Viðskipti erlent

Fjárfestar þurfa ekki einir að taka á vandanum

Kauphöllinni í New York.
Kauphöllinni í New York. MYND/AP

Fjárfestar tóku við sér í Bandaríkjunum í gær eftir að Bush Bandaríkjaforseti og Bernanke seðlabankastjóri fullvissuðu þá um að þeir yrðu ekki látnir einir um að leysa vandamál sem skapast hafa á fjármálamörkuðum vegna vanskila húsnæðislána.

Bush Bandaríkjaforseti kynnti í gær leiðir sem fara á til að hjálpa þeim húseigendum sem komnir eru í vanskil með lán sín. Meðal annars á að gera breytingar á skattalögum til að mæta þeim sem lent hafa í vanskilum. Ekki á að fella niður skuldir hjá þeim sem illa eru staddir heldur aðeins að hjálpa þeim að komast yfir versta hjallinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×