Fleiri fréttir

Ráðherrar funda um efnahagshorfur

Fjármálaráðherra sjö stærstu iðnríkja heims eru nú staddir í Tókýó í Japan en þeir munu funda um dræmar efnahagshorfur á næstu mánuðum á morgun.

Hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum

Hlutabréfamarkaðurinn hefur farið vel af stað í Evrópu í dag eftir fremur slappa viku. Gærdagurinn var sérstaklega slæmur en fjárfestar voru almennt óánægðir með stýrivaxtaákvörðun bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu.

Stýrivextir lækka í Bretlandi

Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, lækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa vextirnir nú í 5,25 prósentum. Þetta er í samræmi við spár markaðsaðila sem segja að bankastjórnin standi frammi fyrir erfiðum aðstæðum. Hann vilji halda verðbólgu niðri á sama tíma og aðstæður á fjármálamörkuðum séu með versta móti, vextir með hæsta móti og lánsfé því dýrt.

Stefnir í fjöldauppsagnir hjá Northern Rock

Útlit er fyrir að allt að 2.400 manns verði sagt upp hjá breska bankanum Northern Rock á næstu þremur árum eigi að takast að snúa við rekstrinum. Þetta segir Paul Thompson, einn þeirra sem leiðir yfirtökutilboð Richard Bransons í bankann.

HBSC sagður bjóða í Société Generale

Gengi hlutabréfa í franska bankanum Société Generale hækkaði um rúm sex prósent á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag eftir að orðrómur fór á kreik að evrópski risabankinn HSBC sé að íhuga að leggja fram yfirtökutilboð í bankann.

BHP hækkar tilboðið í Rio Tinto

Ástralska námafélagið BHP Billiton hefur hækkað óvinveitt yfirtökutilboð sitt í ál- og námurisann Rio Tinto. Helsta ástæðan fyrir bættu tilboði er gagntilboð frá Chinalco, stærsta álfélagi Kína, sem er í ríkiseigu, í Rio Tinto. Gengi hlutabréfa í BHP féll um fimm prósent í kjölfarið.

Disney-risinn siglir gegnum niðursveifluna

Hagnaður Disney-risans var umfram væntingar á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk í enda janúar samkvæmt bókum afþreyingafyrirtækisins. Það skrifast á góða sölu á DVD-myndum á borð við „High School Musical“ og fjölgun gesta í Disneyland- og Disneyworldgarðana.

Finnair með gott uppgjör

Finnska flugfélagið Finnair birti í morgun tölur um afkomu sína á síðasta ársfjórðungi. Tekjur félagsins á fjórðungnum reyndust aðeins hærri en greiningaraðilar höfðu búist við. FL Group er næst stærsti hluthafinn.

Búast við samþykki Yahoo tilboðsins

Bandarískir stjórnmálamenn hittast seinna í vikunni til að ræða tilboð Microsoft í Yahoo. Stjórn Yahoo veltir nú fyrir sér 44,6 milljarða dollara tilboðinu en nefnd á vegum þingsins segir að hún muni grandskoða tilboðið 8. febrúar næstkomandi.

Sjálfstæður atvinnurekandi - eða ríkur?

Þeir Bandaríkjamenn sem vinna fyrir sjálfan sig, eða þéna meira en eina milljón bandaríkjadala ( 65 milljónir íslenskra króna) á ári, eru líklegri til að verða skoðaðir sérstaklega af ríkisskattstofu Bandaríkjanna en aðrir Bandaríkjamenn.

Viðskiptavinir Egg bankans mótmæla kortasvipti

Reiðir viðskiptavinir internetbankans Egg hafa mótmælt ákvörðun bankans um að ógilda kreditkort þeirra eftir 35 daga. Egg segir að 161 þúsund kortum verði lokað þar sem lánstraust korthafanna hafi versnað frá því að þeir tóku upp viðskipti við bankann.

Microsoft vill kaupa Yahoo

Fyrirtækin Microsoft og Yahoo eru bæði í samkeppni við leiðandi leitarvélarisann Google. Nú hefur Microsoft boðist til að kaupa Yahoo með peningum og hlutabréfum á tæplega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna.

Starfsmenn Skagen fá 12 milljónir í bónus

Á meðan flestir aðilar á verðbréfamörkuðum heims bera sig illa fagna eigendur, starfsmenn og viðskiptavinir norska fjárfestingarsjóðsins Skagen. Sjóðnum tókst furðuvel að halda sjó síðustu mánuði og við ársuppgjör í vikunni var ávöxtunin svo góð að hver einasti starfsmaður fékk sem svarar um tólf milljónum íslenskra króna í bónus.

Met í fjölda viðskipta í norrænu kauphöllunum

Í janúar var slegið met í fjölda viðskipta með hlutabréf á Nordic Exchange. Þann 22. janúar var fjöldi viðskipta orðinn 422,474 en fyrra met var 371,219 viðskipti þann 9. ágúst 2007.

Microsoft vill kaupa Yahoo

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft er sagður hafa lagt fram tilboð í netveituna Yahoo upp á 44,6 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 2.890 milljarða íslenskra króna, að því er breska ríkisútvarpið hermir.

Fjöldauppsagnir hjá Ericsson

Sænski fjarskiptarisinn Ericsson ætlar að segja upp 4000 manns eftir að hagnaður á fjórða ársfjórðungi reyndist ekki nema 7,6 milljarðar sænskra króna.

Verðbólga í hæstu hæðum á evrusvæðinu

Verðbólga mælist 3,2 prósent á evrusvæðinu í þessum mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Verðbólga hefur aldrei verið meiri en nú og er hætt á stöðnun á evrusvæðinu, að sögn markaðsaðila.

Hagnaður Shell nam 1660 milljörðum kr.

Hagnaður breska olíufélagsins Shell sló öll met á síðasta ári. Nam hagnaðurinn 13,9 milljörðum punda eða um 1660 milljörðum króna. Lætur nærri að Shell hafi grætt tæpar 200 milljónir kr. á hverjum klukkutíma ársins.

FIH bankinn í Danmörku með methagnað

FIH bankinn í Danmörku, sem er í eigu Kaupþings, var með methagnað á síðasta ári. Nam hagnaðurinn eftir skatta tæpum 15 milljörðum kr.

Góður hagnaður af rekstri OMX kauphallanna

Góður hagnaður varð af rekstri OMX-kauphallanna á Norðurlöndum á síðasta ári en Ísland er hluti af þeim. Heildartekjurnar voru þær mestu í sögu OMX og námu um 4,3 milljörðum kr.

Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig í dag og standa vextirnir nú í þremur prósentum. Þetta er í takt við spár markaðsaðila.

Gylltur nautsrass veldur hruni markaða

Skýringin á hruni verðbréfamarkaða á Indlandi er fundin. Hana er að finna í afstöðu afturenda eins og hálfs metra hárrar bronsstyttu af nauti fyrir utan kauphöllina í Mumbai. Indverjar eru þekktir fyrir ást sína á nautgripum, en þessi veldur þeim hugarangri.

Hagvöxtur með minnsta móti í Bandaríkjunum

Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent á fjórða og síðasta fjórðungi nýliðins árs í Bandaríkjunum. Til samanburðar var hagvöxtur 4,9 prósent á þriðja ársfjórðungi.

Seðlabankastjórinn heldur sæti sínu

Breska fjármálaráðuneytið hefur framlengt ráðningu Mervyn Kings, seðlabankastjóra Englandsbanka, til næstu fimm ára. Ráðningartímabil hans rennur út í júní í sumar og hafa gagnrýnendur þrýst á að nýr maður taki við skútunni.

FBI rannsakar undirmálslánamarkaðinn

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur nú til rannsóknar fjórtán þarlend fasteignalánafyrirtæki og banka í samvinnu við bandaríska fjármálaeftirlitið. Fyrirtækin tengjast öll undirmálslánakreppunni sem hrjáð hefur alþjóðlega markaði.

Niðursveifla á mörkuðum í Asíu

Hlutabréf féllu töluvert við opnun markaðanna í Asíu í morgunn. Hang seng vísitalan í Hong Kong féll um 4% og Nikkei vísitalan í Japan um tæp 3% í fyrstu viðskiptum dagsins.

Spilaði með fimmtíu milljarða evra

Franski verðbréfamiðlarinn Jerome Kerviel fjárfesti fyrir fimmtíu milljarða evra án leyfis áður en upp komst um verk mannsins. Kerviel er nú í haldi lögreglu en í dag gaf bankinn SocGen út yfirlýsingu þar sem greint er frá málavöxtum frá þeirra bæjardyrum séð.

Fjárfestingarsjóður frá Katar stefnir á hlut í Credit Suisse

Fjárfestingarsjóðir sem njóta stuðnings ríkisstjórnarinnar í Katar eru að íhuga kaup á um fimm prósenta hlut í svissneska bankanum Cretid Suisse, einum stærsta banka í Evrópu. Frá þessu er greint í The Sunday Telegraph í dag. Talið er að sjóðirnir séu tengdir Qatar Investment Authority en félagið er í eigu emírsins í Katar og fjölskyldu hans.

Davos: Vont en það versnar

Valdamestu menn jarðar sem nú ræða framtíðina í svissneska fjallaþorpinu Davos sögðu í dag að fjármálarkreppan í heiminum væri bara að byrja og að hún ætti eftir að versna. Stjórnarformaður Citibank sagði í viðtali við Reuters að það muni taka dágóðan tíma fyrir fjármálakerfi heimsins að rétta úr kútnum eftir óróa síðustu missera og líkti hann stöðunni við hafnaboltaleik. „Ef leikurinn er níu lotur þá má segja að við séum í fimmtu lotu eins og stendur, sagði hann.

Gullið aldrei dýrara en nú

Verð á gulli fór í 923 dali á únsu á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær og hefur aldrei nokkurn tíma verið dýrara.

Leitað í íbúð franska fjársvikarans

Lögreglan leitaði í íbúð Jerome Kerviel sem rekinn var frá franska bankanum Societe Generale fyrir óheimila spákaupmennsku sem olli því að um 480 milljarðar íslenskra króna gufuðu upp úr bókum bankans.

Tímabundinn skellur á helstu fjármálamörkuðum

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum og Evrópu sneru snarlega úr hækkun í lækkun til skamms tíma eftir að bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því að bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs ætli að segja upp allt að fimm prósentum starfsmanna sinna. Þá spilar inn í orðrómur að stór banki í Evrópu neyðist til að afskrifa háar fjárhæðir úr bókum sínum vegna falls á skuldavöndlum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og að vogunarsjóður glími við lausafjárþurrð og muni senn heyra sögunni til.

Franski fjársvikarinn hjá SocGen segist ekki á flótta

Jérome Kerviel verðbréfasalinn hjá franska bankanum SocGen, sem sveik út nær 500 milljarða kr., segir að hann sé ekki á flótta. Jafnframt fylgir sögunni að hann sé reiðubúinn að ræða við lögregluna sé þess óskað.

Franski bankinn kærir verðbréfaskúrkinn

Franski bankinn Societe Generale hefur höfðað mál á hendur Jerome Kerviel, miðlaranum sem sagt var upp störfum hjá bankanum fyrir óheimila spákaupmennsku sem olli því að jafnvirði 480 milljarða íslenskra króna gufuðu upp úr bókum bankans.

Carlsberg og Heineken kaupa stærstu bruggverksmiðju Bretlands

Bruggverksmiðjurnar Carlsberg og Heineken hafa komist að samkomulagi um kaupin á stærstu bruggverksmiðju Bretlands, Scottish and Newcastle. Kauptilboðið hljóðar upp á 800 pens á hlut eða samtals um 900 milljarða króna. Mikil barátta hefur staðið um kaupin á Scottish and Newcastle en stjórn þeirra bruggverksmiðju hefur fallist á tilboð Carlsberg og Heineken og segist sátt við verðið sem er í boði.

Afkoma Microsoft yfir væntingum

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft skilaði hagnaði upp á 4,7 milljarða dala, jafnvirði 311 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi samanborið við 2,6 milljarða í hitteðfyrra. Windows Vista, nýja stýrikerfið sem fyrirtækið setti á markað seint á síðasta ári á stærstan þátt í bættri afkomu fyrirtækisins.

Markaðir í Asíu taka vel við sér

Markaðir í Asíu hafa tekið vel við sér í morgun í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að örva efnahagslíf landsins aðalega með skattalækkunum upp nær þúsund milljarða króna.

Nokia keyrir fram úr öðrum

Nokia, stærsti farsímaframleiðandi í heimi, hagnaðist um tæpa 1,8 milljarða evra, jafnvirði 172 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta er 44 prósenta aukning á milli ára.

Tap Ford minnkar milli ára

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford tapaði 2,7 milljörðum dala, jafnvirði 178,6 milljörðum íslenskra króna, á síðasta ári. Þrátt fyrir tapið er þetta talsverður bati frá þarsíðasta ári þegar fyrirtækið tapaði 12,6 milljörðum dala.

Sjá næstu 50 fréttir