Fleiri fréttir

Digital Bretland

Ný bresk rannsókn sýnir að internetið, farsímar og MP3-spilarar hafa gjörbylt því hvernig Bretar eyða frítíma sínum. Eldri afþreyingarmöguleikar, eins og sjónvarp, útvarp og jafnvel DVD-diskar víkja hratt fyrir nýrri tækniafþreyingu.

Nokkrir sitja um hlut Nasdaq í LSE

Nokkrar af helstu kauphöllum Evrópu og asískur fjárfestingasjóður hafa kannað möguleikann á því að kaupa hlut bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq í kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi (LSE). Nasdaq á 31 prósents hlut í LSE en hefur ekki ákveðið hvort helmingur hlutarins eða meira verði seldur. Á meðal hugsanlegra kaupenda er kauphöllin í Dubai.

Tölvurefir aflæsa iPhone

Tölvurefir hafa fundið leið til að aflæsa hinum vinsæla iPhone síma frá Apple. Síminn er aðeins kominn á markað í Bandaríkjunum og er símafyrirtækið AT&T með einkarétt á notkun hans þar í tvö ár.

Efnahagslífinu stafar ógn af efnalitlu fólki

Hryðjuverk eru ekki lengur það sem bandaríski hagfræðingar óttast mest í augnablikinu. Þeir telja efnalitla einstaklinga með litla greiðslugetu sem lenda í vanskilum með afborganir af lánum sínum geta skaðað efnahagslífið meira.

Góður endir á vikunni

Fjárfestar í Bandaríkjunum virðast hafa verið bjartsýnni í gær en aðra daga vikunnar en hækkun var á helstu hlutabréfavísitölum við lokun fjármálamarkaða á Wall Street í gær. Tölur viðskiptaráðuneytisins vestra um aukna sölu á nýjum fasteignum í skugga samdráttar á fasteignalánamarkaði og aukin eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum er helsta ástæða hækkunarinnar.

Faldi hagnað af sölu hlutabréfa

Héraðsdómsstóll í Tókýó í Japan dæmdi í dag sextuga konu í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar vegna skattsvika. Konan varði arfi eftir móður sína til hlutabréfakaupa og græddi jafnvirði rúmra tvö hundruð milljóna íslenskra króna á viðskiptunum. Stóran hluta af hagnaðinum faldi hún fyrir skattayfirvöldum á ýmsum reikningum í nafni skyldmenna sinna.

Nokia og Microsoft í sæng saman

Finnski farsímaframleiðandinn Nokia tilkynnti í vikunni um nýjan samning við Microsoft. Samningurinn er um innleiðingu á hugbúnaði frá Microsoft í símtæki Nokia.

BNP Paribas opnar fyrir sjóði á ný

Franski bankinn BNP Paribas ætlar að opna fyrir þrjá af sjóðum sínum í næstu viku. Bankinn skrúfaði fyrir sjóðina í byrjun ágúst af ótta við lausafjárskorts vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði. Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, segir skellinn í Bandaríkjunum ekki hafa teljandi áhrif á fransk efnahagslíf og hvetur franska banka til að halda ekki aftur af lánveitingum.

Hveitiverð í hæstu hæðum

Kílóverð á hveiti stendur í sögulegum hæðum þessa stundina en slæmt veðurfar í kornræktarlöndum í Ameríku og Evrópu hefur leitt til þess að hveitibirgðir hafa dregist saman. Eftirspurnin eftir hveiti er hins vegar umfram framboð og getur það leitt til þess að brauðmeti og aðrar vöru úr hveiti geti hækkað í verði.

Vísitölur lækka lítillega í Evrópu

Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Evrópu hafa lækkað á fjármálamörkuðum í dag. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær eftir að forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna, sagði samdrátt á fasteignamarkaði hvergi nærri lokið.

Hagnaður Gap eykst milli ára

Bandaríska fataverslanakeðjan Gap skilaði 152 milljóna dala hagnaði á öðrum fjórðungi ársins, sem lauk í byrjun ágúst. Þetta jafngildir 9,9 milljörðum íslenskra króna, sem er 19 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Gap hefur átt við nokkra rekstrarerfiðleika að stríða og hagrætt mikið í rekstrinum.

Skrá eignir á markað

Breska samstæðan Virgin Group ætlar að breyta um stefnu og skrá nokkrar af eignum samstæðunnar á markað á næstunni. Stephen Murphy, forstjóri samstæðunnar, segir í viðtali við breska blaðið The Times að Virgin Group líti nú á sig sem fjárfestingafélag á borð við Blackstone Group.

Kaupþing sektað í Svíþjóð

Aganefnd OMX-kauphallarinnar í Svíþjóð hefur sektað Kaupþing þar í landi um 200 þúsund sænskra króna, tæpar 1,9 milljónir íslenskra, vegna brota eins miðlara á tilkynningaskyldu vegna viðskipta með hlutabréf í janúar og febrúar á þessu ári. Brotin ná til fimmtán færslna með bréf í sænsku félagi sem skráð er á First -North hlutabréfamarkaðinn.

Breytingar á stjórn Commerzbank?

Samkvæmt frétt þýska blaðsins Manager Magazine mun Klaus-Peter Müller, hinn 62 ára gamall forstjóri Commerzbank, stíga niður af forstjórastóli í maí á næsta ári og eftirláta Martin Blessing veldissprotann.

Óbreyttir vextir í skugga samdráttar

Stjórn japanska seðlabankans ákvað í gærmorgun að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Greinendur höfðu flestir hverjir gert ráð fyrir þessari niðurstöðu í skugga hræringa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum síðustu vikur.

Sampo kaupir eigin bréf

Hlutabréf í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo Group tóku stökk upp á við í fyrradag þegar stjórn félagsins greindi frá því að hún hygðist nýta heimild til kaupa á eigin hlutabréfum sem næmi allt að 4,8 prósentum hlutafjár í bankanum.

Ekki búið enn

Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hafði lækkað lítillega þegar markaðir lokuðu í kvöld, eftir sveiflukenndan dag. Lækkunin kemur í kjölfar ummæla yfirmanns stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna.

Forstjóri Countrywide segir ástandið slæmt

Angelo Mozilio, forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta fasteignalánafyrirtækis Bandaríkjanna, segir fátt benda til bata á bandarískum fasteignamarkaði. Hann segir hins vegar fjárhag lánafyrirtækisins borgið og litlar líkur á að það verði úrskurðað gjaldþrota vegna lausafjárskorts.

Hlutabréf hækka á Wall Street

Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Fjárfestar virðast almennt bjartsýnir á stöðu mála. Hið opinbera sem og önnur fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa gert sitt til að minnka álagið á markaðinn vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði vestanhafs sem hefur valdið niðursveiflu á alþjóðamörkuðum.

GM dregur úr framleiðslu á pallbílum

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur dregið úr framleiðslu á stórum pallbílum og fjórhjóladrifnum jeppum vegna minni eftirspurnar eftir þeim. Framleiðslunni hefur meðal annars verið hætt í nokkrum verksmiðjum fyrirtækisins í Bandaríkjunum og Mexíkó.

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í hálfu prósenti. Markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir þessari niðurstöðu í skugga óróa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum upp á síðkastið. Hefði ekki komið til hræringa á markaði er líklegt að bankinn hefði hækkað vextina.

Óbreytt landsframleiðsla innan OECD

Landsframleiðsla jókst um 0,6 prósent að meðaltali innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt bráðabirgðatölum stofnunarinnar. Þetta er óbreytt niðurstaða frá fjórðungnum á undan.

Beðið eftir nýju stórgreiðslukerfi

Ekki hefði verið í samræmi við meginreglu fyrirkomulag greiðslumiðlunar hefði Seðlabanki Íslands tekið að sér uppgjör viðskipta með hlutabréf í evrum í kauphöllinni hér. Í maí á næsta ári stendur til að Seðlabanki Finnlands taki að sér uppgjörið, en þá hefur hann, ásamt Seðlabanka Evrópu tekið í notkun nýtt miðlægt stórgreiðslukerfi fyrir evrur, svonefnt Target2 kerfi.

Evrópski seðlabankinn opnar pyngjur sínar á ný

Evrópski Seðlabankinn tilkynnti í dag að hann hyggist bjóða bönkum samtals 40 milljarða evrur að láni, jafnvirði rúmra 3.500 milljarða íslenskra króna, í sérstöku þriggja mánaða endurfjármögnunarátaki bankanna. Markmiðið er að tryggja eðlilega virkni fjármálamarkaða. Seðlabankar í nokkrum löndum hafa síðustu daga gripið til svipaðra aðgerða til að vinna gegn áhrifum samdráttar á húsnæðislánamarkaði í Bandaríkjunum.

Googlaðu geiminn

Stjörnurnar Vega, Síríus og Kapella í Ökumanninum munu skína skært á tölvuskjánum í framíðinni. Google Sky er ný viðbót við Google Earth sem gerir notendum kleift að skoða yfirborð jarðar í þrívídd.

Vísitölur á uppleið á Wall Street

Hlutabréfavísitölur byrjuðu daginn vel á fjármálamörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í dag en markaðir vestanhafs opnuðu fyrir nokkrum mínútum. Nasdag-hlutabréfavísitalan hækkaði um tæpt prósent en Dow Jones-vísitalan litlu minna. Vísitölur í Evrópu hafa sömuleiðis verið á uppleið í dag.

Litlar líkur á stýrivaxtahækkun í Japan

Fundur vaxtaákvörðunarnefndar japanska seðlabankans hófst í morgun. Fyrir lá að hækka stýrivexti bankans en sérfræðingar telja hræringar á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði draga úr líkum að af því verði.

Kínverjar hækka stýrivexti

Seðlabanki Kína hækkaði stýrivexti um 18 punkta í gær með það fyrir augum að draga úr verðbólgu sem hefur ekki verið hærri í áratug. Þetta er fjórða stýrivaxtahækkun bankans á árinu. Verðhækkanir á matvælum leiða verðbólguna, ekki síst verð á svínakjöti sem hefur rokið upp um 45 prósent á árinu.

Minni vindhraði lækkar olíuverð

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í verði í dag eftir að dró úr styrk fellibylsins Dean við Mexíkóflóa. Áður stefndi allt í að hann ógnaði olíuvinnslu við flóann sem hefði haft í för með sér að vinnslan myndi skerðast. Dean er nú flokkaður sem stormur og ekki talið að hann valdi miklum usla úr þessu. Sérfræðingar spá því reyndar að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi dregist saman í síðustu viku og geti það hækkað verðið á ný.

Hlutabréf í Evrópu og Asíu hækka

Hlutabréf hækkuðu almennt í verði við opnun markaða í Evrópu og Asíu í morgun. FTSEurfirst 300 vísitalan hækkaði um 0,77 prósent og breska FTSE 100 vísitalan hækkaði um 0,96 prósent.

Sveiflukenndur dagur á Wall Street

Bandarískar hlutabréfavísitölur enduðu bæði í plús og mínus eftir nokkuð sveiflukenndan dag á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag. Þótt sérfræðingar telji enn of snemmt að segja til um hvort jafnvægi sé komið á fjármálamarkaði telja þeir líklegt að seðlabanki Bandaríkjanna þurfi ekki að lækka stýrivexti til að bregðast við niðursveiflunni.

Buffett sér kauptækifæri á fasteignalánamarkaðnum

Bandaríska viðskiptadagblaðið Wall Street Journal leiðir að því líkum að auðkýfingurinn Warren Buffett sé líklegur til að kaupa hluta af fasteignalánastarfsemi bandaríska fjármálafyrirtækisins Countrywide Financial. Fyrirtækið hefur átt við verulega fjárhagsörðugleika að stríða vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og hefur verið rætt um yfirvofandi gjaldþrot þess.

Ráðamenn ræða um fjármálamarkaðinn

Hlutabréfavísitölur lækkuðu lítillega við opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag eftir nokkrar sveiflur í gær. Á sama tíma hefur gengið sveiflast nokkuð á mörkuðum í Evrópu. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, og Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, funda í dag um hræringar á fjármálamarkaði.

Greiða Nike skaðabætur

Tveimur kínverskum skóframleiðendum og frönsku verslanakeðjunni Auchan hefur verið skipað að greiða íþróttavöruframleiðandanum Nike jafnvirði 3,1 milljóna króna í skaðabætur en fyrirtælkin framleiddu falsaða skó undir merkjum Nike.

Hlutabréf í Asíu hækka í verði

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði við opnun markaða í morgun. Svo virðist sem markaðir víða um heim séu nú smám saman að jafna sig eftir óróleika undanfarnar vikur

Ekki augljóst að tilboð Dubai-manna sé hagstæðara

Stjórnarformaður OMX-kauphallarinnar, Urban Bäckström, segir ekki augljóst að yfirtökutilboð kauphallarinnar í Dubai í OMX sé hagstæðara en tilboð Nasdaq þegar litið sé til samlegðaráhrifa.

Linux í nýjar PC-vélar

Aukin eftirspurn er í Evrópu eftir PC-vélum með Linux stýrikerfinu. Dell og Lenovo ætla fljótlega að bjóða upp á PCtölvur í Evrópu með uppsetningu á Linux stýrikerfinu. Dell býður nú þegar upp á tölvur með Linux í Bandaríkjunum, og ástæðan fyrir því að tölvurnar verða einnig seldar í Evrópu er eftirspurn á vefsíðu þeirra.

Stærsta húsnæðislánafyrirtæki BNA dregur saman seglin

Countrywide Financial, stærsta húsnæðislánafyrirtæki Bandaríkjanna, er byrjað að segja upp starfsfólki til þess að reyna að takast á við tap sem fyrirtækið hefur orðið fyrir í tengslum við svokölluð annars flokks lán.

Nasdaq skoðar sölu á LSE-hlutum

Stjórnendur Nasdaq hafa fengið heimild til þess að selja rúmlega þriðjungshlut sinn í bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE). Markaðurinn festi sér hlutinn þegar það reyndi að yfirtaka rekstur LSE á síðasta ári. Nasdaq keppir um þessar mundir við kauphöllina í Dubai um kaup á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX, sem meðal annars rekur Kauphöllina hér.

Hlutabréf hækka í verði í Asíu og Evrópu

Verð á hlutabréfum hækkaði á mörkuðum í Evrópu og Asíu við opnun í morgun. Japanska Nikkei vísitalan hækkaði um þrjú prósent sem er mesta hækkun vísitölunnar í yfir þrettán mánuði. Í síðustu viku féll Nikkei vísitalan um 9 prósent.

Spáð áframhaldandi ólgu

Sérfræðingar spá því að ólga á fjármálamörkuðum heimsins haldi áfram í nokkurn tíma. Þrýstingur á seðlabanka Bandaríkjanna um að lækka stýrivexti eykst nú með hverjum deginum.

Fjarskiptakerfi endurreist í Perú

Teymi tæknimanna er komið til Perú til að reisa við fjarskiptakerfi í landinu sem rústaðist í jarðskjálftunum sem hafa riðið yfir landið undanfarna daga.

Líst illa á tilboð í Sainsbury’s

Eitt stærsta verkalýðsfélag Bretlandseyja hvetur stjórn bresku verslunarkeðjunnar Sainsbury´s að hafna tilboði í keðjuna sem fjárfestingafélag frá Quatar hefur lagt fram. Það er konungsfjölskylda landsins sem stendur á bak við félagið, Delta Two.

Inngrip seðlabanka hífði upp vísitölur

Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum og Evrópu tóku við sér í gær eftir talsverða lækkun í vikunni eftir að seðlabanki Bandaríkjanna ákvað að lækka millibankavexti lánastofnana um 50 punkta í því augnamiði að draga úr óróa á fjármálamarkaði.

Þriðja kynslóðin komin í gagnið

Þriðju kynslóðar farsímakerfi Símans verður tekið í notkun í næstu viku. Þetta kemur fram á bloggsíðu Símans en Linda Waage upplýsingafulltrúi vildi ekki staðfesta hvenær kerfið yrði opnað fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.

Sjá næstu 50 fréttir