Viðskipti erlent

Sampo fær leyfi til að kaupa meir en 10% í Nordea

Finnska tryggingarfélagið Sampo hefur fengið leyfi sænska fjármálaeftirlitsins til þess að auka hlut sinn í Nordea bankanum yfir 10%.

Finnska fjármálafyrirtækið Sampo jók við hlut sinn í sænska bankanum Nordea, stærsta banka Norðurlandanna, í síðasta mánuði og á nú 9,6%. Exista á tæpan tuttugu prósenta hlut í Sampo.

Markaðsverðmæti hlutar Sampo í Nordea nemur rétt rúmum 22 milljörðum sænskra króna, jafnvirði 225 milljörðum íslenskra króna, miðað við gengi hans um hádegisbil í gær.

Björn Wahlroos, forstjóri Sampo, hefur í samtali við sænska fjölmiðla ekki sagst hafa í hyggju að yfirtaka Nordea þrátt fyrir ítrekaðan orðróm um hið gagnstæða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×