Viðskipti erlent

Lækkun á evrópskum mörkuðum

Lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í morgun eftir samfelldar hækkanir í fjóra daga í röð. Fréttastofa Reuters segir að fjárfestar haldi að sér höndum þar sem von er á nýjum upplýsingum um ástand bandaríska hagkerfisins.

Námafélög urðu verst úti í lækkuninni í morgun og til að mynda lækkuðu bréf í stórfyrirtækinu Rio Tinto, sem meðal annars á álverið í Straumsvík, um 1,7 prósent.

Þýska DAX vísitalan lækkaði um 0,5 prósent, eins og FTSE vísitalan í Bretlandi og CAC í Frakklandi lækkaði um 0,7 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×