Disney-risinn siglir gegnum niðursveifluna 6. febrúar 2008 09:02 Mikki Mús, ein af þekktustu fígúrum Disney. Hagnaður Disney-risans var umfram væntingar á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk í enda janúar samkvæmt bókum afþreyingafyrirtækisins. Það skrifast á góða sölu á DVD-myndum á borð við „High School Musical" og fjölgun gesta í Disneyland- og Disneyworldgarðana. Hagnaður fyrirtækisins nam 1,25 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 81 milljarðs íslenskra króna. Það jafngildir því að hagnaður á hlut hafi numið 63 sentum samanborið við 52 sent líkt og spár fjármálasérfræðinga hljóðaði upp á, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. Þá námu tekjur 10,5 milljörðum dala á tímabilinu, sem er 9,1 prósents hækkun frá sama tíma í fyrra. Þetta er engu að síður 26 prósenta minni hagnaður en á sama tíma í fyrra. Robert Iger, forstjóri Disney, sem er annað stærsta afþreyingafyrirtæki Bandaríkjanna, segir sömuleiðis í samtali við Bloomberg, að afkoman skýrist sömuleiðis af sterku gengi evru Bandaríkjadal. Hann er hæstánægður með afkomuna og segist fullviss um að fyrirtækið muni koma vel út úr þeirri niðursveiflu sem spáð hafi verið í Bandaríkjunum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hagnaður Disney-risans var umfram væntingar á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk í enda janúar samkvæmt bókum afþreyingafyrirtækisins. Það skrifast á góða sölu á DVD-myndum á borð við „High School Musical" og fjölgun gesta í Disneyland- og Disneyworldgarðana. Hagnaður fyrirtækisins nam 1,25 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 81 milljarðs íslenskra króna. Það jafngildir því að hagnaður á hlut hafi numið 63 sentum samanborið við 52 sent líkt og spár fjármálasérfræðinga hljóðaði upp á, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. Þá námu tekjur 10,5 milljörðum dala á tímabilinu, sem er 9,1 prósents hækkun frá sama tíma í fyrra. Þetta er engu að síður 26 prósenta minni hagnaður en á sama tíma í fyrra. Robert Iger, forstjóri Disney, sem er annað stærsta afþreyingafyrirtæki Bandaríkjanna, segir sömuleiðis í samtali við Bloomberg, að afkoman skýrist sömuleiðis af sterku gengi evru Bandaríkjadal. Hann er hæstánægður með afkomuna og segist fullviss um að fyrirtækið muni koma vel út úr þeirri niðursveiflu sem spáð hafi verið í Bandaríkjunum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira