Fleiri fréttir

Hlutabréf hækkuðu í Kína

Gengi hlutabréfa hækkaði um þrjú prósent við lokun hlutabréfamarkaðarins í Sjanghæ í Kína í dag eftir að stjórnvöld vísuðu því á bug að þau ætli að hækka fjármagnstekjurskatt í því augnamiði að kæla kínverskan hlutabréfamarkað.

Englandsbanki heldur stýrivöxtum óbreyttum

Englandsbanki ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,5 prósentum. Þetta er í takt við spár greinenda, sem þó telja líkur á að bankinn hækki vextina síðar á árinu.

Evrópskir markaðir féllu í morgun

Evrópsk hlutabréf féllu í morgun í kjölfar ákvörðunar evrópska Seðlabankans frá því í gær að hækka stýrivexti á evrusvæðinu um 0,25 prósent. Ótti fjárfesta við vaxandi verðbólgu er talin skýra lækkunina en FTSEurofirst 300 vísitalan hefur ekki verið lægri í þrjár vikur.

Fyrrum stjórnendur Swissair sýknaðir

Fyrrum stjórnendur svissneska flugfélagsins Swissair hafa verið sýknaðir af öllum ákærum í tengslum við gjaldþrot félagsins árið 2001. Alls voru 19 stjórnendur ákærðir meðal annars fyrir skjalafals og óstjórn.

Markaðir í Bandaríkjunum lækka

Markaðir í Bandaríkjunum lækkuðu lítillega í dag í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Evrópu um að hækka stýrivexti á evrusvæðinu. Þá óttast bandarískir fjárfestar að verðbólgan þar í landi muni hækka vegna almenns launaskriðs.

Eldsneyti í skiptum fyrir blóð

Rauði kross Bandaríkjanna hefur tekið uppá því að gefa eldneyti til að hvetja fólk til blóðgjafar. Verkefnið stendur yfir í allt sumar og fer fram í tveimur ríkjum Bandaríkjanna, þeim Pennsylvaníu og New Jersey.

Messenger með Venus innan seilingar

Könnunarfar Nasa, Messenger, kemst í kvöld í mikla nálægð við reikistjörnuna Venus og verður að öllum líkindum í kjöraðstöðu til að mynda yfirborð Venusar og rannsaka.

Stýrivextir hækka á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta í fjögur prósent. Þetta er í takt við væntingar markaðsaðila. Stýrivextir á evrusvæðinu eru tvöfalt hærri nú en fyrir einu og hálfi ári síðan og hafa ekki verið hærri í sex ár.

Alcoa skoðar álver á Grænlandi

Norska ál- og olíufyrirtækið Norsk Hydro staðfesti í dag að það hefði hætt við áform um að byggja álver á Vestur-Grænlandi. Viðræður hafa staðið yfir frá byrjun árs en heimastjórn Grænlands ákvað hins vegar að hefja viðræður við bandaríska álrisann Alcoa.

Líkur á hærri stýrivöxtum á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn segir miklar líkur á að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta að loknum fundi bankastjórnarinnar í dag til að sporna gegn aukinni verðbólgu á svæðinu. Gangi það eftir fara stýrivextir í 4,0 prósent og hafa aldrei verið hærri. Gengi hlutabréfa lækkaði á evrópsku hlutabréfamörkuðum í kjölfarið.

Einkavæðingin heldur innreið sína í Færeyjar

Viðskipti með bréf Føroya banka hefjast í kauphöllunum í Reykjavík og Kaupmannahöfn í kringum 21. júní í kjölfar hlutafjárútboðs sem nú er að hefjast. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir sló á þráðinn til Janusar Petersen, forstjóra Føroya banka.

Presley ekki lengur í eigu almennings

Gengi hlutabréfa í bandaríska fyrirtækinu CKX Inc. hækkaði um 35 prósent og fór í methæðir á fimmtudag eftir að félagið tilkynnti að það ætlaði að kaupa öll útistandandi bréf í félaginu, sem eftir viðskiptin verður rekið sem einkahlutafélag.

Mæla með tilboði Nasdaq

Stjórn OMX mælir með tilboði NASDAQ í samstæðuna. Nasdaq býður hluthöfum 0,502 nýja hluti í NASDAQ og 94,3 sænskar krónur í reiðufé fyrir hvern hlut í OMX.

Copeinca stendur við stóru orðin

Verðmæti hlutabréfa í Cope­inca, perúska fiskimjöls- og lýsis­framleiðandum, hefur aukist um helming eftir að félagið var skráð í Kauphöllina í Osló í lok janúar. Glitnir sá um skráninguna og annaðist einnig hlutafjárútboð til fagfjárfesta þar sem um sjö milljarðar króna söfnuðust. Stjórnendur félagsins sögðu þá að fjármunirnir yrðu nýttir til að vaxa hratt á heimamarkaði.

Tchenguiz brigslað um kaup í Sainsbury

Talsverð viðskipti voru með bréf í breska stórmarkaðnum Sainsbury eftir lokun markaða í bresku kauphöllinni í Lundúnum á miðvikudag í síðustu viku. Ein þeirra voru upp á 3,6 milljónir punda, jafnvirði tæpra 440 milljóna íslenskra króna. Töldu miðlarar líkur á að þar hefði fasteignajöfurinn Robert Tchenguiz verið á ferðinni að bæta við eignasafn sitt í þessari þriðju stærstu verslanakeðju Bretlands.

Bókhald General Motors í skoðun

Bandaríska fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir bókhaldsgögnum um síðasta ársuppgjör bandaríska bílaframleiðandans General Motors og viðskiptasamninga félagsins á erlendri grund. Fyrirtækið segir að búist hafi verið við þessu.

Stórmarkaðir selja ekki fasteignirnar

Breska stórmarkaðakeðjan William Morrison hefur hætt við sölu á fasteignum fyrirtækisins til að bæta fjárhagsstöðuna. Breskar verslanakeðjur hafa verið í sviðljósinu undanfarið vegna samdráttar í verslun tilrauna fjárfestingasjóða til að yfirtaka rekstur þeirra á fyrstu mánuðum ársins.

Við pabbi

Í búlgörsku blöðunum, sem við vöruðum sérstaklega við fyrir nokkrum vikum, var greint frá því um síðustu helgi að Actavis ætlaði að standa fyrir sérstökum fjölskyldudegi í heilsugarði fyrirtækisins í Sofíu í Búlgaríu. Sérstaka athygli vekur að dagurinn heitir „Pabbi og ég“ upp á íslensku og er helgaður feðrum og börnum þeirra.

Intel og Asustek gera ódýra fartölvu

Örgjörvarisinn Intel hefur hafið samvinnu við Asustek um að fjöldaframleiða ódýrar fartölvur sem ætlaðar eru til sölu í þróunarlöndunum. Asustek er stærsti framleiðandi móðurborða í fartölvur í heiminum.

Hagnaður Ryanair jókst umfram væntingar

Írska flugfélagið Ryanair, eitt stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu, hagnaðist um 401,4 milljónir evra, jafnvirði 34,4 milljarða íslenskra króna, á síðasta rekstrarári, sem lauk í enda mars á þessu ári. Þetta er 33 prósenta aukning á milli ára.Michael O'Leary, forstjóri flugfélagsins, gagnrýndi bresk stjórnvöld hins vegar harðlega vegna hárra stýrivaxta sem hafi komið harkalega við flugfélagið.

Hollendingar eru mestu netverjar Evrópu

Hollendingar eru ötulastir Evrópuþjóða í netnotkun. En Rússar eyða minnstum tíma á vefnum. Þetta er niðurstaða mælinga Comscore á nethegðun Evrópumanna.

Hlutabréf hækkuðu í Kína

Gengi hlutabréfa á markaði í Sjanghæ í Kína hækkaði um 2,5 prósent við lok viðskipta í dag. Þykir ljóst að markaðurinn hafi hrist af sér rúmlega átta prósenta lækkun sem varð á hlutabréfamarkaði í landinu í gær.

Hristu kínverska hrunið af sér

Bandarísku hlutabréfavísitölurnar Dow Jones og Standard & Poor's 500 hristu af sér lækkanir í fyrstu viðskiptum dagsins í Bandaríkjunum í kjölfar hruns á kínverska hlutabréfamarkaðnum og fór í methæðir við lokun markaða.

Olíuverð sveiflaðist í dag

Heimsmarkaðsverð á hráolíu sveiflaðist nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag og liggur verð á Brent Norðursjávarolíu við 69 dölum á tunnu. Ástæðan fyrir hækkuninni var samdráttur á olíuframleiðslu í Nígeríu. Tímasetningin þykir afar óþægileg enda mikil eftirspurn eftir eldsneyti hjá ökutækjaeigendum víða um heim nú þegar sumarið er gengið í garð.

Sala á iPhone hefst 29. júní

Steven Jobs og félagar hans hjá Apple hafa ákveðið að hefja sölu á iPhone símtækinu þann 29. júní í Bandaríkjunum.

Kínastjórn kælir markaðinn á ný

Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína lækkaði um rúm átta prósent við lokun kauphallarinnar í Sjanghæ í dag. Ástæðan er ótti fjárfesta við að stjórnvöld þar í landi hækki skatta frekar með það fyrir augum að kæla hagkerfið.

iTunes-lög geyma persónuupplýsingar

Upp hefur komist að allar iTunes-skrár innihalda upplýsingar um hver keypti skrána, líka þær sem ekki eru varðar af afritunarlás. Nýlega byrjaði iTunes að selja tónlistarskrár án afritunarlása. Framtakið hefur mælst vel fyrir þrátt fyrir að lögin séu dýrari á þessu formi.

Bandarísk efnahagslíf að jafna sig

Upplýsingar um minnkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum í nýliðnum mánuði hafa aukið væntingar manna um að betri gangur sé í efnahagslífinu vestanhafs nú en á fyrri helmingi ársins. Upplýsingarnar urðu meðal annars til þess að nokkrar af helstu vísitölunum hækkuðu mikið við lokun markaða á föstudag. Dow Jones-vísitalan sló met í 26. sinn á árinu.

Peningaskápurinn...

Gengi bréfa í bandarísku fjölmiðlaútgáfunni Dow Jones & Co., sem stendur á bak við samnefnda fréttaveitu og útgáfu dagblaðsins Wall Street Journal, hækkaði um 15 prósent á markaði í Bandaríkjunum í fyrrakvöld.

Ný evrópulög krefjast prófunar á þúsundum efna

Ný lög Evrópusambandsins sem krefjast prófunar á þúsundum efna sem fólk notar daglega, tóku gildi í dag. Lögin ná yfir efni sem meðal annars er að finna í bílsætum og andlitskremum. Fyrirtækjum er gert að sanna að vörur þeirra standist lögin.

Dell segir upp 7.000 manns

Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell hefur ákveðið að segja upp allt að 7.000 manns á heimsvísu í hagræðingarskyni. Þetta jafngildir því að 10 prósentum af starfsliði fyrirtækisins fær uppsagnarbréf á næstunni. Þrátt fyrir þetta batnaði hagnaður fyrirtækisins á fyrsta fjórðungi ársins.

Skoða sölu á Dow Jones

Bandaríska Bancroft-fjölskyldan, sem á meirihluta í útgáfufélaginu Dow Jones og gefur meðal annars út samnefnda fréttaveitu og dagblaðið Wall Street Journal, segist munu hugleiða yfirtökutilboð fjölmiðlajöfursins Ruperts Murdoch í félagið. Hún muni sömuleiðis skoða önnur tilboð.

Peningaskápurinn...

Samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum kannar nú hvort kaup bandaríska netfyrirtækisins Google á netauglýsingafyrirtækinu DoubleClick brjóti í bága við samkeppnislög.

Sjá næstu 50 fréttir