Fleiri fréttir Tölvurisarnir hittust í sátt og samlyndi Helstu erkifjendur tölvubransans settust niður í sátt og samlyndi á sögulegum fundi í dag. Bill Gates og Steve Jobs, forvígismenn einkatöluvubyltingarinnar og fyrirtækja sinna, tölvurisanna Microsoft og Apple, ræddu saman í bróðerni á sviðinu á D5 ráðstefnu dagblaðsins Wall Street Journal í Carlsbad í Kaliforníu og skiptust á skoðunum og sögum. Sjáið myndbandið. 31.5.2007 22:42 Bandarískur hagvöxtur undir væntingum Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er minnsti hagvöxtur á einum ársfjóðungi sem mælst hefur vestanhafs í rúm fjögur ár enda talsvert undir væntingum. 31.5.2007 13:44 iPhone fær fjarskiptaleyfi Bandaríska fjarskiptastofnunin gaf Apple á dögunum leyfi til að selja farsíma sinn iPhone. Með leyfinu er nú ekkert því til fyrirstöðu að Apple hefji sölu á símanum í júní, eins og áætlað var. Öll fjarskiptatæki þurfa leyfi stofnunarinnar áður en þau fara á markað. 31.5.2007 10:00 Nýr forstjóri hjá BHP Billiton Marius Klopper hefur verið ráðinn forstjóri ástralska náma- og álfyrirtækisins BHP Billiton. Hann tekur við af Chop Goodyear, fráfarandi forstjóra, 1. október næstkomandi. Markaðsaðilar telja líkur á að með nýjum forstjóra muni BHP fara í viðamikil fyrirtækjakaup. 31.5.2007 09:54 Uppsagnir hjá Motorola Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola ætlar að segja upp 4.000 starfsmönnum á árinu í hagræðingarskyni. Greinendur segja þetta ekki góðar fréttir hjá fyrirtækinu, sem er annar stærsti farsímaframleiðandi í heimi. Uppsagnir á 3.500 manns stendur nú yfir en með viðbótinni jafngildir það að 11 prósentum starfsmanna Motorola verði sagt upp. 31.5.2007 09:30 Fasteignaverð lækkar í Bandaríkjunum Verð á fasteignum lækkaði um 1,4 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er fyrsta verðlækkunin á almennum fasteignamarkaði vestanhafs í 16 ár. 30.5.2007 15:15 Framleiðsluvísitalan lækkar í Japan Framleiðsluvísitalan í Japan lækkaði óvænt um 0,1 prósentustig á milli mánaða í apríl, einkum vegna minni eftirspurnar eftir bílum á innlandsmarkaði og í Bandaríkjunum. Þetta er þvert á væntingar greinenda sem höfðu gert ráð fyrir aukningu upp á hálft prósentustig. 30.5.2007 11:21 Tölva með enga mús og ekkert lyklaborð Microsoft sýndi í morgun borðtölvu með enga mús og ekkert lyklaborð. Tölvan er í borðinu og er skjárinn snertiskjár. Hún mun geta haft samskipti við farsíma eru settir á borðið. Upphaflega verður hún aðeins í boði fyrir fyrirtæki eins og hótel, spilavíti, símabúðir og veitingastaði. 30.5.2007 08:57 Kínastjórn kældi markaðinn Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína í dag eftir að kínversk stjórnvöld ákváðu að þrefalda gjöld á viðskipti með hlutabréf. Aðgerðin er liður í því að koma í veg fyrir ofhitnun á hlutabréfamarkaði í Kína. 30.5.2007 06:30 Kínverska vísitalan slær met CSI-300 hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína náði methæðum á mánudag þegar gengi hennar hækkaði um 2,6 prósent og endaði í 4.090,57 stigum. Þarna rauf vísitalan 4.000 stiga múrinn í fyrsta sinn. 30.5.2007 00:01 Fjárfestingarsjóðir í BNA greiða minna Eignarhlutur stjórnenda hefur áhrif á yfirtökuverð. Fjárfestar í fyrirtækjum sem eru álitleg til yfirtöku ættu að vonast eftir að yfirtökufélagið sé almenningshlutafélag en ekki fjárfestingarsjóður í einkaeigu (private equity fund). 30.5.2007 00:01 30 milljón gígabæt í Sandgerði Fjögurþúsund fermetra húsnæði fyrir umhverfisvæna gagnageymslu er í burðarliðnum á Miðnesheiði á Reykjanesi. Koma fyrirtækisins mun skapa fjölmörg störf á svæðinu, en fullbúin mun aðstaðan hýsa um 30 milljón gígabæt. 29.5.2007 19:27 Meiri væntingar í Bandaríkjunum Væntingarvísitala Bandaríkjamanna hækkaði úr 106,3 stigum í 108 stig á milli mánaða í maí, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðsins sem birtar voru í dag. Þetta er talsvert meira en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þetta virðist benda til að fréttir af samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði í mars hafi ekki smitað út frá sér til neytenda til lengri tíma litið. 29.5.2007 16:13 Norsk Hydro undirbýr tilboð í Alcan Norska stórfyrirtækið Norsk Hydro undirbýr nú tilboð í kanadíska álfyrirtækið Alcan, sem rekur meðal annars álverið í Straumsvík. Frá þessu er greint í kanadíska dagblaðinu Globe and Mail í dag. Alcan hafnaði nýlega tilboði í félagið frá Alcoa en á föstudag var greint frá því að Alcan myndi íhuga betra tilboð frá Alcoa bærist það á annað borð. 28.5.2007 15:13 Best Buy svindlar á kúnnum Connecticutríki í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn Best Buy verslunarkeðjunni fyrir að plata neytendur til að borga meira fyrir vörur. Fyrirtækið auglýsti ýmis tilboð á vefsíðu sinni en verðin reyndust mun hærri í raun. Saksóknari segir að í verslununum hafi fyrirtækið veitt viðskiptavinum aðgang að vefsíðu fyrirtækisins sem ætluð er starfsfólki. Þar voru verð hærri en á almennu vefsíðunni. 26.5.2007 11:34 Nasdaq gerir tilboð í OMX Bandaríski verðbréfamarkaðurinn Nasdaq lagði í morgun fram yfirtökutilboð í sænska fyrirtækið OMX AB, sem rekur kauphallir í sjö löndum og þar á meðal á Íslandi. Stjórnir beggja fyrirtækja hafa samþykkt tilboðið og mæla með því að hluthafar geri það einnig. Nýja fyrirtækið verður kallað Nasdaq OMX hópurinn. 25.5.2007 07:42 Google fylgist með þér Google, heimsins stærsta leitarvél, áformar að þróa yfirgripsmesta gagnagrunn af persónulegum upplýsingum sem nokkurn tíman hefur verið gerður. Grunnurinn verður notaður til þess að segja fólki hvernig það eigi að lifa lífi sínu. 24.5.2007 11:52 Nasdaq að kaupa OMX? Nasdaq kauphöllin í New York mun tilkynna á morgun um kaup á norrænu kauphöllinni OMX. Frá þessu greinir Reuters fréttastofan og hefur eftir heimildarmönnum í innsta hring. Nú fyrr í kvöld voru viðskipti með bréf Nasdaq stöðvuð, en viðskipti með bréf í OMX voru stöðvuð fyrr í dag. 24.5.2007 22:55 Hlutabréf hækka í Alcoa Verð á hlutabréfum í bandaríska álrisanum Alcoa mældist það hæsta í fimm ár við lokun markaða í gær þrátt fyrir að stjórn kanadíska álfyrirtækisins Alcan hefði fyrr í vikunni hafnað fjandsamlegu yfirtökutilboði þess. 24.5.2007 19:39 Dell býður tölvur með Linux Tölvuframleiðandinn Dell hefur tilkynnt að þrjár nýjar tölvur, þar á meðal ein tegund fartölva frá þeim verði seldar með hinu opna Linux stýrikerfi fyrirfram uppsettu. 24.5.2007 16:40 General Motors krafið gagna Bandaríska fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir gögnum um síðasta ársuppgjör bandaríska bílaframleiðandans General Motors. Fyrirtækið segir að búist hafi verið við þess að eftirlitið myndi óska eftir gögnunum. 24.5.2007 13:10 Greenspan olli lækkun á markaði Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína lækkaði um 1,5 prósent í dag eftir að Alan Greenspan, fyrrum aðalseðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í ræðu í gær að gengi bréfanna ofmetið og sagðist sjá mikla leiðréttingu á verði þeirra í framtíðinni. Þá lækkaði gengi bréfa sömuleiðis á helstu mörkuðum í Evrópu og í Bandaríkjunum af sömu sökum. 24.5.2007 09:28 Eldsneytisbirgðir jukust í Bandaríkjunum Eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum jukust um 1,5 milljónir tunna á milli vikna, að því er fram kemur í vikulegri skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytisins sem birt var í dag. Þetta er talsvert yfir væntingum markaðsaðila. 23.5.2007 15:35 Stýrivextir lækka í Taílandi Seðlabanki Taílands hefur lækkað stýrivexti um 50 punkta og standa vextir bankans nú í 3,5 prósentum. Með lækkuninni er vonast til að með blása lífi í einkaneyslu og auka væntingar og stöðugleika í landinu í kjölfar átaka í fyrra. 23.5.2007 13:54 Lenovo bætir afkomuna verulega Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo, sem framleiðir fartölvur undir eigin nafni og merki IBM, skilaði hagnaði upp á rúma 161 milljón bandaríkjadala, jafnvirði 10 milljarða íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi. Afkoman er langt umfram væntingar. 23.5.2007 11:45 Spá lægri farsímakostnaði Gert er ráð fyrir því að kostnaður vegna farsímanotkunar á milli landa innan aðildarríkja Evrópusambandsins komi til með að lækka um allt að 75 prósent þegar samþykkt verður að setja þak á reikigjöld farsímafyrirtækja. Evrópusambandið styður aðgerðir til að lækka reikigjöldin en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á eftir að gefa samþykki sitt. Það þykir hins vegar einungis vera formsatriði. 23.5.2007 10:59 Fyrsta áfangi tilbúinn í árslok Tuttugu ný störf verða til í Sandgerði eftir að fyrsti áfangi grænnar gagnageymslu verður tekinn í notkun. Fyrirtækið Data Íslandia stendur fyrir byggingu gagnageymslunnar sem fyrirhugað er að reisa á fyrrum varnarsvæði Sandgerðisbæjar. 23.5.2007 10:00 Stórmarkaður í sigti fjárfesta Alþjóðlegir fjárfestasjóðir eru sagðir skoða eignastöðu bresku stórmarkaðakeðjunnar William Morrison og geti svo farið að yfirtökutilboð fyrir allt að níu milljarða punda, jafnvirði 1.141 milljarðs íslenskra króna verði lagt fram í hana á næstu dögum. 23.5.2007 06:15 Spá 4,1% verðbólgu á árinu Greiningardeild Glitnis spáir að verðbólga fari úr 4,7 prósentum í 4,2 prósent í næsta mánuði. 23.5.2007 05:15 TopShop hagnast á Kate Moss Nýjasta fatalínan sem TopShop býður upp á hefur slegið í gegn og selst sums staðar upp. Gert er ráð fyrir að salan eigi enn eftir að færast í aukana. Hönnuður fatalínunnar er, eins og þekkt er orðið, engin önnur en ofurfyrirsætan Kate Moss. 23.5.2007 04:00 Eldsneytisverð í hámarki vestanhafs Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði í vikubyrjun eftir að skæruliðar réðust á ónotaða olíuvinnslustöð í eigu franska olíufyrirtækisins Total í Nígeríu á mánudag. 23.5.2007 04:00 FL með Donald Trump FL Group hefur fjárfest í fjórum fasteignaverkefnum í Bandaríkjunum fyrir 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 3,1 milljarðs íslenskra króna. Verkefnin eru í samstarfi við alþjóðlega fasteignafélagið Bayrock Group. 23.5.2007 01:30 EMI-útgáfan samþykkir yfirtökuboð Stjórn bresku tónlistarútgáfunnar EMI samþykki á mánudag að taka yfirtökutilboði fjárfestingasjóðsins Terra Firma. Tilboðið hljóðar upp á 265 pens á hlut, eða 2,4 milljarða punda, jafnvirði 298 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfa í félaginu rauk upp um 23 pens í kjölfarið og endaði í 271 pensi á hlut við lokun markaða. 23.5.2007 01:00 Dreamliner að líta dagsins ljós Flugvélasmiðir hjá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing eru þessa dagana að ljúka við að setja saman nýjustu farþegaþotu fyrirtækisins, Dreamliner787. Hlutirnir eru framleiddir víða um heim en settir saman í námunda við Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Horft er til þess að tilraunaflug vélanna hefjist í ágúst og verði þær fyrstu afhentar í maí á næsta ári. 22.5.2007 14:55 Stærsta tónlistarútgáfa í heimi verður til Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið evrópska útgáfufyrirtækinu Universal Music græna ljósið á að kaupa þýska útgáfu- og afþreyingafyrirtækið BMG Music Publishing. Kaupverð nemur 1,63 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 137 milljarða íslenskra króna. Með kaupunum verður til stærsta tónlistarútgáfa í heimi. 22.5.2007 13:55 Sjónvarp á gleraugun Sjónvarpstækin verða smærri með hverjum deginum. Japanskt fyrirtæki er nú að setja á markað eitt það minnsta sem hægt er að festa á gleraugu og glápa þannig á. Hægt verður að tengja það við iPod tæki sem eru hlaðin myndefni eða horfa á venjulegar sjónvarpsstöðvar. Tokyo-búar taka tækinu væntanlega fagnandi fyrir langar lestarferðir í og úr vinnu. Tækið vegur 35 grömm. 21.5.2007 19:45 EMI samþykkir yfirtökutilboð Stjórn breska útgáfufyrirtækisins EMI hefur ákveðið að taka yfirtökutilboði fjárfestingafélagsins Terra Firma. Kaupverð nemur 3,2 milljörðum punda, rúmum 397 milljörðum íslenskra króna, að meðtöldum skuldum. 21.5.2007 17:52 Helmingur Ipod eigenda vill Iphone Könnun sem gerð var á meðal farsímaeigenda í Evrópu leiddi það í ljós að helmingur þeirra sem eiga fyrir Ipod munu velta alvarlega fyrir sér Iphone þegar endurnýja á símtækið. 21.5.2007 16:55 Tilboð komið í EMI Fjárfestingasjóðurinn Terra Firma lagði í dag fram 2,4 milljarða punda yfirtökutilboð í breska útgáfufélagið EMI. Þetta jafngildir 298 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri Terra Firma segist hafa samþykki stjórnar EMI fyrir tilboðinu, sem hljóðar upp á 265 pens á hlut. 21.5.2007 16:24 Hráolíuverðið yfir 70 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk yfir 70 dali á tunnu í dag eftir að skæruliðar í Nígeríu gerðu árásir á olíuframleiðslustöð franska olíufélagsins Total og ollu miklu tjóni á tækjum. Engin mun hafa slasast í árásunum. 21.5.2007 13:20 Hætta af þráðlausum internettengingum Heilsuverndarstofnun Bretlands íhugar nú að rannsaka hugsanlega hættu af þráðlausum internettengingum í skólum. Sir William Stewart yfirmaður stofnunarinnar sagði í viðtali við breska dagblaðið Daily Telegraph að vaxandi áhyggjur væru af áhrifum geislunar á börn. 21.5.2007 11:18 Tæknivædd regnhlíf Regnhlíf með myndavél, GPStæki og internet-tengi. Fyrst voru það farsímarnir með innbyggðum myndavélum, hljómgræjum og öðrum aukabúnaði. Nú er röðin komin að regnhlífum. 21.5.2007 10:00 Bankar sameinast á Ítalíu Ítalski bankinn Unicredit hefur keypt bankann Capitalia, sem er smærri. Kaupverð, sem greiðist að öllu leyti með hlutafé, nemur 22 milljörðum evra, jafnvirði 1.882 milljörðum íslenskra króna. Með kaupunum verður til annar stærsti banki Evrópu að markaðsvirði, sem nemur rúmum 100 milljörðum evra, jafnvirði 8.554 milljarða íslenskra króna. 21.5.2007 09:28 Kínverjar kaupa í stóru fjárfestingafélagi Ríkisstjórn Kína hefur ákveðið að kaupa 10 prósenta hlut í bandaríska fjárfestingafélaginu Blackstone Group í gegnum sérstakt félag. Kaupverð nemur þremur milljörðum bandaríkjadala, um 190 milljörðum íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir kaupin gefa kínverskum stjórnvöldum aukin sóknarfæri í erlendum fjárfestingum. 21.5.2007 09:17 Orkuturninn Burj al-Taqa turninn í Dubai mun algjörlega ganga fyrir endurnýtanlegri orku sem hann framleiðir sjálfur. Þjóðverjinn Eckhard Gerber á heiðurinn að orkuturninum Burj al-Taqa sem rísa mun á næstu árum í Dubai. Turninn verður ekki bara skrifstofubygging heldur líka virkjun á vind- og sólarorku. 21.5.2007 08:00 Sjá næstu 50 fréttir
Tölvurisarnir hittust í sátt og samlyndi Helstu erkifjendur tölvubransans settust niður í sátt og samlyndi á sögulegum fundi í dag. Bill Gates og Steve Jobs, forvígismenn einkatöluvubyltingarinnar og fyrirtækja sinna, tölvurisanna Microsoft og Apple, ræddu saman í bróðerni á sviðinu á D5 ráðstefnu dagblaðsins Wall Street Journal í Carlsbad í Kaliforníu og skiptust á skoðunum og sögum. Sjáið myndbandið. 31.5.2007 22:42
Bandarískur hagvöxtur undir væntingum Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er minnsti hagvöxtur á einum ársfjóðungi sem mælst hefur vestanhafs í rúm fjögur ár enda talsvert undir væntingum. 31.5.2007 13:44
iPhone fær fjarskiptaleyfi Bandaríska fjarskiptastofnunin gaf Apple á dögunum leyfi til að selja farsíma sinn iPhone. Með leyfinu er nú ekkert því til fyrirstöðu að Apple hefji sölu á símanum í júní, eins og áætlað var. Öll fjarskiptatæki þurfa leyfi stofnunarinnar áður en þau fara á markað. 31.5.2007 10:00
Nýr forstjóri hjá BHP Billiton Marius Klopper hefur verið ráðinn forstjóri ástralska náma- og álfyrirtækisins BHP Billiton. Hann tekur við af Chop Goodyear, fráfarandi forstjóra, 1. október næstkomandi. Markaðsaðilar telja líkur á að með nýjum forstjóra muni BHP fara í viðamikil fyrirtækjakaup. 31.5.2007 09:54
Uppsagnir hjá Motorola Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola ætlar að segja upp 4.000 starfsmönnum á árinu í hagræðingarskyni. Greinendur segja þetta ekki góðar fréttir hjá fyrirtækinu, sem er annar stærsti farsímaframleiðandi í heimi. Uppsagnir á 3.500 manns stendur nú yfir en með viðbótinni jafngildir það að 11 prósentum starfsmanna Motorola verði sagt upp. 31.5.2007 09:30
Fasteignaverð lækkar í Bandaríkjunum Verð á fasteignum lækkaði um 1,4 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er fyrsta verðlækkunin á almennum fasteignamarkaði vestanhafs í 16 ár. 30.5.2007 15:15
Framleiðsluvísitalan lækkar í Japan Framleiðsluvísitalan í Japan lækkaði óvænt um 0,1 prósentustig á milli mánaða í apríl, einkum vegna minni eftirspurnar eftir bílum á innlandsmarkaði og í Bandaríkjunum. Þetta er þvert á væntingar greinenda sem höfðu gert ráð fyrir aukningu upp á hálft prósentustig. 30.5.2007 11:21
Tölva með enga mús og ekkert lyklaborð Microsoft sýndi í morgun borðtölvu með enga mús og ekkert lyklaborð. Tölvan er í borðinu og er skjárinn snertiskjár. Hún mun geta haft samskipti við farsíma eru settir á borðið. Upphaflega verður hún aðeins í boði fyrir fyrirtæki eins og hótel, spilavíti, símabúðir og veitingastaði. 30.5.2007 08:57
Kínastjórn kældi markaðinn Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína í dag eftir að kínversk stjórnvöld ákváðu að þrefalda gjöld á viðskipti með hlutabréf. Aðgerðin er liður í því að koma í veg fyrir ofhitnun á hlutabréfamarkaði í Kína. 30.5.2007 06:30
Kínverska vísitalan slær met CSI-300 hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína náði methæðum á mánudag þegar gengi hennar hækkaði um 2,6 prósent og endaði í 4.090,57 stigum. Þarna rauf vísitalan 4.000 stiga múrinn í fyrsta sinn. 30.5.2007 00:01
Fjárfestingarsjóðir í BNA greiða minna Eignarhlutur stjórnenda hefur áhrif á yfirtökuverð. Fjárfestar í fyrirtækjum sem eru álitleg til yfirtöku ættu að vonast eftir að yfirtökufélagið sé almenningshlutafélag en ekki fjárfestingarsjóður í einkaeigu (private equity fund). 30.5.2007 00:01
30 milljón gígabæt í Sandgerði Fjögurþúsund fermetra húsnæði fyrir umhverfisvæna gagnageymslu er í burðarliðnum á Miðnesheiði á Reykjanesi. Koma fyrirtækisins mun skapa fjölmörg störf á svæðinu, en fullbúin mun aðstaðan hýsa um 30 milljón gígabæt. 29.5.2007 19:27
Meiri væntingar í Bandaríkjunum Væntingarvísitala Bandaríkjamanna hækkaði úr 106,3 stigum í 108 stig á milli mánaða í maí, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðsins sem birtar voru í dag. Þetta er talsvert meira en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þetta virðist benda til að fréttir af samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði í mars hafi ekki smitað út frá sér til neytenda til lengri tíma litið. 29.5.2007 16:13
Norsk Hydro undirbýr tilboð í Alcan Norska stórfyrirtækið Norsk Hydro undirbýr nú tilboð í kanadíska álfyrirtækið Alcan, sem rekur meðal annars álverið í Straumsvík. Frá þessu er greint í kanadíska dagblaðinu Globe and Mail í dag. Alcan hafnaði nýlega tilboði í félagið frá Alcoa en á föstudag var greint frá því að Alcan myndi íhuga betra tilboð frá Alcoa bærist það á annað borð. 28.5.2007 15:13
Best Buy svindlar á kúnnum Connecticutríki í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn Best Buy verslunarkeðjunni fyrir að plata neytendur til að borga meira fyrir vörur. Fyrirtækið auglýsti ýmis tilboð á vefsíðu sinni en verðin reyndust mun hærri í raun. Saksóknari segir að í verslununum hafi fyrirtækið veitt viðskiptavinum aðgang að vefsíðu fyrirtækisins sem ætluð er starfsfólki. Þar voru verð hærri en á almennu vefsíðunni. 26.5.2007 11:34
Nasdaq gerir tilboð í OMX Bandaríski verðbréfamarkaðurinn Nasdaq lagði í morgun fram yfirtökutilboð í sænska fyrirtækið OMX AB, sem rekur kauphallir í sjö löndum og þar á meðal á Íslandi. Stjórnir beggja fyrirtækja hafa samþykkt tilboðið og mæla með því að hluthafar geri það einnig. Nýja fyrirtækið verður kallað Nasdaq OMX hópurinn. 25.5.2007 07:42
Google fylgist með þér Google, heimsins stærsta leitarvél, áformar að þróa yfirgripsmesta gagnagrunn af persónulegum upplýsingum sem nokkurn tíman hefur verið gerður. Grunnurinn verður notaður til þess að segja fólki hvernig það eigi að lifa lífi sínu. 24.5.2007 11:52
Nasdaq að kaupa OMX? Nasdaq kauphöllin í New York mun tilkynna á morgun um kaup á norrænu kauphöllinni OMX. Frá þessu greinir Reuters fréttastofan og hefur eftir heimildarmönnum í innsta hring. Nú fyrr í kvöld voru viðskipti með bréf Nasdaq stöðvuð, en viðskipti með bréf í OMX voru stöðvuð fyrr í dag. 24.5.2007 22:55
Hlutabréf hækka í Alcoa Verð á hlutabréfum í bandaríska álrisanum Alcoa mældist það hæsta í fimm ár við lokun markaða í gær þrátt fyrir að stjórn kanadíska álfyrirtækisins Alcan hefði fyrr í vikunni hafnað fjandsamlegu yfirtökutilboði þess. 24.5.2007 19:39
Dell býður tölvur með Linux Tölvuframleiðandinn Dell hefur tilkynnt að þrjár nýjar tölvur, þar á meðal ein tegund fartölva frá þeim verði seldar með hinu opna Linux stýrikerfi fyrirfram uppsettu. 24.5.2007 16:40
General Motors krafið gagna Bandaríska fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir gögnum um síðasta ársuppgjör bandaríska bílaframleiðandans General Motors. Fyrirtækið segir að búist hafi verið við þess að eftirlitið myndi óska eftir gögnunum. 24.5.2007 13:10
Greenspan olli lækkun á markaði Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína lækkaði um 1,5 prósent í dag eftir að Alan Greenspan, fyrrum aðalseðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í ræðu í gær að gengi bréfanna ofmetið og sagðist sjá mikla leiðréttingu á verði þeirra í framtíðinni. Þá lækkaði gengi bréfa sömuleiðis á helstu mörkuðum í Evrópu og í Bandaríkjunum af sömu sökum. 24.5.2007 09:28
Eldsneytisbirgðir jukust í Bandaríkjunum Eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum jukust um 1,5 milljónir tunna á milli vikna, að því er fram kemur í vikulegri skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytisins sem birt var í dag. Þetta er talsvert yfir væntingum markaðsaðila. 23.5.2007 15:35
Stýrivextir lækka í Taílandi Seðlabanki Taílands hefur lækkað stýrivexti um 50 punkta og standa vextir bankans nú í 3,5 prósentum. Með lækkuninni er vonast til að með blása lífi í einkaneyslu og auka væntingar og stöðugleika í landinu í kjölfar átaka í fyrra. 23.5.2007 13:54
Lenovo bætir afkomuna verulega Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo, sem framleiðir fartölvur undir eigin nafni og merki IBM, skilaði hagnaði upp á rúma 161 milljón bandaríkjadala, jafnvirði 10 milljarða íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi. Afkoman er langt umfram væntingar. 23.5.2007 11:45
Spá lægri farsímakostnaði Gert er ráð fyrir því að kostnaður vegna farsímanotkunar á milli landa innan aðildarríkja Evrópusambandsins komi til með að lækka um allt að 75 prósent þegar samþykkt verður að setja þak á reikigjöld farsímafyrirtækja. Evrópusambandið styður aðgerðir til að lækka reikigjöldin en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á eftir að gefa samþykki sitt. Það þykir hins vegar einungis vera formsatriði. 23.5.2007 10:59
Fyrsta áfangi tilbúinn í árslok Tuttugu ný störf verða til í Sandgerði eftir að fyrsti áfangi grænnar gagnageymslu verður tekinn í notkun. Fyrirtækið Data Íslandia stendur fyrir byggingu gagnageymslunnar sem fyrirhugað er að reisa á fyrrum varnarsvæði Sandgerðisbæjar. 23.5.2007 10:00
Stórmarkaður í sigti fjárfesta Alþjóðlegir fjárfestasjóðir eru sagðir skoða eignastöðu bresku stórmarkaðakeðjunnar William Morrison og geti svo farið að yfirtökutilboð fyrir allt að níu milljarða punda, jafnvirði 1.141 milljarðs íslenskra króna verði lagt fram í hana á næstu dögum. 23.5.2007 06:15
Spá 4,1% verðbólgu á árinu Greiningardeild Glitnis spáir að verðbólga fari úr 4,7 prósentum í 4,2 prósent í næsta mánuði. 23.5.2007 05:15
TopShop hagnast á Kate Moss Nýjasta fatalínan sem TopShop býður upp á hefur slegið í gegn og selst sums staðar upp. Gert er ráð fyrir að salan eigi enn eftir að færast í aukana. Hönnuður fatalínunnar er, eins og þekkt er orðið, engin önnur en ofurfyrirsætan Kate Moss. 23.5.2007 04:00
Eldsneytisverð í hámarki vestanhafs Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði í vikubyrjun eftir að skæruliðar réðust á ónotaða olíuvinnslustöð í eigu franska olíufyrirtækisins Total í Nígeríu á mánudag. 23.5.2007 04:00
FL með Donald Trump FL Group hefur fjárfest í fjórum fasteignaverkefnum í Bandaríkjunum fyrir 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 3,1 milljarðs íslenskra króna. Verkefnin eru í samstarfi við alþjóðlega fasteignafélagið Bayrock Group. 23.5.2007 01:30
EMI-útgáfan samþykkir yfirtökuboð Stjórn bresku tónlistarútgáfunnar EMI samþykki á mánudag að taka yfirtökutilboði fjárfestingasjóðsins Terra Firma. Tilboðið hljóðar upp á 265 pens á hlut, eða 2,4 milljarða punda, jafnvirði 298 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfa í félaginu rauk upp um 23 pens í kjölfarið og endaði í 271 pensi á hlut við lokun markaða. 23.5.2007 01:00
Dreamliner að líta dagsins ljós Flugvélasmiðir hjá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing eru þessa dagana að ljúka við að setja saman nýjustu farþegaþotu fyrirtækisins, Dreamliner787. Hlutirnir eru framleiddir víða um heim en settir saman í námunda við Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Horft er til þess að tilraunaflug vélanna hefjist í ágúst og verði þær fyrstu afhentar í maí á næsta ári. 22.5.2007 14:55
Stærsta tónlistarútgáfa í heimi verður til Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið evrópska útgáfufyrirtækinu Universal Music græna ljósið á að kaupa þýska útgáfu- og afþreyingafyrirtækið BMG Music Publishing. Kaupverð nemur 1,63 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 137 milljarða íslenskra króna. Með kaupunum verður til stærsta tónlistarútgáfa í heimi. 22.5.2007 13:55
Sjónvarp á gleraugun Sjónvarpstækin verða smærri með hverjum deginum. Japanskt fyrirtæki er nú að setja á markað eitt það minnsta sem hægt er að festa á gleraugu og glápa þannig á. Hægt verður að tengja það við iPod tæki sem eru hlaðin myndefni eða horfa á venjulegar sjónvarpsstöðvar. Tokyo-búar taka tækinu væntanlega fagnandi fyrir langar lestarferðir í og úr vinnu. Tækið vegur 35 grömm. 21.5.2007 19:45
EMI samþykkir yfirtökutilboð Stjórn breska útgáfufyrirtækisins EMI hefur ákveðið að taka yfirtökutilboði fjárfestingafélagsins Terra Firma. Kaupverð nemur 3,2 milljörðum punda, rúmum 397 milljörðum íslenskra króna, að meðtöldum skuldum. 21.5.2007 17:52
Helmingur Ipod eigenda vill Iphone Könnun sem gerð var á meðal farsímaeigenda í Evrópu leiddi það í ljós að helmingur þeirra sem eiga fyrir Ipod munu velta alvarlega fyrir sér Iphone þegar endurnýja á símtækið. 21.5.2007 16:55
Tilboð komið í EMI Fjárfestingasjóðurinn Terra Firma lagði í dag fram 2,4 milljarða punda yfirtökutilboð í breska útgáfufélagið EMI. Þetta jafngildir 298 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri Terra Firma segist hafa samþykki stjórnar EMI fyrir tilboðinu, sem hljóðar upp á 265 pens á hlut. 21.5.2007 16:24
Hráolíuverðið yfir 70 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk yfir 70 dali á tunnu í dag eftir að skæruliðar í Nígeríu gerðu árásir á olíuframleiðslustöð franska olíufélagsins Total og ollu miklu tjóni á tækjum. Engin mun hafa slasast í árásunum. 21.5.2007 13:20
Hætta af þráðlausum internettengingum Heilsuverndarstofnun Bretlands íhugar nú að rannsaka hugsanlega hættu af þráðlausum internettengingum í skólum. Sir William Stewart yfirmaður stofnunarinnar sagði í viðtali við breska dagblaðið Daily Telegraph að vaxandi áhyggjur væru af áhrifum geislunar á börn. 21.5.2007 11:18
Tæknivædd regnhlíf Regnhlíf með myndavél, GPStæki og internet-tengi. Fyrst voru það farsímarnir með innbyggðum myndavélum, hljómgræjum og öðrum aukabúnaði. Nú er röðin komin að regnhlífum. 21.5.2007 10:00
Bankar sameinast á Ítalíu Ítalski bankinn Unicredit hefur keypt bankann Capitalia, sem er smærri. Kaupverð, sem greiðist að öllu leyti með hlutafé, nemur 22 milljörðum evra, jafnvirði 1.882 milljörðum íslenskra króna. Með kaupunum verður til annar stærsti banki Evrópu að markaðsvirði, sem nemur rúmum 100 milljörðum evra, jafnvirði 8.554 milljarða íslenskra króna. 21.5.2007 09:28
Kínverjar kaupa í stóru fjárfestingafélagi Ríkisstjórn Kína hefur ákveðið að kaupa 10 prósenta hlut í bandaríska fjárfestingafélaginu Blackstone Group í gegnum sérstakt félag. Kaupverð nemur þremur milljörðum bandaríkjadala, um 190 milljörðum íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir kaupin gefa kínverskum stjórnvöldum aukin sóknarfæri í erlendum fjárfestingum. 21.5.2007 09:17
Orkuturninn Burj al-Taqa turninn í Dubai mun algjörlega ganga fyrir endurnýtanlegri orku sem hann framleiðir sjálfur. Þjóðverjinn Eckhard Gerber á heiðurinn að orkuturninum Burj al-Taqa sem rísa mun á næstu árum í Dubai. Turninn verður ekki bara skrifstofubygging heldur líka virkjun á vind- og sólarorku. 21.5.2007 08:00