Viðskipti erlent

Moody‘s metur Norvik Banka

Jón Helgi Guðmundsson
Jón Helgi Guðmundsson

Sérfræðingar matsfyrirtækisins Moody‘s eru nú staddir úti í Lettlandi þar sem þeir kynna sér rekstur Norvik Banka áður en hann verður metinn í fyrsta sinn. Bankinn hét áður Lateko og er í meirihlutaeigu Straumborgar, félags Jóns Helga Guðmundssonar.

Jón Helgi, sem staddur er úti í Lettlandi, fundaði með fulltrúunum í gærmorgun. „Vonandi fáum við svo góðar fréttir frá Moody‘s þegar þeir eru búnir að fara yfir sín mál,“ segir hann og á jafnvel von á greiningu í næsta mánuði.

Hingað til hefur greiningarfyrirtækið Fitch verið eitt um að gefa bankanum einkunn. Í síðasta mati Fitch, í september sl., voru horfur sagðar góðar hjá bankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×