Peningaskápurinn... 1. júní 2007 00:01 Google til skoðunarSamkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum kannar nú hvort kaup bandaríska netfyrirtækisins Google á netauglýsingafyrirtækinu DoubleClick brjóti í bága við samkeppnislög. Google greindi frá því um miðjan apríl að samkomulagi hefði náðst um yfirtöku á DoubleClick fyrir 3,1 milljarð bandaríkjadala, jafnvirði 203,7 milljarða íslenskra króna. Þetta er langstærstu fyrirtækjakaup Google til þessa. Microsoft og fleiri fyrirtæki sem etja kappi við Google um hlutdeild á netmarkaðnum þrýstu í kjölfarið á að samkeppnisyfirvöld skoði viðskiptin enda stefni í að Google nái yfirgnæfandi stöðu á netauglýsingamarkaði. Gert er ráð fyrir að niðurstaða fáist í málið eftir tvo mánuði. Léttir hjá AirbusArabíska flugfélagið Qatar Airways skrifaði í vikunni undir samning um kaup á 80 A350 farþegaþotum frá Airbus. Heildarvirði samningsins nemur 16 milljörðum bandaríkjadala, 993,8 milljörðum íslenskra króna. Þetta er einn stærsti samningur sem Airbus hefur gert til þessa og áreiðanlega nokkur léttir fyrir frönsku flugvélasmiðina. Til merkis um mikilvægi samningsins voru ráðamenn Frakklands og Katar viðstaddir hátíðlega athöfn þegar forstjórar Airbus og Qatar Airways undirrituðu samninginn í frönsku forsetahöllinni í París á miðvikudag. Airbus hefur glímt við mikla álitshnekki í kjölfar tafa á framleiðslu A380 risaþotu fyrirtækisins sem í raun hefur reynst fyrirtækinu dragbítur. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Google til skoðunarSamkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum kannar nú hvort kaup bandaríska netfyrirtækisins Google á netauglýsingafyrirtækinu DoubleClick brjóti í bága við samkeppnislög. Google greindi frá því um miðjan apríl að samkomulagi hefði náðst um yfirtöku á DoubleClick fyrir 3,1 milljarð bandaríkjadala, jafnvirði 203,7 milljarða íslenskra króna. Þetta er langstærstu fyrirtækjakaup Google til þessa. Microsoft og fleiri fyrirtæki sem etja kappi við Google um hlutdeild á netmarkaðnum þrýstu í kjölfarið á að samkeppnisyfirvöld skoði viðskiptin enda stefni í að Google nái yfirgnæfandi stöðu á netauglýsingamarkaði. Gert er ráð fyrir að niðurstaða fáist í málið eftir tvo mánuði. Léttir hjá AirbusArabíska flugfélagið Qatar Airways skrifaði í vikunni undir samning um kaup á 80 A350 farþegaþotum frá Airbus. Heildarvirði samningsins nemur 16 milljörðum bandaríkjadala, 993,8 milljörðum íslenskra króna. Þetta er einn stærsti samningur sem Airbus hefur gert til þessa og áreiðanlega nokkur léttir fyrir frönsku flugvélasmiðina. Til merkis um mikilvægi samningsins voru ráðamenn Frakklands og Katar viðstaddir hátíðlega athöfn þegar forstjórar Airbus og Qatar Airways undirrituðu samninginn í frönsku forsetahöllinni í París á miðvikudag. Airbus hefur glímt við mikla álitshnekki í kjölfar tafa á framleiðslu A380 risaþotu fyrirtækisins sem í raun hefur reynst fyrirtækinu dragbítur.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira