Viðskipti erlent

Stefnt að hækkandi arði

Finnska fjármálafyrirtækið Sampo Group kynnti nýja arðgreiðslustefnu á dögunum. Markmiðið er að arðgreiðslur aukist á milli ára sem samsvari 4-6 prósenta árlegri ávöxtun á nafnverð hlutafjár.

Sampo ætlar að greiða út tvöfalt hærri arð í ár en í fyrra, það er 1,2 evrur á hvern hlut samanborið við 0,6 evrur fyrir árið 2005. Eins og fram hefur komið ætlar Sampo að greiða alls 62 milljarða króna í arð fyrir árið 2006.

Exista, stærsti eigandinn í Sampo, fær í sinn hlut um 9,6 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×