Fleiri fréttir

Fækkar um 24 í starfs­liði Ís­lands­banka

Fækkað verður um 24 starfsmenn í starfsliði Íslandsbanka í september. Um helmingi þeirra hefur verið sagt upp störfum en samið hefur verið við aðra um snemmbúin starfslok.

„Sigur fyrir mig, starfs­fólkið og veitinga­staðinn“

Gunnar Karl Gíslason, stofnandi og yfirkokkur veitingastaðarins Dill í Reykjavík, segir það mikinn heiður að staðnum hafi verið veitt Michelin-stjarna annað árið í röð. Slíkar stjörnur eru veittar veitingastöðum sem þykja skara fram úr og eru afar eftirsóttar meðal veitingamanna.

At­vinnu­leysi heldur á­fram að dragast saman

Skráð atvinnuleysi var 5,5% í ágúst en mældist 6,1% í júlí. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 1.010 sem nemur rúmlega 8% fækkun atvinnulausra frá júlímánuði.

Hlut­fall í­búða sem seljast á yfir­verði lækkar í fyrsta sinn síðan í janúar

Nokkuð hefur dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði á undanförnum mánuðum, en á höfuðborgarsvæðinu dróst fjöldi kaupsamninga saman um 20 prósent á milli mánaðanna júní og júlí og um 25 prósent miðað við júlí í fyrra. Verð á sérbýli hækkar áfram meira en verð íbúða í fjölbýli og þá lækkar hlutfall íbúða sem seljast á yfirverði í fyrsta sinn síðan í janúar.

Stærsta rafíþróttamót heims haldið á Íslandi í nóvember

Stærsta rafíþróttamót heims, heimsmeistaramótið í League of Legends, verður haldið í Reykjavík dagana 5. október til 6. nóvember. Þetta staðfestu Riot Games, framleiðendur vinsæla tölvuleiksins og skipuleggjendur mótsins, fyrr í dag.

Skipta rekstrinum upp og flytja í ný dótturfélög

Stjórn Skeljungs hyggst skipta rekstrareiningum félagsins upp og flytja stærstan hluta þeirra í tvö ný dótturfélög. Breytingin er sögð liður í því að skerpa frekar á áherslum í rekstri Skeljungs. 

Tveir af fimm vildu hækka stýri­vexti meira en gert var

Tveir af fimm nefndarmönnum peningastefnunefndar Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu stýrivaxtaákvörðun bankans sem kynnt var fyrir um tveimur vikum. Nefndin ákvað þá að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur í 1,25 prósentur.

Lóðirnar hans Skúla í Hvammsvík flugu út

Vel virðist hafa gengið hjá Skúla Mogensen að selja lóðirnar þrjátíu sem hann setti á sölu í Hvammsvík í Hvalfirði, þar sem hann vinnur nú að uppbyggingu ferðaþjónustu.

Arion mátti krefjast fjárnáms hjá forstjóra United Silicon

Héraðsdómur Reykjavíkur gaf Arion banka grænt ljóst á að krefjast fjárnáms í fasteign Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, í mars. Bankinn hefur freistað þess að fá greidda skuld félags í meirihlutaeigu Magnúsar upp á tæpar fimm milljónir króna.

Leið­réttur launa­munur kynjanna 4,1 prósent

Launamunur kynjanna hefur dregist saman frá árinu 2010 en kynbundin skipting í störf og atvinnugreinar skýrir að miklu leyti þann launamun sem enn er til staðar. Á sama tíma hafa áhrif menntunarstigs og lýðfræðilegra þátta á launamun minnkað.

Bein út­sending: Kosninga­fundur Sam­taka iðnaðarins

Samtök iðnaðarins standa fyrir sérstökum kosningafundi með forystufólki stjórnmálaflokkanna í Hörpu í dag. Með fundinum vonast samtökin til að leggja sitt af mörkum til uppbyggilegrar umræðu í aðdraganda kosninga og vekja athygli á þeim málefnum sem brýnust séu fyrir samkeppnishæfni landsins.

Senda skýr skila­boð til næstu ríkis­stjórnar

Stjórnendur íslenskra iðnfyrirtækja telja mikilvægast að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að einfalda laga- og reglugerðarumhverfi fyrirtækja. Einnig er mikið ákall eftir að skilvirkni verði aukin í framkvæmd eftirlits opinberra aðila.

Vonar að ráðherra sjái ljósið

Sellerí er nú víða ófáanlegt í matvöruverslunum og beina innflutningsaðilar sökinni að innflutningstollum sem voru lagðir á sellerí um þarsíðustu mánaðamót. Á sama tíma hefur innlend uppskera gengið illa og íslenskt sellerí skilað sér stopult til verslana.

Costco á Ís­landi hagnaðist um 463 milljónir

Costco á Íslandi hagnaðist um 462,9 milljónir króna á síðasta rekstrarári sem endaði í ágúst 2020. Nam sala félagsins 20,5 milljörðum króna á tímabilinu og jókst um 3,7 prósent milli rekstrarára.

Katrín Ósk og Olgeir til Aha

Olgeir Pétursson og Katrín Ósk Einarsdóttir hafa verið ráðin til Aha.is. Olgeir hefur tekið við starfi viðskiptastjóra og Katrín Ósk sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs.

Bein útsending: Forstjóri Kauphallarinnar kynnir sér Marel

Hversu vel þekkirðu vaxtarfyrirtækið Marel, sögu þess og starfsemi? Vísir í samstarfi við Nasdaq á Íslandi (Kauphöllin) býður upp á opið streymi frá spjalli Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marel og Magnúsar Harðarsonar, forstjóra Nasdaq Iceland klukkan 12 þann 7. september.

Eva Margrét aftur til LEX

Eva Margrét Ævarsdóttir hefur verið ráðin til LEX Lögmannsstofu þar sem hún mun leiða uppbyggingu á þjónustu stofunnar á sviði sjálfbærni og UFS-ráðgjafar.

Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum

Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum.

Úr 80 þúsund í ríflega 264 þúsund

Ríflega 264 þúsund farþegar flugu með Icelandair í ágúst, samanborið við tæplega 80 þúsund á sama tíma í fyrra. Þar af voru farþegar í millilandaflugi rúmlega 241 þúsund samanborið við um 67 þúsund í ágúst 2020 og 195 þúsund í júlí 2021.

Sjá næstu 50 fréttir