banka í Lúxemborg er í biðstöðu vegna lagalegra vandkvæða, en náist ekki að selja bankann fljótlega verður hann tekinn til gjaldþrotaskipta. Við sögðum frá því í fréttum okkar í gærkvöldi að Líbýskur fjárfestingarbanki í ríkiseigu vilji fjárfesta í bankanum. 8.12.2008 12:47 Bankarnir eru aðalsökudólgar fjármálakreppunnar Bankarnir bera sjálfir sökin á því hvernig fyrir þeim er komið í fjármálakreppunni. Þetta er álit formanns Fjármálaráðsins danska (Finansrådet). 8.12.2008 12:34 Vélar Sterlings settar á flugvélakirkjugarð Fjórar af flugvélum Sterling hafa endað feril sinn á flugvélakirkjugarði í Bandaríkjunum. Þegar Sterling varð gjaldþrota var félagið með 24 vélar í rekstri en allar voru þær á leigu. 8.12.2008 12:29 Engin samdráttur í jólaversluninni þrátt fyrir kreppuna Kaupmenn segjast, þrátt fyrir kreppu, ekki finna fyrir samdrætti í jólaverslun. Skýringu á því gæti verið að finna í að Íslendingar kaupa nú gjafir í verslunum hérna heima í stað þess að ferðast í stórum flokkum erlendis til að kaupa gjafirnar eins og tíðkaðist fyrir kreppu. 8.12.2008 11:57 Hlutabréf í Asíu hækka Hlutabréf hækkuðu á Asíumörkuðum í morgun, meðal annars vegna lækkunar stýrivaxta á Indlandi. 8.12.2008 08:18 Bagger hefur gefið sig fram Danski viðskiptamaðurinn, Stein Bagger, sem stakk af frá Danmörku rétt áður en IT Factory, sem hann veitti forystu, var lýst gjaldþrota hefur nú gefið sig fram. Talið er að svikamylla Baggers og fjársvik hafi skilað honum um 500 milljónum danskra króna á síðustu þremur árum. 7.12.2008 10:17 Icesave sparifjáreigendur gefa sig ekki fram Ríflega 24 þúsund sparifjáreigendur sem áttu innistæður á Icesave reikningum Landsbankans í Bretlandi hafa ekki haft samband við sjóðinn enn. Innistæður þeirra nema um 65 milljörðum íslenskra króna. Sparifjáreigendurnir hafa til 31. desember til að gefa sig fram. 6.12.2008 10:03 Fjárfestar bjartsýnni á afkomu fjármálafyrirtækja Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag í kjölfar nokkurra sveiflna þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi aukist vestra á milli mánaða í nóvember. Atvinnuleysi er komið í 6,7 prósent, sem er rétt undir svörtustu spám. 5.12.2008 22:07 Árni er kominn í fyrsta sætið sem versti bankamaður heimsins Árni Mathiesen fjármálaráðherra er kominn í fyrsta sætið í netkosningu The Huffington Post um hv er sé versti bankamaður heimsins. Fór Árni frammúr Alan Greenspan fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna núna síðdegis í dag. 5.12.2008 16:52 FIH blandast inn í stærsta fjármálahneyksli Danmerkur FIH bankinn, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, blandast inn í stærsta fjármálahneyksli Danmerkur í ár, IT Factory málið. Bankinn er með veð í eignum JMI Invest sem aftur var stærsti eigandi IT Factory sem nú er gjaldþrota. 5.12.2008 15:35 Bilun olli rangt skráðu gengi hjá Byr Vegna bilunar í kerfum Reuters í Bretlandi var gengi gjaldmiðla ranglega skráð á vef Byrs sparisjóðs. Sú misskráning átti einnig við vefi annarra sparisjóða í landinu. 5.12.2008 13:55 Fyrrum starfsmenn Kaupþings í Noregi stefna hátt Fyrrum starfsmenn Kaupþings í Noregi hafa metnað til þess að verða einn af fimm stærstu verðbréfamiðlurum í kauphöllinni í Osló. Þetta kemur fram á Finansavisen. 5.12.2008 13:18 Svíar dæla milljörðum í atvinnulífið Sænska ríkið ætla að dæla 8,3 milljörðum sænskra króna, jafnvirði nærri hundrað tuttugu og fimm milljörðum íslenskra króna, inn í sænskt atvinnulíf til að milda áhrif efnhagskreppunar á fyrirtæki og fjölskyldur. Þetta var tilkynnt í morgun. 5.12.2008 12:00 Enginn banki með sama gengið á evrunni Þegar farið er inn á heimasíður bankanna kemur í ljós að enginn þeirra er með sama gengi á evrunni. Munar allt að rúmum 12 kr. á genginu. 5.12.2008 11:51 Icelandair minnkar hlut sinn í Travel Service Icelandair Group hefur undirritað samkomulag um hlutafjárviðskipti við meðeigendur sína að flugfélaginu Travel Service í Tékklandi, sem felst í því að eignarhlutur Icelandair Group í Travel Service minnkar úr 80% í 66% af hlutafé félagsins. 5.12.2008 11:04 Brunaútsala í Woolworths eftir að kaupandi gekk af skaftinu Allar vörur rúmlega 800 verslunum Woolworths verða selda með 50% afslætti eftir að athafnamaðurinn Theo Paphities hætti við að kaupa keðjunna. Baugur er meðal eigenda Woolworths. 5.12.2008 10:39 FME sektar Eimskip um 20 milljónir kr. vegna Innovate Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gert Eimskip að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 20 milljónir króna. Sektina fær félagið vegna frestunar á birtingu innherjaupplýsinga vegna fjárhagserfiðleika Innovate Holdings Ltd, dótturfélags Eimskips í Bretlandi síðastliðið vor. 5.12.2008 09:47 Gistinóttum á hótelum í október fækkar á milli ára Gistinætur á hótelum í október síðastliðnum voru 103.700 en voru 108.800 í sama mánuði árið 2007, sem er tæplega 5% samdráttur milli ára. 5.12.2008 09:14 Bakkabræður skutla Kvakki inn í Exista fyrir 50 milljarða kr. Stjórn Exista hf. samþykkti á fundi sínum í gær að hefja viðræður við einkahlutafélag í eigu Ágústs Guðmundssonar og Lýðs Guðmundssonar um kaup Exista á öllu hlutafé í Kvakki ehf. og í framhaldi af því að nýta heimild hluthafafundar Exista frá 30. október sl. um að auka hlutafé í félaginu um 50 milljarða hluta til greiðslu fyrir hluti í Kvakki ehf. 5.12.2008 09:01 Hækkun á Asíumörkuðum í morgun Hlutabréf hækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun og voru það fyrirtæki í rafeindageiranum sem leiddu þá hækkun. 5.12.2008 08:39 Salan á Kaupþingi í Luxemborg tefst vegna lagaflækju Lagaflækja og tæknileg vandamál gera það að verkum að salan á Kaupþingi í Luxemborg tefst. Til stóð að tilkynna nýjan eigenda að bankanum í dag. 5.12.2008 08:39 Líkur á auknu atvinnuleysi í Bandaríkjunum Eftir tiltölulega rólegan dag á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag tók gengið dýfu skömmu fyrir lokun viðskipta. Tölur um atvinnuleysi vestra í síðasta mánuði verða birtar á morgun og skýrir það dýfuna að mestu. 4.12.2008 22:10 Íslenskar fjölskyldur á framfæri Hjálpræðishersins á Fjóni Á milli 15 og 20 íslenskar fjölskyldur sem búsettar eru í Óðinsvéum á Fjóni hafa fengið aðstoð frá Hjálpræðishernum í borginni. Samkvæmt frásögn af málinu í blaðinu Fyens Stiftstidende hafa þessar fjölskyldur lent í fjárhagserfiðleikum vegna bankahrunsins á Íslandi. 4.12.2008 14:35 Evrópski seðlabankinn lækkar stýrivexti Evrópski seðlabankinn hefur fetað í fótspor seðlabanka Englands og Svíþjóðar og lækkað stýrivexti. Vextirnir fara við þetta úr 3,25 prósentum í 2,5 prósent. 4.12.2008 13:11 Breskir stýrivextir ekki lægri í 314 ár Englandsbanki lækkaði stýrivexti sína um 100 punkta og fara vextirnir við það úr þremur prósentum í tvö. Þeir voru síðast lækkaðir svo mikið í einu skrefi árið 1939, eða um svipað leyti og seinni heimsstyrjöldin skall á. 4.12.2008 12:12 Sterling flugfélagið endurreist Það var danska flugfélagið Cimber sem keypti Sterling til að endurreisa það. Í tilkynningu um kaupin segir Jörgen Nielsen forstjóri Cimber að með þeim sjái félagið einstakt tækifæri til þess að styrkja stöðu sína sem leiðandi félag í innanlandsflugi í Danmörku. 4.12.2008 10:16 Bankarnir taka lyklavöldin af Merckle Þýski milljarðamæringurinn Adolf Merckle hefur látið lyklavöldin á fyrirtækjasamstæðum sínum hendur viðskiptabanka fyrirtækisins. Ástæðan er skuldafen sem fyrirtækið sök í eftir að það reyndi að skortselja hlutabréf í Volkswagen. 4.12.2008 09:33 Hilco skipað til að reka bú The Pier eftir greiðslustöðvun Hilco, sem sérhæfir sig í að endurreisa fyrirtæki, hefur verið skipað til að reka áfram bú húsgagnakeðjunnar The Pier í Bretlandi eftir að Pier fór í greiðslustöðvun í gær. Pier er í eigu Lagersins sem er aftur í eigu Jákups Jacobsen, sem oftast er kenndur við Rúmfatalagerinn. 4.12.2008 09:17 Sjá næstu 50 fréttir
Töluverð uppsveifla á Asíumörkuðum Töluverð uppsveifla varð á mörkuðunum í Asíu í nótt, þriðja daginn í röð í þessari viku. 10.12.2008 07:35
Lækkun í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag. Hlutabréf í Bandaríski póstþjónusturisinn FedEx Corp. féll um 10,8 prósent og versnar staða fyrirtækisins með degi hverjum. 9.12.2008 21:21
Illinois ríki í stríð við Bank of America Fjölskyldufyrirtækið Republic Windows & Doors í Chicago tilkynnti með þriggja daga fyrirvara að fyrirtækinu yrði lokað vegna þess að Bank of America hefði lokað lánalínum. 9.12.2008 18:15
Líbanon, landið sem lenti ekki í fjármálakreppunni Íbúar Beirut í Líbanon hlægja nú alla leiðina í banka sína. Landið er nær það eina í heiminum sem ekki hefur lent í fjármálakreppunni. Það geta Líbanonbúar þakkað útsjónarsömum og framsýnum seðlabankastjóra sínum, Riad Salameh að nafni. 9.12.2008 14:58
FME, SÍ og bankarnir rúnir trausti meðal almennings Fjármálaeftirlitið (FME), bankakerfið og Seðlabankinn (SÍ) eru þær stofnanir sem flestir segjast bera lítið traust til. Þannig eru 80% sem setjast bera lítið traust til Fjármálaeftirlitsins og bankakerfisins en 74% segjast bera lítið traust til Seðlabankans. 9.12.2008 13:43
Gengi krónunnar aftur að veikjast Viðsnúningur hefur orðið á gengi krónunnar nú í hádeginu og er gengið byrjað að veikjast aftur. Gengisvísitalan hefur hækkað um 0,8% frá hádegi eftir að hafa styrkst um rúmt prósent við opnun markaðarins í morgun. 9.12.2008 13:30
Christie Hefner hættir sem forstjóri Playboy Christie Hefner hefur ákveðið að hætta sem forstjóri og stjórnarformaður Playboy-veldisins en þessum störfum hefur hún gengt undanfarin 20 ár. 9.12.2008 11:07
Nóbelsjóðurinn hefur tapað 10 milljörðum króna Nóbelsjóðurinn, sem stendur á bakvið Nóbelsverðlaunin, hefur tapað 650 milljónum norskra kr, eða um 10 milljörðum kr. á þessu ári. Þetta kemur fram´í Finansavisen sem reiknaði út tapið miðað við hluta- og verðbréfaeign sjóðsins í upphafi ársins. 9.12.2008 10:36
Trichet segir Ísland verða að ganga í ESB til að taka upp evruna Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri Evrópubankans segir að Ísland verði að ganga í Evrópusambandið ef þjóðin ætlar að taka upp evruna. Þetta kom fram í máli Trichet á fundi með efnahagsnefnd ESB í gærdag. 9.12.2008 10:00
Fjárfestingasjóður kaupir Wyndeham prentsmiðjuna Afskiptum Íslendinga af Wyndeham prentsmiðjunni er endanlega lokið en fjárfestingasjóðurinn Walstead Investments hefur fest kaup á prentsmiðjunni að mestu með yfirtöku á skuldum. 9.12.2008 09:25
Bakkavör í samningum við 17 banka með aðstoð Rothschild Bakkavör á nú í samningum um sambankalán hjá 17 bönkum og nýtur til þess ráðgjafar frá Rothschild fjárfestingarbankanum. Að sögn Financial Times eru samningar þessir tilkomnir vegna þess að innistæða Bakkavarar upp á 150 milljón pund, eða um 26 milljarða kr., brann inni í gamla Kaupþingi er bankinn hrundi. 9.12.2008 08:44
Lán til bílaframleiðenda í sjónmáli Ekki er útilokað að bílaframleiðendurnir General Motors og Chrysler fái 15 milljarða dollara neyðarlán um miðjan mánuðinn til framdráttar í efnahagslægðinni. 9.12.2008 08:17
Efnahagsáætlanir Obama hækka heimsvísitöluna Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun og telja greiningaraðilar að það megi þakka áætlunum nokkurra ríkisstjórna allt frá Bandaríkjunum til Indlands um örvun efnahagslífsins með ýmsum hætti. 9.12.2008 08:10
Vilja setja 1700 milljarða króna í bílaiðnaðinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings vilja verja 15 milljörðum bandaríkjadala, eða 1700 milljarða íslenskra króna, til að styðja við bílaframleiðendur í Bandaríkjunum. Heimildarmenn AFP fréttastofunnar segja óvíst að Bush forseti samþykki hugmyndina. 8.12.2008 00:01
Obama kætir bandaríska fjárfesta Bandarísk hlutabréf hækkuðu almennt í verði í dag en fjárfestar þykja afar bjartsýnir á að átak Baracks Obama, verðandi forseta landsins, til endurreisnar á bandarísku efnahagslífi muni ganga eftir. 8.12.2008 21:13
New York Times tekur risalán Bandaríska dagblaðið New York Times ætlar að taka að láni allt að 225 milljónum dollara til þess að létta lausafjárstöðu sína. 8.12.2008 17:43
Harvard háskólinn tapar miklum fjárhæðum í kreppunni Hinn þekkti Harvard háskóli í Bandaríkjunum fer ekki varhluta af fjármálakreppunni. Fjárfestingarsjóður skólans hefur tapað nær 900 milljörðum kr. á síðustu fjórum mánuðum. 8.12.2008 13:54
Söluferli Kaupþings í Lúxemborg í biðstöðu Söluferli Kaupþings banka í Lúxemborg er í biðstöðu vegna lagalegra vandkvæða, en náist ekki að selja bankann fljótlega verður hann tekinn til gjaldþrotaskipta. Við sögðum frá því í fréttum okkar í gærkvöldi að Líbýskur fjárfestingarbanki í ríkiseigu vilji fjárfesta í bankanum. 8.12.2008 12:47
Bankarnir eru aðalsökudólgar fjármálakreppunnar Bankarnir bera sjálfir sökin á því hvernig fyrir þeim er komið í fjármálakreppunni. Þetta er álit formanns Fjármálaráðsins danska (Finansrådet). 8.12.2008 12:34
Vélar Sterlings settar á flugvélakirkjugarð Fjórar af flugvélum Sterling hafa endað feril sinn á flugvélakirkjugarði í Bandaríkjunum. Þegar Sterling varð gjaldþrota var félagið með 24 vélar í rekstri en allar voru þær á leigu. 8.12.2008 12:29
Engin samdráttur í jólaversluninni þrátt fyrir kreppuna Kaupmenn segjast, þrátt fyrir kreppu, ekki finna fyrir samdrætti í jólaverslun. Skýringu á því gæti verið að finna í að Íslendingar kaupa nú gjafir í verslunum hérna heima í stað þess að ferðast í stórum flokkum erlendis til að kaupa gjafirnar eins og tíðkaðist fyrir kreppu. 8.12.2008 11:57
Hlutabréf í Asíu hækka Hlutabréf hækkuðu á Asíumörkuðum í morgun, meðal annars vegna lækkunar stýrivaxta á Indlandi. 8.12.2008 08:18
Bagger hefur gefið sig fram Danski viðskiptamaðurinn, Stein Bagger, sem stakk af frá Danmörku rétt áður en IT Factory, sem hann veitti forystu, var lýst gjaldþrota hefur nú gefið sig fram. Talið er að svikamylla Baggers og fjársvik hafi skilað honum um 500 milljónum danskra króna á síðustu þremur árum. 7.12.2008 10:17
Icesave sparifjáreigendur gefa sig ekki fram Ríflega 24 þúsund sparifjáreigendur sem áttu innistæður á Icesave reikningum Landsbankans í Bretlandi hafa ekki haft samband við sjóðinn enn. Innistæður þeirra nema um 65 milljörðum íslenskra króna. Sparifjáreigendurnir hafa til 31. desember til að gefa sig fram. 6.12.2008 10:03
Fjárfestar bjartsýnni á afkomu fjármálafyrirtækja Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag í kjölfar nokkurra sveiflna þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi aukist vestra á milli mánaða í nóvember. Atvinnuleysi er komið í 6,7 prósent, sem er rétt undir svörtustu spám. 5.12.2008 22:07
Árni er kominn í fyrsta sætið sem versti bankamaður heimsins Árni Mathiesen fjármálaráðherra er kominn í fyrsta sætið í netkosningu The Huffington Post um hv er sé versti bankamaður heimsins. Fór Árni frammúr Alan Greenspan fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna núna síðdegis í dag. 5.12.2008 16:52
FIH blandast inn í stærsta fjármálahneyksli Danmerkur FIH bankinn, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, blandast inn í stærsta fjármálahneyksli Danmerkur í ár, IT Factory málið. Bankinn er með veð í eignum JMI Invest sem aftur var stærsti eigandi IT Factory sem nú er gjaldþrota. 5.12.2008 15:35
Bilun olli rangt skráðu gengi hjá Byr Vegna bilunar í kerfum Reuters í Bretlandi var gengi gjaldmiðla ranglega skráð á vef Byrs sparisjóðs. Sú misskráning átti einnig við vefi annarra sparisjóða í landinu. 5.12.2008 13:55
Fyrrum starfsmenn Kaupþings í Noregi stefna hátt Fyrrum starfsmenn Kaupþings í Noregi hafa metnað til þess að verða einn af fimm stærstu verðbréfamiðlurum í kauphöllinni í Osló. Þetta kemur fram á Finansavisen. 5.12.2008 13:18
Svíar dæla milljörðum í atvinnulífið Sænska ríkið ætla að dæla 8,3 milljörðum sænskra króna, jafnvirði nærri hundrað tuttugu og fimm milljörðum íslenskra króna, inn í sænskt atvinnulíf til að milda áhrif efnhagskreppunar á fyrirtæki og fjölskyldur. Þetta var tilkynnt í morgun. 5.12.2008 12:00
Enginn banki með sama gengið á evrunni Þegar farið er inn á heimasíður bankanna kemur í ljós að enginn þeirra er með sama gengi á evrunni. Munar allt að rúmum 12 kr. á genginu. 5.12.2008 11:51
Icelandair minnkar hlut sinn í Travel Service Icelandair Group hefur undirritað samkomulag um hlutafjárviðskipti við meðeigendur sína að flugfélaginu Travel Service í Tékklandi, sem felst í því að eignarhlutur Icelandair Group í Travel Service minnkar úr 80% í 66% af hlutafé félagsins. 5.12.2008 11:04
Brunaútsala í Woolworths eftir að kaupandi gekk af skaftinu Allar vörur rúmlega 800 verslunum Woolworths verða selda með 50% afslætti eftir að athafnamaðurinn Theo Paphities hætti við að kaupa keðjunna. Baugur er meðal eigenda Woolworths. 5.12.2008 10:39
FME sektar Eimskip um 20 milljónir kr. vegna Innovate Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gert Eimskip að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 20 milljónir króna. Sektina fær félagið vegna frestunar á birtingu innherjaupplýsinga vegna fjárhagserfiðleika Innovate Holdings Ltd, dótturfélags Eimskips í Bretlandi síðastliðið vor. 5.12.2008 09:47
Gistinóttum á hótelum í október fækkar á milli ára Gistinætur á hótelum í október síðastliðnum voru 103.700 en voru 108.800 í sama mánuði árið 2007, sem er tæplega 5% samdráttur milli ára. 5.12.2008 09:14
Bakkabræður skutla Kvakki inn í Exista fyrir 50 milljarða kr. Stjórn Exista hf. samþykkti á fundi sínum í gær að hefja viðræður við einkahlutafélag í eigu Ágústs Guðmundssonar og Lýðs Guðmundssonar um kaup Exista á öllu hlutafé í Kvakki ehf. og í framhaldi af því að nýta heimild hluthafafundar Exista frá 30. október sl. um að auka hlutafé í félaginu um 50 milljarða hluta til greiðslu fyrir hluti í Kvakki ehf. 5.12.2008 09:01
Hækkun á Asíumörkuðum í morgun Hlutabréf hækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun og voru það fyrirtæki í rafeindageiranum sem leiddu þá hækkun. 5.12.2008 08:39
Salan á Kaupþingi í Luxemborg tefst vegna lagaflækju Lagaflækja og tæknileg vandamál gera það að verkum að salan á Kaupþingi í Luxemborg tefst. Til stóð að tilkynna nýjan eigenda að bankanum í dag. 5.12.2008 08:39
Líkur á auknu atvinnuleysi í Bandaríkjunum Eftir tiltölulega rólegan dag á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag tók gengið dýfu skömmu fyrir lokun viðskipta. Tölur um atvinnuleysi vestra í síðasta mánuði verða birtar á morgun og skýrir það dýfuna að mestu. 4.12.2008 22:10
Íslenskar fjölskyldur á framfæri Hjálpræðishersins á Fjóni Á milli 15 og 20 íslenskar fjölskyldur sem búsettar eru í Óðinsvéum á Fjóni hafa fengið aðstoð frá Hjálpræðishernum í borginni. Samkvæmt frásögn af málinu í blaðinu Fyens Stiftstidende hafa þessar fjölskyldur lent í fjárhagserfiðleikum vegna bankahrunsins á Íslandi. 4.12.2008 14:35
Evrópski seðlabankinn lækkar stýrivexti Evrópski seðlabankinn hefur fetað í fótspor seðlabanka Englands og Svíþjóðar og lækkað stýrivexti. Vextirnir fara við þetta úr 3,25 prósentum í 2,5 prósent. 4.12.2008 13:11
Breskir stýrivextir ekki lægri í 314 ár Englandsbanki lækkaði stýrivexti sína um 100 punkta og fara vextirnir við það úr þremur prósentum í tvö. Þeir voru síðast lækkaðir svo mikið í einu skrefi árið 1939, eða um svipað leyti og seinni heimsstyrjöldin skall á. 4.12.2008 12:12
Sterling flugfélagið endurreist Það var danska flugfélagið Cimber sem keypti Sterling til að endurreisa það. Í tilkynningu um kaupin segir Jörgen Nielsen forstjóri Cimber að með þeim sjái félagið einstakt tækifæri til þess að styrkja stöðu sína sem leiðandi félag í innanlandsflugi í Danmörku. 4.12.2008 10:16
Bankarnir taka lyklavöldin af Merckle Þýski milljarðamæringurinn Adolf Merckle hefur látið lyklavöldin á fyrirtækjasamstæðum sínum hendur viðskiptabanka fyrirtækisins. Ástæðan er skuldafen sem fyrirtækið sök í eftir að það reyndi að skortselja hlutabréf í Volkswagen. 4.12.2008 09:33
Hilco skipað til að reka bú The Pier eftir greiðslustöðvun Hilco, sem sérhæfir sig í að endurreisa fyrirtæki, hefur verið skipað til að reka áfram bú húsgagnakeðjunnar The Pier í Bretlandi eftir að Pier fór í greiðslustöðvun í gær. Pier er í eigu Lagersins sem er aftur í eigu Jákups Jacobsen, sem oftast er kenndur við Rúmfatalagerinn. 4.12.2008 09:17