Fleiri fréttir

Abramovich kaupir Airbus A380

Milljarðamæringurinn Roman Abramovich, eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, ætti að geta haft rúmt um sig í ferðum sínum um heiminn á næstu misserum því hann hefur fest kaup á Airbus A380 sem er stærsta farþegavél heims.

Yahoo styrkir stöðuna gegn Google

Bandaríska netveitan Yahoo hefur keypt fyrirtækið BlueLithium, sem einbeitir sér að markaðssetningu á netinu. Kaupverð nemur 300 milljónum bandaríkjadala, tæpum 19,5 milljörðum íslenskra króna. Með kaupunum hyggst fyrirtækið styrkja stöðu sína í samkeppninni við netrisann Google.

Eftirvænting eftir næstu kynslóð iPod

Apple mun kynna sjöttu kynslóð iPod spilaranna vinsælu á morgun. Miklar vangaveltur hafa spunnist út um í hvaða átt tæknirisinn Apple sé að þróa spilarann. Talið er víst að nýi iPodinn muni svipa mikið til hins margumtalaða iPhone síma.

Hlutabréf hækka í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag þrátt fyrir að nýbirtar tölur bentu til að dregið hafi úr framleiðslu og fjárfestingum fyrirtækja. Greinendur segja fjárfesta enn bjartsýna eftir yfirlýsingu Bens Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, frá því á föstudag að bankinn muni bregðast við þrengingum á bandarískum fasteignalánamarkaði.

Framleiðni í heiminum mest í Noregi

Norðmenn eru á toppnum í framleiðni meðal þjóða heims, samkvæmt rannsókn Alþjóða vinnumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar er miðað við vinnu per klukkustund. Norðmenn eru talsvert ofar en Bandaríkjamenn og Frakkar, sem koma næst á eftir þeim. Bandaríkjamenn vinna hinsvegar flestar klukkustundir á ári.

Lækkun á evrópskum mörkuðum

Lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í morgun eftir samfelldar hækkanir í fjóra daga í röð. Fréttastofa Reuters segir að fjárfestar haldi að sér höndum þar sem von er á nýjum upplýsingum um ástand bandaríska hagkerfisins.

NBC slítur samstarfi við Apple

NBC Universal hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við Apple iTunes um sölu á stafrænu niðurhali sjónvarpsþátta þar sem ekki náðist samkomulag um verðlag.

Digital-tónlist í Nokia

Símarisinn Nokia svipti hulunni af eigin tónlistarverslun á dögunum, en hægt verður að heimsækja búðina í gegnum nýjan netaðgang, sem kallast Ovi, sem þýðir „dyr“ á finnsku. Nokia hyggur einnig á framboð leikja í gegnum aðganginn.

Mús og fjarstýring

Logitech hefur framleitt tölvumús sem er líka fjarstýring. Eftir því sem hlutverk tölvunnar verður viðameira í lífi fólks fleygir tækninni fram og allt er reynt til að hafa hlutina sem einfaldasta fyrir notandann.

Apple og Volkswagen í samstarf við iCar

Heyrst hefur að Apple-tölvufyrirtækið og bílaframleiðandinn Volkswagen séu í viðræðum um að búa til iCar sem myndi vera búinn ýmsum tæknikostum frá Apple. Talsmaður Volkswagen staðfesti að framkvæmdastjórar fyrirtækjanna hefðu hist í Kaliforníu á dögunum og kastað á milli sín hugmyndum en ekkert væri ákveðið enn.

Nýr stjóri yfir bjórbrugginu

Jørgen Buhl Rasmussen hefur ráðinn forstjóri danska bjórframleiðandans Carlsberg. Hann tekur við af Nils Smedegaard Andersen í byrjun næsta mánaðar en í júní var Andersen ráðinn yfir danska skiparisanum A.P. Möller-Mærsk, eins stærsta skipafélags í heimi. Jess Søderberg, fráfarandi forstjóri skipafélagsins, ætlar hins vegar að setjast í helgan stein.

Storebrand kaupir líftryggingahluta Handelsbanken

Norska tryggingafélagið Storebrand hefur keypt líftryggingahluta sænska bankans Handelsbanken. Kaupverð nemur 18 milljörðum sænskra króna, tæplega 166 milljörðum íslenskra króna. Kaupþing og Exista saman rúman fjórðungshlut í Storebrand.Storebrand stefnir að því að veita líftryggingar sænska bankans í Noregi.

Heimsmarkaðsverð á hveiti hækkar um 30%

Heimsmarkaðsverð á hveiti hefur hækkað um 30% í ágúst og segir blaðið The Financial Times að þetta sé mesta hækkun á hveiti í einum mánuði síðan í ágúst 1973. Það er einkum mikil eftirspurn í Bandaríkjunum eftir þessari vöru sem hefur keyrt verðið upp.

Fjárfestar þurfa ekki einir að taka á vandanum

Fjárfestar tóku við sér í Bandaríkjunum í gær eftir að Bush Bandaríkjaforseti og Bernanke seðlabankastjóri fullvissuðu þá um að þeir yrðu ekki látnir einir um að leysa vandamál sem skapast hafa á fjármálamörkuðum vegna vanskila húsnæðislána.

Fjárfestar vongóðir um stýrivaxtalækkun vestra

Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum hækkaði við opnun fjármálamarkaða þar í landi eftir að Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, sagði bankann ætla að gera hvað hann geti til að bregðast gegn því að hræringar á hlutabréfamörkuðum muni smita frá sér út í hagkerfið. Þótt Bernanke hafi ekki sagt til um hvort bankinn ætli að lækka stýrivexti segja fjármálaskýrendur flest benda til þess.

Bandarísk einkaneysla jókst umfram spár

Einkaneysla í Bandaríkjunum jókst um 0,4 prósent á milli mánaða í júlí samanborið við 0,2 prósent í mánuðinum á undan. Þetta er nokkru yfir væntingum. Á sama tíma benda tölur viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna til þess að verðbólga hafi hjaðnað. Greinendur segja greinilegt að bandarískt efnahagslíf hafi verið í hröðum vexti þegar samdráttur varð á bandarískum fasteignalánamarkaði í seinni hluta júlí.

Bush til bjargar fasteignalánamarkaðnum

Búist er við að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kynni í dag aðgerðir sem eigi að minnka líkurnar á því að einstaklingar með litla greiðslugetu lendi í vanskilum með fasteignalán sín. Mikil vanskil hjá þessum einstaklingum hefur leitt til mikils samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og valdið titringi á fjármálamörkuðum.

Peningaskápurinn ...

Breski tónlistarfrömuðurinn Peter Gabriel hefur með fleirum fjárfest fyrir sem svarar til 340 milljóna íslenskra króna í netfyrirtækinu The Filter. Fyrirtækið heldur úti leitarvél á netinu sem finnur tónlist auk þess að mæla með tónlist af svipuðum toga.

Guinness slær í gegn í Nígeríu

Nígeríumenn drekka meira af írska miðinum Guinness en Írar sjálfir. Nígería er því orðinn næst stærsti markaðurinn fyrir þessar guðaveigar, en Englendingar eru allra þjóða duglegastir við að drekka Guinness.

Vírusárásir á bloggsíður

Óprúttnir tölvurefir eru að nota bloggsíðu Google, Blogger.com, til þess að skrifa falskar bloggfærslur á síður notenda. Fölsku færslurnar innihalda hlekki sem leiða fólk til þess að niðurhala skrá sem svo getur sýkt tölvu þeirra. Tölvurefirnir geta þá tekið yfir stjórn á sýktu tölvunum, leitað þar að viðkvæmum upplýsingum eða notað þær til frekari árása.

Hræringar á Wall Street

Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkaði lítillega við opnun fjármálamarkaða vestanhafs í dag en óttast er að háir vextir muni draga úr afkomu fjármálafyrirtækja auk þess sem talið er að samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði geti hægt á hagvexti. Hagvísar í Bandaríkjunum benda til að hagvöxtur var umfram væntingar á öðrum ársfjórðungi í Bandaríkjunum þótt úr dragi á seinni hluta árs.

Hagvöxtur umfram væntingar í Bandaríkjunum

Hagvöxtur jókst um fjögur prósent í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Hann hefur ekki verið meiri í rúmt ár. Til samanburðar nam hann einungis 0,6 prósentum á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 0,6 prósentum meira en viðskiptaráðuneytis hafði búist við.

Áhrif af fasteignalánamarkaði takmörkuð

Baudouin Prot, forstjóri BNP Paribas, eins stærsta banka Frakklands, varði í dag ákvörðun bankans að skrúfa fyrir þrjá sjóði sína fyrir nokkru til að koma í veg fyrir lausafjárþurrð vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði. Hann segir frönsk fjármálafyrirtæki ekki eiga á hættu að lenda í vandræðum vegna hræringanna í Bandaríkjunum.

Fjármálaráðherra Kína sagði óvænt af sér

Jin Renqing, fjármálaráðherra Kína, hefur sagt af sér. Ákvörðunin kom á óvart en uppsögnin mun vera af persónulegum ástæðum. Skattstjóri Kína tekur við starfi hans en fjármálaráðherrann fyrirverandi mun taka við háttsettri stöðu hjá kínverska kommúnistaflokknum.

Bernanke ekki að flýta sér

Seðlabanki Bandaríkjanna ætlar ekki að hlaupa til og lækka stýrivexti. Bankinn vill að fjármálafyrirtæki líti ekki svo á að bankinn eigi að hjálpa fyrirtækjunum úr þeim vanda sem þau hafi komið sér sjálf í. Þetta segir bandaríska dagblaðið Wall Street Journal í dag. Blaðið bendir á að Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri og forveri Ben Bernankes, hafi brugðist við viðlíka hræringum með vaxtalækkun.

Hlutabréf hækka í Evrópu og Asíu

Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Asíu í dag. Þetta er í takti við hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær en fjárfestar vestanhafs segja auknar líkur á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti í september til að bregðast við aðstæðum á fjármálamarkaði.

Viðsnúningur á Wall Street

Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Ástæðan fyrir hækkuninni er auknar líkur fjárfesta vestanhafs á því að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum til að koma til móts við þrengingar í bandarísku efnahagslífi. Þá gera sumir þeirra ráð fyrir því að vextirnir lækki fyrr.

OMX sendir spurningalista til Dubai

Stjórn norrænu OMX-kauphallarsamstæðunnar sendi kauphöllinni í Dubai bréf í dag þar sem svara er óskað við nokkrum spurningum svo hægt sé að meta yfirtökutilboð kauphallarinnar í OMX. Nasdaq hafði áður gert yfirtökutilboð í OMX-samstæðuna, sem meðal annars rekur Kauphöllina hér.

Samdráttur hjá DaimlerChrysler

Þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler hagnaðist um 1,85 milljarða evra, jafnvirði 162 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 14 prósenta samdráttur frá sama tíma á síðasta ári. Hagnaður Chrysler-hluta Daimler og lánaarms fyrirtækisins í Bandaríkjunum jókst um 18 prósent á milli ára.

Bandarískar vísitölur á uppleið

Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag eftir lækkun síðustu tvo daga. Lækkunin í gær skýrist af taugatitringi vegna frétta um samdrátt á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum og lækkunar á fasteignaverði. Nú virðist sem verðlækkunin hafi náð til fasteigna í dýrari kantinum.

EMI skiptir um eigendur í september

Eric Nicoli, forstjóri breska útgáfurisans EMI, ætlar að yfirgefa forstjórastólinn þegar nýir eigendur taka við félaginu í næsta mánuði. Félagið hefur átt við mikinn rekstrarvanda að stríða vegna minnkandi geisladiskasölu og fór í söluferli fyrr á árinu. Úr varð að fjárfestingafélagið Terra Firma keypti útgáfufélagið í maí fyrir 2,4 milljarða punda, jafnvirði rúmra 300 milljarða íslenskra króna.

Dregur úr væntingum Þjóðverja

Væntingavísitalan í Þýskalandi lækkaði nokkuð á milli mánaða og hafa Þjóðverjar ekki verið svartsýnni um horfur á næstu mánuðum í hálft ár og nú. Ástæðan fyrir þessu eru þrengingar á bandarískum fasteignamarkaði og spár um að það geti dregið úr hagnaði fyrirtækja og hagvexti á heimsvísu.

Lækkun í Evrópu og Asíu

Gengi hlutabréfa í Evrópu og Asíu lækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í álfunum í morgun. Þetta er í takt við lækkun á bandarískum hlutabréfamörkuðum í gær vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði og verri lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja. Óttast er að samdrátturinn geti leitt til þess að hagvöxtur í Bandaríkjunum dragist saman vegna þessa.

Sölunni lokið á AAT

Hf. Eimskipafélag Íslands hefur selt 49 prósenta hlut félagsins í Avion Aircraft Trading (AAT) á 28 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur tæplega 1,8 milljörðum króna.

Tesco náði Dobbies

Yfirtökubaráttu um skosku garðvörukeðjuna Dobbies Garden Centres er lokið en breski verslanarisinn Tesco hefur tryggt sér 23,5 prósent hlutabréfa í henni. Þetta kemur til viðbótar 29,6 prósenta hlut sem Tesco á fyrir.

Milljón í sekt

Sund þurfa að greiða eina milljón króna í sekt fyrir að hafa ekki orðið við ítrekaðri beiðni Samkeppniseftirlitsins um gögn vegna rannsóknar á viðskiptum með hlutabréf í Glitni banka um miðjan maí á þessu ári. Í tilkynningu eftirlitsins kemur fram að félagið hafi ekki svarað ítrekaðri gagnbeiðni fyrr en 25. júlí.

Titringurinn enn til staðar

Mestu niðursveiflunni á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum virðist lokið en lítið þarf til að valda taugatitringi.

Skapvondur forstjóri

Economist | Michael O‘Leary, forstjóri Ryanair, eins stærsta lággjaldaflugfélags í Evrópu, fær heldur kaldar kveðjur í nýrri bók um sögu flugfélagsins. Í bókinni er sérstaklega tæpt á aðkomu O‘Learys, sem virðist hafa verið plataður í forstjórastólinn af stofnanda fyrirtækisins árið 1988 á þeim forsendum einum að hann fengi fjórðung af öllum hagnaði flugfélagsins umfram tvær milljónir punda.

Veðurtjón á eftir að tvöfaldast

Swiss Re, stærsta endurtryggingafélag heims og í fremstu röð áhættumatsfyrirtækja, varar við afleiðingum loftslagsbreytinga á Norðurlöndum.

Bakslag í Bandaríkjunum

Helstu vísitölur á bandarískum hlutabréfamarkaði féllu um rúm tvö prósent við lokun markaða í dag. Helstu ástæðurnar fyrir lækkuninni eru minni væntingar neytenda vestanhafs nú en áður í skugga samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði. Þá dvína vonir fjárfesta um að bandaríski seðlabankinn kæmi til móts við þrengingar á fjármálamarkaði með lækkun stýrivaxta.

Bandarískir neytendur svartsýnir

Væntingavísitala bandarískra neytenda tók dýfu í mánuðinum en hún hefur ekki fallið jafn mikið á milli mánaða í tvö ár. Fréttveita Bloomberg segir þetta sýna að neytendur vestanhafs séu svartsýnni nú en áður um horfur í efnahagsmálum vegna viðvarandi lækkunar á fasteignaverði auk þess sem erfiðara er nú en áður að fjármagna fasteignakaup.

Samruni Scania, Man og Volkswagen á salt

Sænski fjárfestirinn Peter Wallenberg hefur hætt við samruna sænska vöruflutningabílaframleiðandans Scania, MAN og hluta af þýska fyrirtækinu Volkswagen í bili. Gert hafði verið ráð fyrir að úr samrunanum yrði til nýr framleiðandi vöruflutningabíla.

Rauður dagur í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð við lokun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag eftir að gögn sýndu að endursala á fasteignum dróst saman í síðasta mánuði. Salan hefur minnkað jafnt og þétt síðan á vordögum þegar samdráttar á fasteignalánamarkaði vestra varð fyrst vart og hefur salan ekki verið með dræmara móti í fimm ár. Þá hefur fasteignaverð sömuleiðis lækkað síðastliðna 12 mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir