Viðskipti innlent

Eva Margrét aftur til LEX

Atli Ísleifsson skrifar
Eva Margrét Ævarsdóttir.
Eva Margrét Ævarsdóttir. LEX

Eva Margrét Ævarsdóttir hefur verið ráðin til LEX Lögmannsstofu þar sem hún mun leiða uppbyggingu á þjónustu stofunnar á sviði sjálfbærni og UFS-ráðgjafar.

Í tilkynningu segir að UFS standi fyrir umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti (á ensku ESG).

„Eva Margrét er einn reyndasti ráðgjafi landsins á þessu sviði. Hún hefur um árabil sinnt ráðgjöf til fyrirtækja, m.a. á sviði sjálfbærni og ófjárhagslegrar upplýsingagjafar, ábyrgra fjárfestinga, grænna skuldabréfa og fleiri tegundum sjálfbærrar fjármögnunar.

Eva Margrét er ekki ókunn hjá LEX lögmannsstofu en hún var lögmaður og einn eigenda stofunnar á árunum 2006-2013. Í kjölfarið starfaði hún sem lögmaður hjá Arion banka og vann þar m.a. við fjármögnun bankans, skráningu hans á markað og mótun stefnu í ábyrgum fjárfestingum.

Þá var Eva framkvæmdastjóri og einn af stofnendum RoadMap, nýsköpunarfyrirtækis í ráðgjöf í sjálfbærni og góðum stjórnarháttum. Hún veitti á tímabili forstöðu skrifstofu Samtaka atvinnulífsins í Brussel og starfaði sem lögfræðingur og nefndaritari hjá nefndasviði Alþingis.

Eva Margrét er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og LL.M gráðu frá Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu, auk þess sem hún hefur lokið stjórnendanámi frá IESE Business School á Spáni. Hún er gift Kolbeini Árnasyni, skrifstofustjóra og eiga þau eina dóttur,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×